Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 4
850 er fjöldi vinnustunda sem Davíð Þór Björgvinsson varði samkvæmt tíma- skýrslu í gerðardómsstörfin. LYFSALINN GLÆSIBÆ Álfheimum 74 104 Reykjavík Sími 517 5500 www.lyfsalinn.is lyfsalinn@lyfsalinn.is OPNUNARTÍMI Mán.- fös. kl. 08:30-18:00 Laugardaga: Lokað GLÆSIBÆ Þú hringir í síma 517 5500 eða sendir póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Fáðu lyn send frítt heim DÓMSTÓLAR Davíð Þór Björgvins­ son landsréttardómari, sem sat í gerðardómi í þremur málum um sölu eignaumsýslufélagsins ALMC á hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail, viðraði hugmyndir við deilendur í málunum um að hann fengi greiddar allt að sextíu millj­ ónir króna í þóknun fyrir störf sín í dómnum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Þeim hugmyndum, sem voru kynntar aðeins um tveimur vikum áður en niðurstaða í málunum lá fyrir, var hins vegar hafnað af máls­ aðilum með harðorðu bréfi, að sögn þeirra sem þekkja vel til málsins, en þeir töldu tillögur gerðarmannsins keyra fram úr hófi. Eins og greint var frá í Frétta­ blaðinu í síðustu viku fékk Davíð Þór greiddar samanlagt tæpar þrjá­ tíu milljónir króna fyrir störf sín í gerðardómi í umræddum málum en hann sinnti þeim að stórum hluta samhliða embættisstörfum sínum fyrir Landsrétt. Ákvörðun í málunum þremur, sem voru rekin fyrir gerðardómi í einu lagi, var kveðin upp um miðj­ an síðasta mánuð en Davíð Þór var skipaður gerðarmaður til þess að fara með málin af dómstjóra Hér­ aðsdóms Reykjavíkur um mitt ár 2016. Þess má geta að um sex mán­ uðir liðu frá því að munnlegum málf lutningi í málunum lauk þar til ákvörðunin lá fyrir. Í kjölfar þess að tillögu Davíðs Þórs um allt að sextíu milljóna króna þóknun var hafnað lagði hann til, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að þóknunin yrði alls um fjörutíu milljónir króna auk virðisaukaskatts. Þeirri tillögu var jafnframt tekið fálega af máls­ aðilum. Hann lagði í kjölfarið fram tíma­ skýrslu sem hann hafði tekið saman vegna gerðardómsstarfanna undan­ farin þrjú og hálft ár en þar sagðist hann hafa varið samtals ríf lega 850 klukkustundum í málin. Til­ lagan að tímagjaldi sem hann bar þá undir málsaðila hljóðaði upp á um 35 þúsund krónur án virðis­ aukaskatts, eftir því sem heimildir Fréttablaðsins herma, og var hún samþykkt með semingi. Auk áðurnefnds kostnaðar af störfum gerðarmanns nam kostn­ aður vegna tveggja matsgerða sem unnar voru vegna málsins, undir­ mats og yfirmats, samanlagt yfir fjörutíu milljónum króna. Samkvæmt reglum um aukastörf dómara er dómurum að meginreglu óheimilt að taka að sér önnur störf samfara dómarastörfum. Frá því getur þó nefnd um dómarastörf veitt undanþágu, rétt eins og hún gerði í tilfelli Davíðs Þórs, en í svari nefndarinnar við fyrirspurn blaðs­ ins í síðustu viku sagði að nefndin hefði tekið upp þá vinnureglu við gildistöku nýrra dómstólalaga nr. 50/2016 að heimila almennt nýjum dómurum að ljúka þeim auka­ störfum sem þeir hefðu haft á hendi þegar þeir voru skipaðir. Þeir lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við nefna að þó svo að það hafi tíðkast í gegnum tíðina að dóm­ arar tækju að sér ýmis aukastörf, svo sem í gerðardómi, samhliða hefðbundnum dómarastörfum, þá þekkist það ekki að aukastörfin séu það umfangsmikil og tímafrek að endurgjald fyrir þau nemi á heild­ ina litið tugum milljóna króna. hordur@frettabladid.is kristinningi@frettabladid.is Höfnuðu hugmynd um allt að sextíu milljóna króna þóknun Deilendur í gerðarmáli um sölu ALMC á LS Retail höfnuðu hugmyndum gerðarmannsins Davíðs Þórs Björgvinssonar landsréttardómara um allt að sextíu milljóna króna þóknun. Þrjátíu milljóna króna þóknun var samþykkt með semingi. Kostnaður vegna matsgerða í málinu nam yfir fjörutíu milljónum. F E R ÐAÞJ Ó N U S TA Heildar f jöldi greiddra gistinátta var 55 pró­ sentum færri í mars í ár en í fyrra. Fækkunin kemur helst fram í gisti­ nóttum sem bókaðar eru í Airbnb eða álíka síðum, þar nemur hún 65 prósentum. Þá fækkaði gistinóttum á hótelum um 54 prósent og á gisti­ heimilum um 48 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Greiddar gistinætur í mars voru um 322 þúsund en 711 þúsund í fyrra. Flestir sem greiða fyrir gistingu á landinu gista á hótelum en þar voru greiddar gistinætur 175.400 í mars. Um 62 prósent voru á höfuðborgarsvæðinu eða 108 þús­ und