Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Side 26

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Side 26
26 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 þá væri Höfuðdagurinn og það boðaði nú lukku að fæðast þá. Amma hlær þegar ég viðurkenni að hafa aldrei áður heyrt um Höfuðdaginn og útskýrir fyrir mér að því hafi verið trúað að börn kæmu gjarnan í heim- inn þann daginn, enda hafi fæðingardeildin verið yfirfull. Amma lýsir því að hún hafi bæði legið á bekkjum á mjóum gangi og inni á baði vegna plássleysis og að það hafi sífellt verið að færa hana til og frá. Hún var svo þreytt að í hvert skipti sem hún lagðist niður steinsofnaði hún og að sóttin (eins og hún orðar það sjálf, en ég áttaði mig síðar á að er enn notað í dag) hefði alveg dottið niður þegar hún kom á spítalann. Hún rifjar upp að einu sinni hafi ljósmóðir staðið yfir henni og sagt við einhvern að hún skildi nú ekkert hvað væri að þessari konu, að í hvert sinn sem hún leit á hana væri hún sofandi. Hún var ekki tekin inn á stofu fyrr en undir morgun 29. ágúst en þá var fæðingin aftur komin í gang. Aðspurð segist hún ekki alveg muna hvernig þetta var og að hún hlyti að hafa verið svæfð aftur þá, „maður var nú ekkert spurður held ég“. Hún segir margt starfsfólk hafa verið á þönum á svæðinu og ekki hafi verið ljóst hverjir væru aðstoðarmenn, hjúkrunarkonur eða ljósmæður. Hún sagði þetta mikið ópersónulegra en þegar hún fæddi heima. Hún lá sængurleguna á sjúkrahúsinu í u.þ.b. viku og var þá á átta manna stofu. Börnin voru höfð í sérherbergi og var þeim rúllað til mæðranna á morgnanna í „heimsókn“. Feðurnir komu einnig í stuttar heimsóknir. Hún rifjar upp atvik sem er henni minnisstætt en þá hafði hún legið fyrir í fjóra daga. Hjúkrunarkona fór að spyrja hana um hægðir og hún játaði því að ekkert væri komið, en að hún væri viss um að þetta mundi ganga vel ef hún fengi að standa upp og ganga á klósett. Hjúkrunarkonan var nú ekki viss með það og fór og spurði einhvern í æðri stöðu um leyfi, sem fékkst. Þegar móðirin gekk eftir ganginum á salerni sagði hún að þetta hafi skotgengið hjá sér, enda skelfileg tilhugsun að fara á bekken. Sögurnar tvær sem amma mín sagði mér endurspegla vel þær miklu breytingar sem áttu sér stað í barneignarþjónustunni á Íslandi á stuttum tíma, en Kvennadeild Landspítalans opnaði í sama mánuði og eldri drengurinn fæddist. Mér þykir því áhugavert að bera saman fæðingarnar tvær með tilliti til þessara breytinga, en einnig að bera þær saman við fæðingar dagsins í dag. Það er auðvelt að dæma og gagnrýna út frá nútímaþekkingu mörgum áratugum síðar en fólk var eflaust að gera það sem þótti best á þeim tíma og konur urðu fyrir áhrifum frá hvor annarri, tíðarandanum og virtust fylgja straumnum. Þar virðist amma mín ekki undanskilin en frásögn hennar af þessum fæðingum og því sem á eftir kom einkenn- ast af reglum og hugmyndum sem margar hverjar mætti líklegast kalla úreltar í dag. Að sjálfsögðu koma þarna fram atriði sem stinga mann en eru hluti af tíðarandanum og þeim viðhorfum sem voru til staðar þá. Sem dæmi má nefna að faðirinn hafi ekki verið þátttakandi í fæðingunni, að feður hafi einungis fengið að koma í stuttar heimsóknir á spítalann eftir seinni fæðinguna og að börnin voru höfð í sérstöku herbergi, aðskilin frá foreldrum sínum. Það eru önnur atriði sem stinga mig meira og mér þykir vert að skoða nánar. Þar finnst mér standa upp úr að þarna var á ferðinni heilsuhraust móðir sem leið vel á meðgöngu og af frásögninni að dæma virðast fæðingarnar hafa farið vel af stað, en einhverra hluta vegna var hún svæfð. Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug til að ímynda mér hvernig fæðingin hafi farið fram með meðvitundarlausri móður. Einnig það að ákveðið var að láta ekki reyna á brjóstagjöf vegna ummæla læknis um gamalt lungnavandamál sem var úr sögunni einhverjum árum áður. Þar finnst mér læknisfræðileg nálgun allsráðandi þar sem leitað er að því óeðlilega og áhersla lögð á það frekar en að leita að því heilbrigða og eðlilega og ganga út frá því að brjóstagjöf mundi ganga vel. Í tímamóta skýrslunni Changing a childbirth sem gefin var út árið 1993 af Heilbrigðisráðuneytinu í Bretlandi voru þrjú lykilhugtök í umönnun kvenna í barneignarferlinu skilgreind. Þau voru: stjórn á aðstæðum (e. control), samráð (e. choice) og samfella í þjónustu (e. continuty of care) (DoH, 1993). Þessi grundvallarhugtök hafa frá þeim tíma verið notuð í hugmyndafræði ljósmóðurnáms á Íslandi (Ljós- mæðrafélag Íslands, 1998, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Hildur Kristjáns- dóttir, Berglind Hálfdánsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir, 2018) og mér finnst sérlega áhugavert að velta fyrir mér samfellu í þjónustu þar sem það atriði virðist hafa skipt ömmu miklu máli þegar kemur að upplifun fæðinganna tveggja. Hún talaði um að á spítalanum hefði hún hitt svo marga að hún náði ekki sambandi eða tengingu við neinn, hvorki í fæðingunni né sængurlegunni. Í fyrri fæðingunni hafði hún náð að mynda samband við ljósmóðurina fyrir fæðinguna en einnig sinnti hún henni í sængurlegunni. Ljósmóðirin náði greinilega að vinna sér inn traust móðurinnar sem sagðist upplifa sig afar örugga í hennar höndum og talar um hana af mikilli virðingu og hrifningu. Í útgefnum bæklingi frá Ljósmæðrafélagi Íslands (1998) þar sem fjallað um hugmyndafræði ljósmæðra kemur fram að ljósmæður skuli nálgast barneignarferlið sem lífeðlislegt ferli og að þær beri ábyrgð á því að styðja við og styrkja það ferli. Einnig að hafa skuli samráð við konuna sjálfa og leitast við að mynda við hana samband sem felur í sér virðingu og traust. Með móður sína sem fyrirmynd sem eignaðist fimm börn heima án inngripa velti ég því fyrir mér að líklega hefði amma ekki þurft mikla fræðslu og hvatningu til öðlast trú og sjálfstraust til að ákveða að fæða barnið án þessarar svæfingar. Ég upplifi frásögnina hennar þó frekar þannig að hún hafi aldrei velt því fyrir að sér að hún hefði mikið val eða yfir höfuð eitthvað um þetta að segja. Þetta var bara eitthvað sem tíðkaðist og er kannski lýsandi fyrir það hvað umhverfi og menning hefur mikið að segja. Ég hugsa að umhverfið, s.s. hvað er í gangi í samfélaginu og fæðingasögur og skoðanir kvennanna í kring hafi mikil áhrif á konur í sínu barneignarferli enn í dag. Með tilkomu Internetsins og sérstak- lega samfélagsmiðla hefur upplýsingaflæðið og áreitið líklega aldrei verið meira. Því held ég að ljósmæður þurfi enn í dag að huga að því hvaðan konur fái sínar upplýsingar og hugmyndir. Þær eru í mikilvægri aðstöðu og hafa tækifæri til að beina konum á æskilegt lesefni, skapa umræðuvettvang og virkja gagnrýna hugsun gagnvart upplýsingum sem eru í orðræðunni. Í siðareglum ljósmæðra sem gefnar voru út af alþjóðasamtökum ljósmæðra og íslenskar ljósmæður nota, kemur fram að ljósmæður valdefli konur í barneignarferlinu m.a. með því að hvetja þær til að taka upplýstar ákvarðanir og styðja þeirra ákvarðanir og hjálpa konum þannig að vera virkir þátttakendur í eigin barneignarferli (ICM, 2008, Ólöf Ásta Ólafsdóttir og félagar, 2018). Það sem mér finnst jákvætt við frásögn ömmu minnar er hvað hún hefur góða upplifun af fæðingunum og tekur margoft fram hve heppin hún hafi verið að fá að vera svo heilsuhraust og hvað þetta gekk allt saman vel. Hún virðist ekki líta af eftirsjá til baka á t.d. svæfinguna eða það að hafa farið á mis við brjóstagjöf og telur þetta hafa verið réttar ákvarðanir. Út frá hennar hugmyndum og þekkingu virðist hún upplifa sínar fæðingar sem eðlilegar fæðingar. Þegar allt kemur til alls er það kannski aðalatriðið og mikilvægustu skilaboðin fyrir mig sem verðandi ljósmóður. Samtal okkar ömmu fór fram við upphaf fyrsta ársins míns sem ljós- móðurnemi. Eftir að hafa lokið því námsári og öðlast klíníska reynslu sé ég vissulega hvað tímarnir eru breyttir, en einnig hve merkilega margt er líkt með fæðingarsögum ömmu minnar og nútímafæðingum. Þó að inngripin í eðlilegt ferli séu ekki þau sömu í dag og þau voru í heimafæðingu fyrir 70 árum síðan, eru þau þó enn hluti af því sem í okkar menningu þykir eðlilegt og má þar nefna mænurótardeyfingu sem dæmi. Því þykir mér mikilvægt að ljósmæður haldi sífellt áfram að fræða og styðja konur og stuðla að því að þær taki upplýsta ákvörðun varðandi eigin fæðingu, óháð því hvað tíðkast hverju sinni. HEIMILDIR DOH (Department of Health). (1993). Changing childbirth. The Report of the expert maternity group. London: HMSO for the Department of Health. ICM (International Confederation of Midwives). (2008). International code of ethics for midwives. Sótt af http://internationalmidwives.org/assets/uploads/documents/CoreD- ocuments/CD2008_001%20V2014%20ENG%20International%20Code%20of%20 Ethics%20for%20Midwives.pdf Ljósmæðrafélag Íslands. (1998). Hugmyndafræði og stefna. Sótt af https://www. ljosmaedrafelag.is/Assets/%C3%9Atg%C3%A1fa/lmfistefnumotun.pdf Olafsdottir, O.A., Kristjansdottir, K., Halfdansdottir, B., Gottfredsdottir H. (2018). Midwifery in Iceland: From vocational training to university education, Midwifery, 62, 104-106. https://doi.org/10.1016/j.midw.2018.03.021

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.