Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 26
Við þurfum meira
á hlátri að halda en
nokkru sinni fyrr.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Ãsta er hláturambassador sem vekur athygli á hláturjóga og kostum þess að stunda það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrsti sunnudagur í maí er alþjóðlegur hláturdagur. Við lifum á krefjandi tímum og
þurfum á andlegum og líkamleg-
um styrk að halda. Á þessum degi
sameinast hláturjógaiðkendur um
allan heim í hlátri án tilefnis og
vilja með því minna okkur öll á að
hláturinn stuðlar að bættri heilsu,
hamingju og friði,“ segir Ásta
Valdimarsdóttir, hláturambassa-
dor og hláturjógakennari.
Í hláturjóga er hlegið án tilefnis.
„Það er engin þörf fyrir utanað-
komandi áreiti eða vaka til að geta
hlegið. Aðeins viljinn til að hlæja
þarf að vera fyrir hendi. Byrjað
er að hlæja af ásetningi og fljót-
lega verður hláturinn eðlilegur,
græskulaus og flæðir sjálfkrafa,“
upplýsir Ásta.
Hún segir fyrir löngu sannað að
hlátur sé mikil heilsubót.
„Hlátur gefur okkur aukinn
styrk, bæði andlega og líkam-
lega. Hann má nota sem tæki til
örvunar ýmissa hvata sem skapa
vellíðan og má líkja við áhrif af því
að fara út að ganga, stunda hvers
konar hreyfingu og að syngja í
kór.“
Hláturinn líka alvarlegur
Upphafsmaður hláturjóga er
indverski læknirinn Dr. Madan
Kataria. Hann stofnaði fyrsta
hláturklúbbinn í mars 1995 ásamt
konu sinni Madhuri og þremur
vinum þeirra. Síðan hafa þau
unnið ötullega að því að kynna
hláturjóga um heimsbyggðina.
„Smám saman rennur hláturinn
saman við betri lífsstíl. Gleðin
sem vaknar við það að hlæja
verður hvatning til jákvæðra
hugsana og gjörða: Hvað vil ég fá
út úr lífinu? Hvernig hugsa ég um
líkama minn? Á hverju næri ég
hann? Hvernig næri ég huga minn?
Eru hugsanir mínar jákvæðar?
Hvernig get ég bætt líðan mína
og samskipti við sjálfan mig og
annað fólk? Hvar þarf ég að taka til
og hvernig geri ég það svo að mér
finnist að vel fari?“ segir Ásta um
margt af því sem hláturiðkendur
vakna til umhugsunar um.
Ásta var búsett í Noregi þegar
hún ákvað að sækja sér kennslu-
réttindi í hláturjóga.
„Ég hafði þá heyrt viðtal við sál-
fræðinginn Fransisku M. Johansen
sem hafði opnað dagblað um borð
í f lugvél og séð þar fulla blaðsíðu
af hlæjandi Indverjum. Hún varð
svo hrifin að hún fór til Indlands
til að læra fræðin og ég lærði af
henni,“ segir Ásta sem í dag er eini
starfandi hláturjógakennarinn á
Íslandi.
Hún hitti Dr. Madan Kataria
fyrst í eigin persónu árið 2003 og
svo aftur 2004 þegar þau hjónin
komu til Íslands á vegum Lækna
með húmor.
„Hlátur er líka alvarlegt mál. Ég
fór á hláturleiðbeinandanámskeið
hjá Dr. Kataria í París 2006. Þar var
maður sem hafði nýverið misst
konuna sína og sjálf fór ég grátandi
á námskeiðið því ég hafði nýlega
gengið í gegnum mjög erfiðan
skilnað og fékk systur mína sem
bjó í Lúxemborg til að koma með
til halds og trausts. Ég fór svo
aftur ári seinna á námskeið til Dr.
Kataria á Mallorca, til að ná því
sem ég hafði ekki náð árið á undan
en þá hafði hláturmeðferðin gert
sitt gagn og mér leið miklu betur,“
segir Ásta og brosir að minn-
ingunni.
Hún segir Dr. Kataria frekar
alvarlegan að sjá þótt stutt sé í
hláturinn.
„Fæstir tryðu því að hann væri
mikill hláturjógamaður ef þeir
sæju hann úti á götu en hann
leggur mikla áherslu á hlátur til
heilsubótar og hefur sannreynt
það sjálfur,“ segir Ásta sem sjálf
hlær sér heilsubótar.
„Að eðlisfari er ég alvarleg og
áhyggjufull og ef slíkt hellist yfir
mig nota ég hlátur. Það er ótrúlegt
hvernig hann breytir samstundis
tilfinningum og hugarástandi.
Þetta er mín leið en hver og einn
þarf að upplifa heilandi mátt hlát-
ursins á sjálfum sér.“
Má hlæja á erfiðum stundum
Ásta þjálfar hláturleiðbeinendur
sem fara með hláturjóga í alls kyns
hópa; á fundi, ráðstefnur, í heilsu-
geirann, afmæli og hvers kyns
samfundi.
