Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 10
Ég tel að íbúar þessa lands séu gáfaðir. Ég held ekki að þeir muni kjósa vanhæfan mann. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna BANDARÍKIN Ráðstafanir um fjar­ lægð ar viðmið vegna COVID ­ 19 fa ra ldu r sins renna út í Banda ríkj unum í dag. Donald Trump  Bandaríkjaforseti segir að hann muni ekki framlengja þeim þar sem þær séu komnar á könnu ríkis stjóranna. „Ég vil ekki að fólk venjist þessu,“ sagði Trump á blaðamannafundi. „Ég vil að nýja normið sé það sem það var fyrir þremur mánuðum.“ Í viðtali við fréttastofu Reut ers fyrr í vikunni sakaði Trump Kínverja um að notfæra sér COVID­19 farald­ urinn til að hindra endurkjör hans í nóvember. „Þeir nota stöðugt almannatengsl til að láta eins og þeir séu saklausir,“ sagði hann um kínverska stjórn mála menn í viðtalinu. Þá  hélt Trump  því fram að við­ brögð Kínverja við faraldrinum væru sönnun þess að þeir svifust einskis til að láta hann tapa kosn­ inga baráttunni gegn Joe Biden í haust. Sagði Trump að Kín verjar styddu Biden í þeirri von að hann myndi af létta þeim viðskipta­ höftum sem Trump hefur í stjórnar­ tíð sinni sett á Kína. Hv ít a hú sið hef u r sk ipað leyniþjónustu Bandaríkjanna að rannsaka hvort kínversk stjórnvöld og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi leynt upplýsingum um uppruna veirunnar. Ummæli Trumps koma í kjölfar þess að nýjustu skoðanakannanir sýna að Biden er kominn með forskot í kosningabaráttunni. Forsetinn gaf lítið fyrir þessar kannanir og sagðist ekki trúa á þær. „Ég tel að íbúar þessa lands séu gáfaðir. Ég held ekki að þeir muni kjósa vanhæfan mann.“ Á sama tíma hrósaði Jared Kus hn­ er, tengdasonur og einn helsti ráð­ gjafi Trumps, viðbrögðum Banda ­ ríkja stjórnar við faraldrinum og sagði þau vera hafa borið mikinn árangur. „Ríkisstjórnin tókst á við áskor­ un ina með frábærum árangri og ég held að það þurfi að segja frá því,“ sagði Kushner í viðtali í sjónvarps­ þættinum Fox & Friends. Meira en milljón COVID­19 smit hafa greinst í Bandaríkjunum og hafa yfir 61 þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. arnartomas@frettabladid.is Trump lætur viðmið um fjarlægð fjara út Donald Trump ætlar ekki að framlengja ráðstafanir um fjarlægðarviðmið sem renna út í dag. Hann sakar Kínverja um að nýta COVID-19 faraldurinn til að klekkja á sér í kosningabaráttunni gegn Joe Biden, forsetaefni demókrata. Í Bandaríkjunum hefur New York ríki verið þungamiðja faraldursins. Þar hafa greinst yfir 305 þúsund smit og meira en átján þúsund látið lífið vegna veirunnar. Alls hafa 61 þúsund látið lífið af völdum veirunnar í Bandaríkjunum sem eru mun fleiri en þau 58 þúsund Bandaríkjamanna sem létu lífið í Víetnamstríðinu á sínum tíma. MYND/GETTY KÍNA Kínverska þjóðþingið kemur saman 22. maí næstkomandi, samkvæmt ákvörðun kommúnista­ stjórnarinnar sem var tilkynnt á miðvikudag. Venjulega kemur kínverska þingið saman seinni­ part inn í mars en tilkynnt var um seinkun á samkomudegi þings ins um miðjan febrúar þegar farald­ urinn var í hámarki í landinu. Tilkynningin þykir til marks um að ríkið hafi náð tökum á far aldr­ in um en stefnt er að því að draga úr stífum sóttvarnaaðgerðum í höfuð­ borginni Peking, en tilkynnt hefur verið að þeir sem ferðast til Peking af öðrum svæðum innan Kína muni ekki þurfa að sæta tveggja vikna sótt kví eins og áður. Tveggja vikna sóttkví mun héðan í frá einungis taka til ferðamanna sem koma frá öðrum löndum. Ákvörðunin er í sam ræmi við þróun faraldursins í Kína undanfarið en flest smit í land­ inu eru nú rakin til ferðamanna sem koma til Kína erlendis frá. Ekki kemur fram í tilkynningu kínverskra stjórnvalda hvernig form verður á fyrirhugaðri sam­ komu þingsins en venjulega kem­ ur saman hátt á þriðja þúsund full trúa allra landshluta, auk emb ætt is manna, forystumanna í kommúnistaflokknum, her for ingja í fullum skrúða og full trúa fjöl­ margra ættbálka, í þjóð bún ingum. Samkoman, sem fram fer í aðalsal Þinghússins við Torg hins himneska friðar, er mikið sjón ar spil en samtalið sjálft byggt á nákvæmum og vandlega yfirförnum handritum. Í umfjöllun New York Times er haft eftir Jean­Pierre Cabestan, stjórn málafræðingi við Háskólann í Hong Kong, að við athöfnina verði lögð áhersla á styrk Xi Jinping, áhrifamesta manns komm únista­ f lokks ins, en hann hvarf nán­ ast alveg af sjónarsviðinu meðan ástandið var verst í Wuhan. „Með fundinum vill Xi sýna að hann er enn í fullu fjöri,“ sagði Cabestan. – aá Þing kemur saman seinni partinn í maí Kínverjar fögnuðu 70 ára afmæli alþýðulýðveldisins í fyrra og risamálverk af forseta landsins var afhjúpað á Torgi hins himneska friðar. 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.