Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 5
BYGGJUM RÉTTLÁTT ÞJÓÐFÉLAG 1. MAÍ 2020 Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í viðbrögðum við Covid faraldrinum og við skulum líka vera fyrirmynd í því hvernig við byggjum okkur upp að nýju. Við viljum byggja réttlátt þjóðfélag. Við skulum einsetja okkur að eftir eitt ár verði búið að útrýma atvinnuleysi í stórum stíl með góðum og öruggum störfum. Að hér hafi verið sköpuð ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Við höfum styrkt innviðina og sameiginlegar grunnstoðir. Að við getum horft stolt til baka og séð að lífskjörin voru varin, jöfnuður og jafnrétti höfð að leiðarljósi og komið í veg fyrir að reikningnum væri velt yfir á heimilin. Um þetta sameinumst við í dag – á baráttudegi verkalýðsins. ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og minnir á baráttu- og skemmtiþátt í tilefni 1. maí á RÚV kl. 19.40 í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.