Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 20
Það er ekki vinsæl
skoðun að kalla
þetta bumbubolta en þannig
félög eru að taka ákvarðanir
um kvennabolta, barna- og
unglingastarf.
Viðar Halldórsson,
formaður FH
Í Þ R Ó T T I R Viða r Ha l ldór sson
formaður aðalstjórnar FH og
stjórnarmaður í ECA, hagsmunafls
knattspyrnufélaga í Evrópu sem
samanstendur af 200 félögum víða
um álfuna, vill að íþróttahreyfingin
vinni hraðar og skilvirkar. Aðspurð
ur um hvað framtíðin beri í skauti
sér fyrir íþróttafélögin segir Viðar
að höggið sem íþróttafélög séu að
verða fyrir sé nánast rothögg.
„Mín sýn á forystufólk í íþrótta
hreyf ingunni er kannski öðruvísi
en margra annarra. Mér finnst þetta
orðið svo flatt einhvern veginn. Mér
finnst, hvort sem þetta heitir hand,
fót, eða körfubolti, eða hvaða nafn
sem íþróttin heitir, að fólk hafi
skoð an ir en láti þær aldrei í ljós. Það
er bara haldið kjafti og þagað. Það er
eins og f latneskjan ráði för og mér
finnst þetta vera að versna.“
Í þinggerð KSÍ frá síðustu ársþing
um má sjá að knattspyrnu forystan
hefur verið einkar léleg að tjá sig
á þingunum. Það er þó nóg tuðað
bak við tjöldin. Umsjónar menn
út varps þáttarins fótbolta.net hafa
bent á að nóg sé rætt við þá um
þetta og hitt, en enginn þori að stíga
fram. Þess má geta að auk Viðars
tóku til máls á síðasta ársþingi tveir
aðrir fulltrúar um tug milljóna tap
sambandsins.
„Í ECA er vissulega stór stjórn,
en þar eru ákvarðanir teknar af
allra stærstu félögunum. Þessir
stóru ráða, en hugsa um leið vel
um litlu félögin. Stóru félögin
hafa þek k ing una, peningana
og manna f lann. Það v irðist
ekki vera svipað hér á Íslandi.
Það þarf að sjálfsögðu að huga vel
að félögunum úti á landi en það er
hellingur af félögum sem er tekið
tillit til. Það er ekki vinsæl skoðun
að kalla þetta bumbubolta en
þannig félög eru að taka ákvarð
anir um kvennabolta, barna og
unglingastarf og ýmislegt f leira.
Mér finnst eins og það sé verið að
taka of mikið tillit til þeirra.“
Viðar segir að hann hefði viljað sjá
meiri hraða í þeirri vinnu sem hefur
verið í gangi varðandi íþróttirnar.
„Manni finnst að í svona ástandi
eins og hefur verið að menn þurfi að
leggja mikið á sig og vinna hlutina
hraðar. Almannavarnatey mið
okkar, þríeykið okkar til dæmis.
Það var sett í það fólk sem þekkir
málin. Hópurinn er lítill sem mér
finnst að íþróttahreyfingin ætti að
horfa til. Í íþróttum eru allir með
puttana í þessum málum. ÍSÍ, KSÍ,
HSÍ, KKÍ, ÍBR, íþróttabandalög og
héraðssambönd.
Hér eru ákvarðanir teknar of seint
því ég efast um að stóru félögin á
Íslandi láti litlu félögin út á klaka ef
það þarf að ákvarða eitthvað. Það er
hreinlega ekki í eðli manna.“
Viðar hefur verið formaður FH
frá 2008 og setið í aðalstjórn síðan
2003. Hann var einnig formað
ur knattspyrnudeildarinnar um
árabil. Erfitt er að finna reynslu
meiri stjórnunarmann í íslensku
íþróttalífi. Hann segir tímana nú
vera verri en tímana eftir hrun.
„Það eru auðvitað miklir erfið
leik ar hjá félögunum í landinu og ég
held að félögin, hvort sem þau heita
FH eða hvað, þá held ég að félögin
hafi skoðað sín mál miklu miklu
bet ur eftir þetta kjaftshögg. Þetta er
reynd ar meira en kjaftshögg, þetta
er nánast rothögg. Að hluta til voru
menn í allt of miklu kapphlaupi yfir
einhverju sem þeir héldu að væri en
of margir og þar á meðal við, ég dreg
ekkert okkur út úr þessu, erum búnir
að vera í rússí bana sem er erfiður og
búnir að semja um of mikil útgjöld.
Þetta högg mun setja menn á jörðina
aft ur og ég held að menn séu að sjá
að það þurfi að breyta þessu og gera
hlutina öðruvísi.
Núna held ég að það komi meiri
samstaða. Það var oft eins og
hver væri í sínu horni og héldu að
þeir væru með svo f lott módel og
enginn mætti þar með vita hvernig
þeir gerðu hlutina. En ég held að
menn sjái að félögin eiga margt
sameiginlegt sem fari saman.“
benediktboas@frettabladid.is
Vill hraðari og skilvirkari
vinnubrögð á erfiðum tímum
Einn reynslumesti stjórnarmaður íþróttafélaga á Íslandi, Viðar Halldórsson, formaður FH, segist vilja
sjá færri taka ákvarðanir um íþróttir á þessum skrítnu tímum. Hann vill þó að fleiri láti ljós sitt skína
og finnst flatneskja ráða för. Betra sé að þegja og halda bara kjafti. Viðar sér meiri samstöðu hjá félögum.
