Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Side 28

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Side 28
28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 Miðvikudaginn 30. janúar fór fram ánægjulegur atburður þegar Emma Marie Swift varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði sem á íslensku nefnist: Efling eðlilegra fæðinga á tímum tæknivæð- ingar. Tækifæri og áskoranir á Íslandi. Vörnin fór fram í Hátíðasalnum og andmælendur voru dr. Ellen Blix prófessor við Osló Metropólitan Háskólann í Noregi og Alexander K. Smárason prófessor við Heilbrigðisvísindadeild Háskólans á Akureyri. Leiðbeinendur Emmu voru Helga Gottfreðsdóttir prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Helga Zoega prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Markmið doktorsritgerðarinnar var að auka þekkingu á því hvernig megi stuðla að jákvæðu hugarfari til eðlilegra fæðinga á tímum mikillar notkunnar tækni og inngripa í fæðingar. Ritgerðin samanstendur af fjórum rannsóknum. Sú fyrsta byggir á gögnum úr Fæðingarskrá Íslands frá 1995-2014 sem sýndu að mikil aukning var á framköllun fæðinga og utanbastdeyfingum á rannsóknartímabilinu, en tíðni keisaraskurða og áhaldafæðinga stóð í stað. Í næstu rannsókn var alþjóðlegur spurningalisti notaður til að skoða samband milli fæðingarótta og viðhorfa til notkunar á inngripum í fæðingu, en lítill fæðingarótti og mikið öryggi varð- andi eigin fæðingarþekkingu jók líkur á að vilja náttúrulega eða eðlilega fæðingu. Í þriðju rannsókninni var gerð kerfisbundin samantekt á íhlutandi rannsóknum um fæðingarótta og að lokum var íhlutun þróuð með foreldrahópum í meðgönguvernd til að styrkja jákvætt viðhorf til eðlilegra fæðinga. Við samanburð kom í ljós að fæðingarótti foreldrahópanna sem tóku þátt rannsókninni minnkaði ekki ef miðað var við hefðbundna meðgönguvernd, en hann lækkaði meðal þeirra kvenna sem ekki sóttu önnur námskeið til hliðar við meðgönguverndina. Almennt kom fram í ályktunum að rannsóknirnar sýndu að þekking kvenna á fæðingum og fæðingarótti hefði mikil áhrif á viðhorf kvenna til inngripa í fæðingum. Enn fremur, til að fækka inngripum í barneignarferlinu, þurfi að styrkja þá þætti í meðgönguvernd sem takast á við fæðingarótta, auki öryggi og eigin þekkingu kvenna eða foreldra á eðlilegum fæðingum. DOKTORSVÖRN EMMU MARIE SWIFT F R É T T I R Rúnar Vilhjálmsson, Helga Zoega, Alexander K. Smárason, Emma, Ellen Blix, Herdís Sveinsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.