sem er fækkum um 52 prósent. Samdráttur í gistinóttum á hót­ elum var mestur á Suðurnesjum, 62 prósent, en í öllum landshlutum nema á Austurlandi fækkaði þeim um meira en 50 prósent. Á Austur­ landi fækkaði þeim um 29 prósent. Á tólf mánaða tímabilinu frá apríl 2019 til mars 2020 fækkaði gisti­ nóttum um þrjú prósent sé miðað við sama tímabil ári áður. Heildar­ fjöldi gistinátta á síðustu tólf mán­ uðum var um 4.331.000. – bdj Gistinóttum fækkar mjög Kostnaður af störfum Davíðs Þórs Björgvinssonar landsréttardómara í gerðardómi nam um þrjátíu milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID-19 Vinnumálastofnun áætlar að greiða út samtals tólf milljarða króna vegna atvinnuleysistrygg­ inga aprílmánaðar nú um mánaða­ mót. Þetta kemur fram í svari Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumála­ stofnunar, við fyrirspurn Frétta­ blaðsins. Alls fá 18 þúsund einstaklingar greiddar atvinnuleysistryggingar samkvæmt almennum lögum á næstu dögum, 30 prósent þeirra eru sjálfstætt starfandi og 70 pró­ sent eru launamenn. Af þeim tólf milljörðum sem greiddir verða út eru áætlaðir 7,7 milljarðar vegna umsókna um minnkað starfshlut­ fall eða vegna hlutabótaleiðarinnar svokölluðu og 4,3 milljarðar vegna almennra atvinnuleysistrygginga. Í gær höfðu borist rúmlega 37 þúsund umsóknir um greiðslu vegna minnkaðs starfshlutfalls og segir Unnur ljóst að fækka muni í þeim hópi á næstunni vegna þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til. Meðal þess sem kynnt var í þriðja aðgerðapakka stjórnvalda vegna COVID­19 síðastliðinn mánudag var þátttaka ríkisins í greiðslu hluta uppsagnarfrests fyrirtækja sem misst hafa að lágmarki 75 prósent af tekjum sínum vegna faraldursins. Þá hefur 4.210 manns verið sagt upp störfum í hópuppsögnum nýlega, þar af um helmingur, eða 2.140 hjá Icelandair. Samanlagt hafa 51 fyrirtæki tilkynnt hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar. Flest fyrirtækin sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir starfa í ferðaþjónustu eða tengdum grein­ um. En einnig fyrirtæki í öðrum greinum, til dæmis Eimskip. – bdj Greiða tólf milljarða í atvinnuleysisbætur Unnur segir að fækka muni í hópi þeirra sem eru í minnkuðu hlutfalli. STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði óheppilegt hve langan tíma hefði tekið að koma veitingu brúarlána til fyrirtækja í framkvæmd, í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Sex vikur eru liðnar síðan Alþingi samþykkti frumvarp um brúarlán og aðrar aðgerðir vegna heimsfarald­ ursins og áhrifa hans á atvinnulífið. Veiting lánanna er ekki ekki hafin og laut fyrirspurn Sigmundar til fjármálaráðherra að þessum töfum. „Það er rétt sem háttvirtur þing­ maður segir að það er nokkuð um liðið síðan Alþingi afgreiddi lagaleg­ an grundvöll þess úrræðis og það er sömuleiðis talsvert síðan ég undir­ ritaði samning við Seðlabankann um framkvæmd þessa úrræðis. En nú er sem sagt í lokafrágangi sam­ komulag milli Seðlabankans og fjármálafyrirtækjanna um þann enda málsins og ég get svo sem sagt fyrir mitt leyti að það er óheppilegt að þetta hafi tekið þennan tíma en þó ekki kannski orðið mikið tjón af því,“ sagði fjármálaráðherra. Samkomulag Seðlabankans við viðskiptabankana lýtur til dæmis að skilyrðum fyrir ríkisábyrgð, undir hvaða kringumstæðum hún geti fallið niður og hvernig ganga eigi úr skugga um að skilyrði fyrir lánunum og ríkisábyrgð séu upp­ fyllt. Ráðherra skipaði í gær þriggja manna nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd lánveitinga með ríkisábyrgð til fyrirtækja. Nefndina skipa Einar Páll Tamimi, formaður, Kristrún Heimisdóttir og Ásta Dís Óladóttir. – aá Töf á afgreiðslu brúarlána óheppileg Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur ekki mikið tjón af töfinni. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 50 lík fundust í vörubíl í New York Útfararstjóri í Brooklyn neyddist til að færa 50 lík í vörubíl án kælingar vegna plássleysis. Gangandi vegfarendur hringdu í lögregluna vegna óþefs. 2 Finnur og Guðmundur láta af störfum hjá Högum Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, munu láta af störfum hjá Högum. 3 Víðir hvetur samnings aðila SÍS og Eflingar til að semja Víðir Reynis son hvatti samnings­ aðila Eflingar og Sam band ís­ lenskra sveitar fé laga til að leysa deilu sína sem fyrst. 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.