ÍÞRÓTTIR Íþróttaráð Kópavogs hefur
óskað eftir nánari upplýsingum frá
Breiðabliki sem hækkaði gjaldskrá
hjá áttunda f lokki í knattspyrnu,
sem eru yngstu iðkendur knatt
spyrn unnar. Í samantekt yfir gjald
skrárbreytingar æfingagjalda hjá
íþróttafélögum í bænum frá síðasta
ári kemur fram að í langf lestum
tilfellum hefur verið haldið að sér
höndum þegar kemur að gjald
skrár hækkunum æf ingagjalda
milli ára og er íþróttaráð ánægt
með íþróttafélögin í bænum. Þó vill
íþrótta ráð fá nánari upplýsingar
frá borðtennisdeild HK og tiltekins
hóps hjá Gerplu, án þess að taka
fram hvaða hópur það sé. Þá vill
ráðið fá upplýsingar frá Breiðabliki
vegna körfuboltadeildarinnar og
áttunda flokksins.
Áttundi f lokkur er börn fædd
árin 20142016 sem æfðu þrisvar í
viku hjá Blikunum í vetur. Blikar
eru með gríðarlega fjölmennt yngri
f lokka starf og greiddu þjálfurum,
leikmönnum og yfirstjórn yfir
300 milljónir í laun á síðasta ári,
samkvæmt ársreikningi félagsins.
Blikar fengu 115 milljónir í æfinga
gjöld samkvæmt sama reikningi
sem var mikil aukning frá fyrra ári
þegar komu inn 88 milljónir í sömu
gjöld. – bb
Hækka gjaldskrá
yngstu iðkenda
Íþróttastarf fer senn af stað að nýju eftir að hafa legið í dvala síðan kórónaveiran kom hér upp. Viðar vill snarari
handtök innan íþróttahreyfingarinnar og finnst flatneskjan vera látin ráða ríkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Blikar hækkuðu gjaldskrá yngstu
iðkenda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
FÓTBOLTI Bæjarráð í Fjarðabyggð
hefur samþykkt að leggja nýtt
gervigras í höllina og tók verð
tilboði frá Metatron á Polytan
Ligaturf RS 240 gervigrasi sem
kostar um 40 milljónir króna.
Verð tilboðið miðast við að geta
endurnýtt gúmmípúðana undir
vellinum og 70 prósent af því
gúmmíi sem er á vellinum fyrir.
Á heimasíðu Polytan kemur fram
að akademía Liverpool hafi stólað
á alveg eins gras. John Owens, fyrr
verandi stjóri akademíunnar segir
í samtali við síðuna að hann sé
mjög ánægður með grasið og það
hafi verið akkúrat eins og þeir hafi
óskað sér.
Þá kemur einnig fram að Stuttgart
hafi tekið grasið í notkun árið 2017
á æfingavellinum sínum.
Í út tek t sem K SÍ gerði á
Fjarðabyggðarhöllinni fyrir kom
andi tímabil kom í ljós að gervi
grasið var orðið mjög slitið, það
voru víða göt á því og viðgerðir sem
hefur verið farið í sköpuðu hættu.
Fjöldi ljósa var óvirkur, nokkur
sæti í stúkunni brotin og ekki var
nægjanlegur fjöldi sæta í þeim
búningsklefum sem tilheyra knatt
spyrnuhöllinni. Úttektin var gerð
af Víði Reynissyni, sem þá var verk
efnastjóri hjá KSÍ.
Leiknir kom öllum á óvart og
vann 2. deildina en liðinu var spáð
falli fyrir tímabilið af þjálfurum
liðanna á fótbolta.net. Liðið endaði
með 46 stig, stigi meira en Vestri og
tveimur stigum meira en Selfoss.
Talað var um eitt af knattspyrnu
ævintýrum sumarsins. – bb
Leiknismenn feta í fótspor Liverpool-akademíunnar
Leiknir kom öllum á óvart og vann
2. deildina en liðinu var spáð falli.
MYND/AUSTURFRÉTT GUNNAR
FÓTBOLTI Joe Anderson, borgar
stjóri í Liverpool, er hræddur við
hópa myndun í borginni þegar
Liverpool fær titilinn afhentan, en
liðið er með 25 stiga forystu þegar
níu leikir eru eftir. Anderson segist
óttast að þúsundir stuðningsmanna
muni f lykkjast á Anfield til að
fagna. Enska úrvalsdeildin stefnir
á að hefja leik að nýju áttunda
júní. „Jafnvel þó áhorfendum verði
ekki hleypt inn þá munu þúsundir
safnast saman fyrir utan Anfield.
Líka þó leikið verði á öðrum leik
vangi. Lögreglan hefur áhyggjur
og ég líka, því þetta er erfið staða.
Ég tel að það yrði mjög erfitt fyrir
lögregluna að hafa hemil á fólki og
fá það til að halda fjarlægð. Þetta
gæti endað með ósköpum,“ segir
Anderson, sem finnst að réttast væri
að hætta keppni og krýna Liver
pool meistara. „Þeir hafa klárlega
unnið deildina og eiga skilið að fá
meistaratitilinn. Það ætti að krýna
þá meistara. En heilsa og öryggi
fólks er það mikilvægasta,“ segir
Anderson. – bb
Óttast fögnuð í
Liverpool-borg
Liverpool er með 25 stiga forystu
á toppi enska boltans og á níu leiki
eftir. MYNDIR/GETTY
1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT