Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - aug 2019, Qupperneq 20

Ljósmæðrablaðið - aug 2019, Qupperneq 20
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 ÚTDRÁTTUR Samkvæmt lögum frá 1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir skal starfrækja ráðgjöf um getnaðarvarnir meðal annars á sjúkrahúsum lands- ins. Slík ráðgjöf hefur verið starfrækt síðan 1997 á kvennadeild Landspítalans. Tilgangur rann- sóknarinnar var að skoða komur og notkun getn- aðarvarna meðal kvenna sem komu í ráðgjöfina á tuttugu ára tímabili, 1997-2017. Gagnasöfnun byggðist á skráðum gögnum. Skoðaðar voru komur kvenna í ráðgjöfina á árunum 1997-2016 m.t.t. aldurs, fjölda koma (nýkoma og endurkoma) og tegundar getnaðarvarna. Gagnagreining byggð- ist á lýsandi tölfræði. Á tímabilinu voru alls 3726 komur eða að meðaltali 186 komur árlega. Flestar komur voru meðal kvenna á aldrinum 15-24 ára. Konur sem voru 19 ára og yngri völdu fyrst og fremst pilluna (51,1% - 67,7%) og síðan hormóna- sprautuna (22,6% - 33%). Konur á aldrinum 20-34 ára völdu mest hormónasprautuna (34% - 50,7%) og síðan pilluna (18,1% - 23,2%) en lykkjur (koparlykkjur 20,4% - 33,3% og hormónalykkjur 22,3% - 31,4%) voru algengastar meðal kvenna 35 ára og eldri. Fáar konur völdu hormóna- plásturinn (0-3,3%) og hormónahringinn (0-5,9%) sem getnaðarvörn. Þegar leið á tímabilið voru langtímagetnaðarvarnir, sérstaklega horm- ónastafur, algengari valkostur. Á tímabilinu varð breyting á vali kvenna á getnaðarvörnum og undir lok þess fóru þær í vaxandi mæli að velja langtímagetnaðarvörn. Nýrri getnaðarvarnir eins og hormónahringur og hormónaplástur voru mun síðri valkostir meðal kvenna borið saman við pilluna sem fyrir löngu síðan er búin að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. Lykilorð: Ráðgjöf, getnaðarvarnir, valkostir, konur ABSTRACT According to the law from 1975 about counseling and information regarding sexuality and childbearing, termination of pregnancy and sterilization, a contraceptive counseling service should among other places be provided in the hospitals. Such a counseling service has since 1997 been provided for women in the Women´s Unit at the Landspitali University Hospital. The purpose of this study is to explore the development of contraceptive use among women who attended the counseling service during these twenty years, 1997- 2016. Data collection was based on registered data. Women who attended the counseling service during the years 1997-2017 were explored regarding age, number og visits (first and return visits) and type of contraception. Data analysis is based on descriptive statis- tics. During the period there were totally 3726 visits on the average 186 visits annually. Women who attended the service were mostly in the age group 15-24 years old. The younger women (19 or younger) mostly chose the oral contraception (51,1% - 67,7%) and secondly the hormonal injection (22,6% - 33%). Women in the age group 20-34 ye- ars old mostly chose the hormonal injection (34% - 50,7%) and secondly the oral contracep- tion (18,1% - 23,2%) but intrauterine devices (copper IUD 20,4% - 33,3% and hormonal IUS 22,3% - 31,4%) were mostly chosen by women who were 35 years old and older. Few women chose the hormonal patch (0-3,3%) and the hormonal ring (0-5,9%). In the final quar- ter of the period women were mostly choosing long-actiong reversible contraception, mostly the hormonal implant. During the period observ- able changes took place regarding contraceptive choices by women where long-acting reversi- ble contraception were more frequently chosen by women in the last part of the period. Newer contraceptives like the hormonal ring and the hormonal patch were less acceptable to women than the oral contraception which established itself long time ago in the Icelandic society. Keywords: Counseling, contraceptive methods, choices, women INNGANGUR Sérstök móttaka í formi ráðgjafar um getnaðarvarnir hófst 20. mars á Landspítalanum árið 1997. Höfundur þessarar greinar hefur frá upphafi og fram til dagsins í dag sinnt ráðgjöf á móttökunni og telur mikilvægt í ljósi tuttugu ára starfsemi að greina frá nokkrum þáttum hennar. Að þróun hennar stóð þverfaglegt teymi með sérmenntuðum hjúkrunar- fræðingi, ljósmæðrum og fæðinga-og kvensjúkdómalæknum. Unnið var að gerð skráningareyðublaðs, kynningar- og fræðsluefni þróað og útbúnar verklagsreglur. Móttakan var einkum ætluð konum sem sótt höfðu um þungunarrof á kvennadeild Landspítalans og stúlkum 20 ára og yngri. Lagalegur rammi frá árinu 1975 var til staðar fyrir ráðgjafar- þjónustuna. Í þeim lögum kemur fram að gefa skuli fólki kost á fræðslu og ráðgjöf varðandi kynlíf og barneignir og sérstaklega um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra. Slíka ráðgjafarþjónustu skal veita á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum (Lög um ráðgjöf... nr. 25/1975). Á móttökunni hefur verið lögð áhersla á hugmyndafræði ráðgjafar um getnaðarvarnir. Sú ráðgjöf er skilgreind sem gagnkvæm samskipti sem fela í sér að veita upplýsingar, gefa skjólstæðingi tækifæri til að greina frá áhyggjum sínum, hvað honum er mikils virði varðandi val á getnaðarvörn og geta spurt spurninga (Weisman o.fl., 2002). Ráðgjöf hjálpar fólki að velja á milli valkosta og ákveða með notkun getnað- arvarna ásamt því að fylgja valinu eftir. Um er að ræða tvíhliða tjáskipti og felur í sér að fræða skjólstæðinginn til að hann geti tekið upplýsta ákvörðun. Í ráðgjöfinni er komið inn á viðhorf, þekkingu, reynslu og heilsufar sem getur auðveldað eða hindrað ákvörðun um val á getnað- arvörn (IPPF, 2004; Sóley S. Bender, 2012; Spain, 1988). Ráðgjöf snýst RÁÐGJÖF UM GETNAÐARVARNIR Á KVENNA- DEILD LANDSPÍTALANS Í 20 ÁR PROVISION OF CONTRACEPTIVE COUNSELLING OVER 20 YEARS IN THE WOMEN´S UNIT AT THE LANDSPITALI UNIVERSITY HOSPITAL R I T R Ý N D F R Æ Ð I G R E I N FYRIRSPURNIR: ssb@hi.is Sóley S. Bender, prófessor og sérfræðingur í kynheilbrigði. Hjúkrunar- fræðideild, Háskóli Íslands og kvenna- deild, Landspítali Háskólasjúkrahús

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.