Ljósmæðrablaðið - Aug 2019, Page 27
27LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019
F R É T T I R
HEILBRIGÐISSPJALL:
UPPLÝSINGAR TIL ERLENDRA KVENNA
Í fyrra sótti ég um styrk hjá Heilbrigðisráðuneytinu í þeim tilgangi
að veita fræðslu til kvenna af erlendum uppruna um íslenska heilbrigð-
iskerfið, réttindi skjólstæðinga og heilsueflandi hegðun. Í samstarfi við
Samtök kvenna af erlendum uppruna var fræðslan haldin á 3ja mánaða
fresti á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og vegna eftirspurnar var
eitt námskeið haldið aukalega í Reykjanesbæ. Yfir 120 konur frá 25
löndum mættu á námskeiðin. Í þessum fjölbreyttu hópnum voru bæði
konur sem voru nýfluttar til Íslands ásamt konum sem höfðu búið hér
í mörg ár.
Efnisinnihaldið var sérstaklega mótað fyrir erlendar konur og þarfir
þeirra. Fræðslan fór fram á ensku og þátttakendur voru hvattir til að
taka þátt í umræðu. Tvenns konar spjall var í boði: Almennt heilbrigðis-
spjall og um barneignarþjónusta á Íslandi. Í heilbrigðisspjallinu var
farið yfir skipan heilbrigðiskerfisins, réttindi sjúklinga, réttindi til
túlkaþjónustu, sjúkratryggingar, ráðleggingar varðandi hreyfingu og
mataræði, andlega líðan, kynbundið ofbeldi og áreiðanlegar vefsíður
með upplýsingum um þjónustu og úrræði. Í spjallinu um barneignar-
þjónustu var rætt um allt ofangreint auk þess sem fjallað var menntun
og stefnu íslenskra ljósmæðra, skipulag mæðraverndar, mismunandi
fæðingarstaði og menningarmun í barneignarþjónustu milli landa sem
oft á tíðum er mjög mikill.
SÉRSTAKAR FRÆÐSLUÞARFIR ERLENDRA KVENNA
Eins og margir heilbrigðisstarfsmenn vita þá geta erlendar konur
staddar hérlendis verið með sérstakar fræðsluþarfir. Fyrst og fremst eru
það tungumálaörðugleikar sem koma í veg fyrir fullnægjandi fræðslu
eða hreinlega eðlileg samskipti. Því er mikilvægt að tryggja túlkaþjón-
ustu og hvetja konur til að tjá sig og spyrja spurninga. Eins er mikil-
vægt að sýna konum áreiðanlegar vefsíður og fræðslubæklinga sem til
eru á þeirra tungumáli eða þá allavega á ensku.
Skortur á D-vítamíni er vandamál (eins og hver sólarsveltur
Íslendingur kannast við) sem getur leitt til sjúkdóma eins og iktsýki og
krabbameina. Nægileg inntaka af D-vítamíni styður kalsíum upptöku
til að vernda bein og vöðva, styrkir ónæmiskerfið, hjálpar við frumu-
vöxt, dregur úr vöðvabólgu, stjórnar blóðþrýstingi og kemur í veg
fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Í stuttu máli þá er D-vítamín mikil-
vægt og konur af erlendu bergi brotnar sem eru með dekkri hörund
og búa á Íslandi framleiða minna D-vítamín en áður vegna færri
sólarstunda (t.d. vætusumarið skelfilega 2018). Mikilvægt er því að
fræða um D-vítamínríkt fæði (s.s. mjólkurvörur, lax, egg) og einkenni
D-vítamínsskorts (t.d. beinþynning eða tíð beinbrot, breyting á vöðva-
styrk, breytingar á skapi, langvarandi verkir, þreyta, minnkað þrek og
óútskýrð ófrjósemi). Einnig er mikilvægt að hvetja konur til að fara
reglulega í krabbameinsskimun. Vegna skorts á upplýsingum og óvissu
eru erlendar konur ólíklegri til að panta tíma hjá Krabbameinsfélaginu.
Kynbundið ofbeldi var sérstaklega rætt, en konur af erlendum
uppruna eru taldar viðkvæmur hópur þegar kemur að kynbundnu
ofbeldi. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2016, leituðu
konur frá 39 löndum til Kvennaathvarfsins. Hlutfall erlendra kvenna
er hærra í Kvennaathvarfinu en úti í samfélaginu. Erlendar konur eiga
síður tengslanet fjölskyldu og vini en íslenskar konur og eiga því í
færri hús að venda séu þær beittar ofbeldi á heimilum sínum. Sökum
tungumálaörðugleika, fordóma og fjárhagslegs vanda, hafa konur af
erlendum uppruna oft takmarkaðan aðgang að félags- og heilbrigð-
isþjónustu og húsnæði. Margar hverjar vinna í láglaunastörfum eða
eru atvinnulausar þrátt fyrir að þær séu með góða menntun frá sínum
heimalöndum. Það getur reynst erfitt að fá þá menntun og hæfni metna
sem leiðir til þess að þær fá ekki vinnu við sitt hæfi. Kerfisbundið
ofbeldi felur í sér mismunun og áhrif á heilsufarslega þætti (t.d. vegna
húsnæðis, fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og atvinnu). Erlendar
konur eru mun líklegri til þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi sökum
þeirra viðkvæmu félagslegu stöðu.
Margar konur sem flytja til Íslands eru einar og í þeirra menn-
ingarheimi gæti verið mikil áhersla lögð á stórfjölskyldu og samfé-
lagið. Í fræðslunni höfum við rætt mikið um upplifun þeirra að vera
innflytjendur. Vegna berskjaldaðrar stöðu þeirra er mikil hætta á félags-
legri einangrun, kvíða og þunglyndi.
Það hefur verið mjög gefandi að veita þessa mikilvægu fræðslu til
kvenna af erlendum uppruna. Ég hef kynnst mörgum konum og finnst
alltaf bæði gaman og erfitt að heyra sögur þeirra. Ég tala mjög opið um
mína eigin upplifun af að vera innflytjandi á Íslandi og mína erfiðleika.
Á sama tíma hvet ég konurnar til að byggja upp stuðningsnet í nýja
landinu, læra íslensku, sækja sér menntun eða starf sem er í samræmi
við hæfileika þeirra og halda áfram að læra og láta sig dreyma.
Edythe L. Mangindin, ljósmóðir
frá Bandaríkjunum af filipeyskum uppruna
Edythe ásamt heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur og Angelique Kelley
formanni W. O. M. E. N. Samtaka kvenna af erlendum uppruna.