Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Qupperneq 196
dansk Retskrivningslære), og snúið er á íslenzku í Sunnanpóstinum.“ Tengja hefði
mátt saman þessa staði.
Eins og hæfir í ritgerðum um stafsetningu eru uppskriftirnar stafréttar, þ.e.
fylgt er nákvæmlega táknanotkun frumritanna. Stafréttar uppskriftir greina og
ritgerða eru ætíð vandasamar en þó sérstaklega ritgerðir með Fjölnis stafsetn ing -
unni því að hún er svo frábrugðin íslenskri nútímastafsetningu. Útgefandi gerir
grein fyrir uppskriftarviðmiðum sínum á bls. xlvi.
Almennt eru uppskriftir útgáfunnar vandaðar en þó hef ég fundið nokkrar
villur í þeim. Það var sérstaklega í Þætti umm stafsetníng. 1 og Þætti um stafsetníng.
2, Gunnlaugur Ingólfsson 2017:3–40, 55–67) sem ég fann uppskriftarvillur við
samanburð við myndir af frumritinu á Tímarit.is. Ég tilgreini fyrst dæmi úr fyrri
þættinum. Tölur innan sviga vísa til blaðsíðutals í útgáfunni 2017.
Nokkuð víða er broddur yfir eí, sem var eitt af einkennum Fjölnisstafsetn -
ingarinnar, ekki táknaður í uppskriftinni þótt hann sé að finna í Fjölni. Dæmi:
<heimsendanna>, <sannleikurinn> (4), <þeim> (5), <þeirra> (10), <þeir> (11),
<heitinn>, <þeim>, <heim> (14), <Þeir> (15), <eins> (25), <eiga> (36), <heitið>
(39). Stundum er j einnig sleppt í uppskriftinni úr hljóðasamböndunum ke, ge þar
sem það er í frumriti. Dæmi sem ég fann: <gefum>, <viðurkenna>, <ekkert>
(11), <gómhljóðakervisins> (34), <skel> (36), <gefinn> (39). Annað: <sjerlegan>
(í frumriti: <sjerlegann>) (5).
Í seinni þættinum um stafsetningu í Fjölni (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:55–
67) fann ég eftirfarandi dæmi: <heima> (í frumriti: <heíma>) (58), <stafsetning-
ar þættinum> (í frumriti: <stafsetníngar þættinum>) (62), <ruglingji> (í frum-
riti: <ruglíngji>) (65).
Ég hef ekki borið uppskriftir ritgerða Sveinbjarnar saman við eiginhandarrit
hans en þær virðast vera vandaðar.
Bókin er fallegur gripur og fer vel í hendi. Á kápu er skemmtileg mynd Hall -
gríms Helgasonar af Konráði Gíslasyni, Sveinbirni Egilssyni og Rasmusi Rask.
Umbrot texta er smekklegt og hæfir vel efninu. Á bls. 127–130 er gagnleg
atriðisorðaskrá sem auðveldar leit.
Prentvillur eru sárafáar. Á bls. xxx ætti „/á, ó, æ, au/“ ekki að vera skáletrað.
Ekki ætti að vera bandstrik í „Lærdómslista-félagsins“ og „Landsuppfræðingar-
félagsins“ á bls. xxxi. Á bls. lii snúa seinni tilvitnunarmerki tvisvar öfugt. Á milli
orðanna „Fjölnir“ og „Sunnanpóstinum“ á bls. xxxiii virðist vera aukabil. Auk þess
má geta að nefna hefði mátt ártal þar sem vísað er í tímaritið Ármann á Alþingi á
bls. xiv. Í nmgr. 28 á bls. xliii kemur fyrir skammstöfunin „Aths.“ sem ekki er skýrð
nánar en vísar líklega til seinni ritgerðar Sveinbjarnar um stafsetningu.
Ritið Fjölnisstafsetningin mun koma að gagni við rannsóknir á stöðlun máls og
stafsetningar á 19. öld. Fengur er í ritgerðum Sveinbjarnar sem hér birtast í fyrsta
sinn og til hægðarauka að hafa á sama stað allar mikilvægustu greinar um Fjölnis -
stafsetninguna frá þessum tíma. Bókin á örugglega eftir að nýtast vel í kennslu og
er forvitnileg fyrir alla sem áhuga hafa á íslensku máli og stöðlun þess á 19. öld.
Gunnlaugur Ingólfsson, fyrrverandi rannsóknardósent á orðfræðisviði Árna stofn -
unar, á heiður skilinn fyrir þessa vönduðu útgáfu.
Ritdómar196