Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Sjúkraliðafélag Íslands hefur verið til í 54 ár og varð stéttarfélag árið 1991. Félagið gætir að hagsmunum sjúkraliða í hvívetna. Það hefur nýlokið við að ganga frá kjarasamningum sem marka tímamót í starfsumhverfi sjúkraliða, en vinnutímastytting fyrir sjúkraliða er mikilvæg leið til að tryggja framtíð heilbrigðis­ kerfisins. Það er þó enn mikið starf fyrir höndum til að tryggja stétt sjúkraliða sýnileika, endurnýjun og viðurkenningu á sérþekkingu sinni. „Við erum fimm á skrifstofu félagsins og við sinnum kjara­ samningum og réttindamálum sjúkraliða, gefum út tímarit, sjáum um umsýslu menntasjóða og höldum utan um orlofskosti,“ segir Sandra B. Franks, sem er á öðru ári sínu sem formaður félagsins. „Nú erum við búin að ljúka nær öllum samningum og þar náðum við nokkrum árangri.“ Tímamótasamningar „Kjarasamningarnir í ár marka ákveðin tímamót varðandi vinnu­ tíma sjúkraliða og bæta starfs­ umhverfi þeirra verulega,“ segir Sandra. „Um 90% allra sjúkraliða eru í vaktavinnu, sem er ákveðinn álagsþáttur, og vegna þess hvað starfið reynir mikið á hefur fólk ekki ráðið við að vera í fullu starfi, heldur er það yfirleitt í 75­80% starfshlutfalli. Sjúkraliðar líta svo á að 80% vinnuframlag á þessum vöktum jafngildi 100% starfi og þetta hefur verið helsta baráttu­ mál stéttarinnar í mjög langan tíma. Þetta var okkar meginkrafa í kjarasamningum og með mikilli samvinnu annarra stéttarfélaga náðist hún í gegn. Þetta gerir það að verkum að starfsumhverfi sjúkraliða verður betra og segja má að þetta sé ákveðinn áfangasigur sem komi til með að skila miklu í framtíðinni. Launahækkun er í samræmi við Lífskjarasamninginn og munu mánaðarlaun hækka að meðal­ tali um 90­100 þúsund krónur á samningstímanum,“ útskýrir Sandra. „Þá kom inn í samningana heimildarákvæði um viðbótar­ laun vegna álags, sem er hægt að grípa til þegar sjúkraliðar eru undir mikilli pressu, eins og til dæmis núna á tímum COVID­19. Þetta veitir heimild til að umbuna sjúkraliðum fyrir að fara í gegnum tímabundna álagspunkta. Við gerðum bókun um við­ bótarmenntun fyrir sjúkraliða, sem er gríðarlega mikilvægt fyrir þessa stétt, sem hefur metnað til að bæta við sig þekkingu. Félag­ ið hefur lengi barist fyrir þessu,“ segir Sandra. „Vonir standa til að það verði hægt að hrinda þessari námsleið í framkvæmd á háskóla­ stigi og bjóða diplómanám fyrir sjúkraliða svo þeir geti sérhæft sig enn frekar. Þetta er meginkjarninn í samn­ ingunum og við teljum þá stéttinni til framdráttar,“ útskýrir Sandra. „Hins vegar er það aldrei svo að allar kröfur náist í gegn. Ég lít svo á að við náðum ekki lengra að þessu sinni. En svo eru það lífeyrismálin sem á sínum tíma voru tekin af fólki í almannaþjónustu. Það á eftir að bæta okkur þá skerðingu.“ Ósýnileg en mikilvæg stétt „Sjúkraliðar gegna lykilstörfum í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sandra. „Oft og tíðum áttar fólk sig ekki á því hve mikilvægt faglegt starf sjúkraliðar vinna öllu jöfnu á sjúkrahúsum, heilbrigðisstofn­ unum, heilsugæslum og í heima­ hjúkrun, en fjölbreytileikinn er mjög mikill. Sjúkraliðar hafa lengi verið ósýnilega stéttin, en þeir sinna þeim sem þurfa nærhjúkrun. Það eru sjúkraliðar sem veita sjúklingum viðeigandi aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Þeir sjá til þess að sjúklingurinn nærist og fylgjast með útskilnaði, hvíld, hreyfingu og meta ástand hjá viðkomandi. Þeir aðstoða við almennt hreinlæti, böðun, munn­ hirðu og fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan. Sjúkraliðar hjálpa þannig sjúklingum með allar grunnþarfir sem þeir ráða ekki við sjálfir, svo þeir eru í raun augu og eyru sjúklinganna sem þeir sinna. Án sjúkraliða gæti heilbrigðis­ kerfið ekki virkað,“ segir Sandra. „Sjúkraliðar eru jafnan í mikilli samvinnu og samskiptum við hjúkrunarfræðinga og í raun er hjúkrunarþjónusta