„Það er ákaflega vinsælt og
ef fólk vill gera eitthvað sem er
heilsusamlegt, bætir og kætir, þá
biður það um hláturjóga. Sjálf hef
ég ekki mikinn húmor, þótt hann
hafi batnað mikið síðan ég fór að
stunda hláturjóga, en mér finnst
kostur að í því þurfi ekki að hafa
brandara á takteinum. Dr. Kataria
byrjaði með brandara en svo
varð fólk uppiskroppa með góða
brandara og fór að segja móðgandi
brandara í staðinn en það þótti of
langt gengið. Þá datt honum í hug
að nota hláturæfingar og þær eru
ótrúlega góðar. Fólk trúir því varla
að hægt sé að hlæja út af engu en
hláturjóga skapar græskulausa
gleði,“ segir Ásta.
Hún segir ekki út í hött að
hláturjóga snúist um „fake it until
you make it“.
„Maður getur ákveðið eigið
hugarástand en ekki breytt hugar-
ástandi annarra ef þeir vilja það
ekki. Við erum alltaf að berjast við
okkur sjálf og hvernig okkur líður.
Því kalla ég það að geta hlegið
guðsgjöf og manni líður alltaf vel
með fólki sem hlær af gleði. Það er
svo engin skömm að því að hlæja á
erfiðum stundum. Kona ein spurði
hvað hún ætti að gera þar sem hún
færi alltaf að hlæja í jarðarförum.
Ég sagði henni að hlæja áður en
hún færi í jarðarförina því hlátur-
inn hennar snerist um að losa um
streitu og uppsafnaða spennu.
Sumir gráta og það er losun líka, en
mín reynsla er sú að þegar ég hlæ
fæ ég orkuna til baka en þegar ég
græt verð ég þreytt á eftir.“
Ásta segir hláturjógað hafa
breytt sér og sýn sinni á lífið.
„Þeir sem þekktu mig áður
hefðu ekki trúað því að ég færi út
í hláturkennslu því ég var alltaf
svo mikið til baka sem krakki. Ég
hafði þó eina ástríðu sem ég brann
fyrir og það var söngur. Ég lærði
því að syngja og tók kennarapróf
úr Söngskólanum sem var mjög
góð undirstaða fyrir það að kenna
hláturjóga því þá hafði ég komist
í gegnum þann hjalla að standa
fyrir framan fólk og opinbera mig.“
Hlátur styrkir ónæmiskerfið
Á tímum samkomubanns býður
Dr. Madan Kataria upp á ókeypis
hláturjógatíma á netinu. Hann
segir Alþjóða hláturdaginn hugs-
aðan til að vekja athygli á heilsu,
hamingju og heimsfriði í gegnum
daglega iðkun hláturjóga.
„Í dag þurfum við meira á hlátri
að halda en nokkru sinni. Slagorð
okkar er: „Við hlæjum ekki vegna
þess að við erum hamingjusöm;
við erum hamingjusöm vegna þess
að við hlæjum“,“ segir Dr. Kataria.
Á tímum COVID-19 sé
hláturjóga öflug tækni sem heldur
huganum jákvæðum.
„Með hláturjóga getum við
hlegið lengur og meira en við
annars mundum gera og jafnvel
lengur en okkur langar til að hlæja.
Hlátur er alþjóðlegt tungumál
og án landamæra. Þannig hefur
hláturklúbburinn teygt anga sína
til f leiri en 110 landa og tengt
saman fólk af ólíkum þjóðum og
menningu,“ upplýsir Dr. Kataria.
Á meðan á heimsfaraldrinum
hefur staðið hafa tugþúsundir gert
hláturæfingar með fjölskyldunni
heima í stofu og nýtt sér ókeypis
hláturjógatíma Dr. Kataria í
gegnum Zoom og Skype.
„Aðeins tíu til fimmtán mínútna
hláturjógaæfingar geta dregið úr
streitu, haldið okkur jákvæðum
og styrkt ónæmiskerfið. Hlátur og
öndunaræfingar veita líka aukið
súrefni til lungnanna, styrkir
ónæmiskerfið og ver okkur fyrir
sýkingum,“ segir Dr. Kataria.
„Ég hvet alla sem geta að fara út
fyrir dyr eða út á svalir klukkan
13.30 á sunnudag og teygja hendur
til himins, hlæjandi í bæn eða
ósk um góða heilsu, gleði og frið í
heiminum.“
Nánar á laughteryoga.org og Face
book undir Hláturjóga á Íslandi.
Fór grátandi á hláturnámskeið
Alþjóðlegi hláturdagurinn verður haldinn á sunnudag. Þá eru landsmenn hvattir til að fara út,
teygja hendur til himins, hlæjandi í bæn eða ósk um góða heilsu, gleði og frið í heiminum.
Ásta með Sif Ingólfsdóttur, Dr. Madan Kataria og konu hans, Madhuri.
Frá græskulausri hláturjógastund við þvottalaugarnar í Laugardal 2016.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
FLOTT SUMARFÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R