Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 184
legur. Sú er einmitt raunin hér og heilt á litið verður ekki annað sagt en að öll
framsetning kaflans sé skýr og skipuleg. Ekki síst má telja það kost að raddir
viðmælenda, hvort sem um er að ræða kennara eða nemendur, koma jafnframt
skýrt fram í beinum tilvitnunum í þá og Hanna leggur víðast út af þeim með eðli-
legum og skynsamlegum hætti. Nokkur atriði kalla þó á nánari umræðu.
Í fyrsta lagi skal hér tínt til að á köflum virðist nokkurs ójafnvægis gæta í
umfjöllun Hönnu um niðurstöður ritgerðarinnar. Sem fyrr segir eru þær rann-
sóknarspurningar sem reynt er að svara býsna margar og þó niðurstöðukaflinn í
heild sé ítarlegur byggja svörin við sumum rannsóknarspurninganna á frekar
þunnu undirlagi úr gögnunum, annað hvort vegna þess að aðeins er byggt á um -
mælum örfárra nemenda eða kennara eða þess að umræðan í tilteknum hlutum
viðtalanna hverfist um einstök efnisatriði en er síðan nýtt til að svara spurningum
sem virðast eiga að ná til víðara sviðs. Hér er sérstaklega eftirtektarvert að í tví-
gang í niðurstöðunum er lögð fram ítarleg umræða um afmörkuð atriði, annars
vegar um pylsu/pulsu og tölva/talva í kafla 5.2.4 og hins vegar um hlakka til í kafla
5.3.2, en þessi tiltekna sögn er að heita má eina viðfangsefni þess kafla enda þótt
heiti hans gefi til kynna að þar verði jafnframt komið inn á samtímalegar mál-
breytingar í víðara samhengi. Í báðum þessum köflum myndar hin sértæka um -
ræða grunninn að svörum við nokkuð víðum rannsóknarspurningum, annars
vegar undirspurningum 3 og 4, um ólíkar kröfur til máls eftir málsniði og meðvit-
und nemenda um þetta, og hins vegar undirspurningum 5 og 6, um hvernig kenn-
arar fjalla um síbreytileika tungumálsins og viðhorf nemenda til þessa breytileika.
Velta má fyrir sér samhengi hinnar nokkuð þröngu umræðu og hinna víðari
spurninga og hversu marktækar niðurstöðurnar geta verið að gefnu því ósam-
ræmi sem hér virðist ríkja. Því er eftirfarandi spurning lögð fram:
Spurning 2a: Gefa niðurstöður ritgerðarinnar, eins og þær eru lagðar fram,
almennt marktæka mynd af viðfangsefni hennar? Hvað sýnir fram á þetta?
Í beinu framhaldi af þessari fyrstu spurningu þessa hluta er rétt að geta þess að
Hanna kvartar hér og hvar í ritgerðinni nokkuð undan því að málfræðikennsla í
íslenskum grunnskólum hafi í gegnum tíðina einkennst heldur mikið af því að
kennarar taki einstök smáatriði til umfjöllunar en missi þá um leið sjónar á heildar -
myndinni. Út frá því sem hér hefur verið sagt er ekki laust við það að sú tilfinning
læðist að mér að Hanna gerist um sumt sek um það sama í nálgun sinni og ein-
blíni á köflum um of á afmörkuð smáatriði frekar en heildarmyndina og því er
rétt að spurningu 2a sé fylgt eftir með eftirfarandi hætti:
Spurning 2b: Hvernig má yfirfæra hina sértæku umræðu, um t.d. pylsu/
pulsa og hlakka til, yfir á almennari svör við viðkomandi rannsóknarspurn-
ingunum og á hvaða forsendum getur hún verið undirstaða svara um öllu
víðara svið?
Finnur Friðriksson184