tengd þessum tveimur stéttum órjúfanlegum böndum. Sjúkraliðar eru því alltaf lykilhlekkur í teymi sem tryggir öryggi og gæði hjúkrunar. Ásamt því að sinna fólki við allar athafnir daglegs lífs miðla þeir þekkingu með því að gefa ráð og leggja mat á heilsu og ástand sjúklinga frá degi til dags. Við metum þróunina og í samstarfi við hjúkrunarfræðinga metum við hvort gera þurfi breytingar á hjúkrunaráætlun,“ segir Sandra. „Þessi vinna er oft vanmetin og margir átta sig ekki á mikilvægi þessarar grundvallarþjónustu og halda jafnvel að hjúkrunarfræð­ ingar sinni verkefnum sjúkraliða. Þess vegna þarf að árétta mikil­ vægi okkar, bæði fyrir almenning og ekki síður innan heilbrigðis­ kerfisins.“ Verða að fá viðurkenningu „Sjúkraliðar búa yfir mikilli þekkingu eftir nám sitt. Námið hefur þróast mikið frá því það var fyrst sett á laggirnar og er nú mjög hagnýtt. Fyrir vikið eru sjúkra­ liðar mjög færir í ýmsum flóknum hjúkrunarverkefnum og geta sinnt mjög krefjandi hjúkrun,“ segir Sandra. „Sjúkraliðar búa líka yfir yfirgripsmikilli þekkingu á líkamsstarfsemi, en sumir innan heilbrigðiskerfisins gera sér ekki grein fyrir því hversu gríðar­ lega þekkingu sjúkraliðar fá úr náminu, því það hefur breyst svo mikið. Þegar nánustu samstarfsfélagar gera sér ekki grein fyrir faglegri hæfni sjúkraliða er hætta á að þeir séu vanmetnir og þeim sé ekki treyst,“ segir Sandra. „Það veldur auknu álagi hjá þeim fagstéttum sem vinna saman og getur leitt til kulnunar. Því er mikilvægt að almenn þekking á færni sjúkraliða sé til staðar innan heilbrigðis­ kerfisins og þeir séu metnir að verðleikum og njóti viðurkenn­ ingar.“ Góður tími til að vera með „Það eru um 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi um þessar mundir og meðalaldur stéttarinn­ ar er hár, 47 ár,“ segir Sandra. „Það er skortur á þessu vinnuafli innan kerfisins og því er mjög mikilvægt að ráðast í markvissar aðgerðir til að fjölga í stéttinni, hvort sem það er með sértækum aðgerðum eða í samvinnu við skóla og heilbrigðis­ stofnanir. Það eru um 4.400 manns sem hafa lokið prófi og hafa gild leyfis­ bréf sem sjúkraliðar, svo það er um helmings brottfall,“ útskýrir Sandra. „Við verðum að reyna að halda betur utan um okkar fólk. Þó að eitthvert brottfall sé eðli­ legt er þetta of mikið. Ein leið til þess er að bjóða sjúkraliðum upp á viðbótarnám, en með því að bjóða upp á slíka námsleið er hægt að auka sérhæfingu sjúkraliða, sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á að þeir haldist í stéttinni. Þá fellur sú námsleið að áherslum stjórnvalda, þar sem til stendur að bjóða upp á námsleiðir sem draga úr færnibili á vinnumarkaði og mæta þörfum atvinnulífsins fyrir menntað starfsfólk í undir­ mönnuðum starfsgreinum, eins og til dæmis með fagháskólanámi í heilbrigðisgreinum. Starf sjúkraliðans hefur ekki þótt aðlaðandi, meðal annars vegna vinnutímans, en núna erum við að fá breytingu á honum og almennt betra starfsumhverfi, svo það hefur sjaldan verið betri tími til að slást í hóp sjúkraliða,“ útskýrir Sandra. „Ég er bjartsýn að eðlisfari og ég leyfi mér því að segja að það séu bjartari tímar fram undan hjá okkar stétt.“ Sandra segir að það hafi sjaldan verið betri tími til að slást í hóp sjúkraliða en nú, en nýju kjarasamningarnir koma til með að breyta vinnutímanum og tryggja almennt betra starfsumhverfi til framtíðar. Hún telur að það séu bjartari tímar fram undan hjá stéttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sjúkraliðar búa yfir mikilli þekkingu og eru mjög færir í ýmsum hjúkrunarverkefnum. Þeir búa líka yfir yfirgrips- mikilli þekkingu á líkamsstarfsemi. Án þeirra gæti heilbrigðiskerfið ekki virkað. Oft og tíðum áttar fólk sig ekki á því hve mikilvægt, faglegt starf sjúkraliðar vinna öllu jöfnu á sjúkra- húsum, heilbrigðisstofn- unum, heilsugæslum og í heimahjúkrun. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.