Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 193

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 193
Ritdómar Gunnlaugur Ingólfsson (útg.). 2017. Fjölnisstafsetningin. Hliðarspor í sögu íslenskrar stafsetningar. Rit 94. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík. lx + 130. Róttækustu stafsetningartillögur sem settar hafa verið fram hér á landi eru svo- kölluð Fjölnisstafsetning sem kynnt var í ársritinu Fjölni árið 1836. Grundvöllur hennar var framburður samtímamálsins en ekki upprunasjónarmið. Konráð Gíslason (1808–1891), sem almennt er talinn vera höfundur þessarar stafsetning- ar, sagði að framburðurinn væri einkaregla stafsetningarinnar (Gunnlaugur Ing - ólfs son 2017:18). Í þessu fólst m.a. að stafirnir y, ý, ey voru lagðir niður (t.d. þízkur í stað þýzkur), ei var skrifað eí (t.d. þeír í stað þeir), je var ritað fyrir é (t.d. ljettast í stað léttast), bl fyrir fl (t.d. ebla í stað efla) o.s.frv. Í því riti, sem hér er til umfjöllunar, hefur verið safnað saman í eina bók ýmsu efni sem varðar þessa stafsetningu, bæði greinargerðum Fjölnismanna í Fjölni og viðbrögðum annarra. Grein Konráðs um nýju stafsetninguna (Þáttur umm staf- setníng. 1) er birt í ritinu (bls. 3–40) og einnig aðrar greinar Fjölnismanna um stafsetningu (bls. 55–67, 121–122, 123–125). Stafsetningartillögur Fjölnismanna féllu í grýttan jarðveg og voru meðal annars gagnrýndar í tveimur blaðagreinum í Sunnanpóstinum 1836 (í ritinu á bls. 41–43 og 45–53) og í óútgefnum ritgerðum Sveinbjarnar Egilssonar, Rask og Fjölnir og Nokkrar athugasemdir, vidvíkjandi íslenzkri stafasetníngu með tilliti til stafsetníngar-þáttarins í Fjölnir 1836 sem hér eru gefnar út í fyrsta sinn (á bls. 69–92 og 93–119). Frá og með 7. árgangi Fjölnis 1844 var síðan aftur snúið til upprunastafsetningar í ritinu. Framburðarstafsetning Fjölnismanna átti þó eftir að hafa mikil áhrif á stafsetningarhugmyndir allt fram á 20. öld. Það er fengur að því að birtar séu hér á einum stað allar helstu greinar frá þessum tíma um Fjölnisstafsetninguna þótt þær hafi að vísu birst áður. Hvergi koma skýrar fram í sögu íslenskrar stafsetningar þessi meginsjónarmið hennar, þ.e. uppruni og hins vegar framburður. Blaðagreinarnar eru ritaðar af eldmóði enda deilt í þeim um grundvallaratriði í stafsetningu og margt í þeim á enn við, sbr. orð Árnabjörns um samhengið í íslensku ritmáli (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:42): „Sá sem semja vill ritreglur í módurmálinu ockar, má ecki heldur frjálsum høndum leika vid stafrófid eptir eigin gédþeckni; því þad er ecki nú fyrst, ad farið er ad skrifa málid ockar, þad hefir verid bókmál núna upp í margar aldir.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.