Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 16
Nú keppast óvitrir framleið-endur/seljendur óbótaefna hver um annan þveran við
að auglýsa og selja gagnslaus efni
allt frá klóri til C-vítamíns sem
varnir við kórónaveirunum.
En ekki nóg með það: Á mánu-
deginum 23. mars s.l. var langt við-
tal í Morgunblaðinu við prófessor
í augnlækningum, sem greinir frá
því að hann og lyfjafræðiprófessor
hafi sullað saman blöndu úr lýsi og
óbundnum fitusýrum í 2% þéttni.
Þetta samsull segir hann að eigi að
setja snarlega á markað sem vörn
gegn kórónaveirusmiti með því að
skola munninn og kokið með þessu
2 - 4 sinnum á dag. Smit um nef og
augu nefnir hann ekki.
Þessu til stuðnings nefnir hann
um 30 ára gamlar athuganir sem
áttu að sýna fram á veiruhemjandi
áhrif blöndu úr 0,5% fitusýrum í lýsi
í tilraunaglösum. Auðvitað segja
svona tilraunir ekkert um virkni
blöndunnar í fólki. Engar athuganir
hafa verið gerðar á áhrifum blönd-
unnar á kórónaveirurnar og niður-
stöður úr klínískum rannsóknum
vantar alveg. Þess vegna er þetta
bara ótínd snákaolía.
Jafnvel þó þessi snákaolía hefði
einhver veiruhemjandi áhrif gæti
notkun hennar valdið fölsku öryggi
þar sem hættan á smiti um nef og
augu er eftir sem áður galopin. Einnig
er ólíklegt að blandan haldist stund-
inni lengur í munnholi og koki.
Mér finnst það sorglegt að menn,
sem kenna sig við vísindi og kenna
lækna- og lyfjafræðinemum, skuli
gera sig uppvísa að kukli á borð við
þetta og ætla sér að notfæra sér það
átakanlega ástand sem nú ríkir í
þjóðfélaginu til að markaðssetja
svona samsull til þess eins að græða
á því.
Prófessorar
komnir í
kuklið
Reynir
Eyjólfsson
doktor í lyfja-
fræði
Sjaldan hefur ótti verið jafn útbreiddur um heimsbyggðina og undanfarnar vikur. Fólk ótt-
ast að það sjálft eða ástvinir þess
veikist og jafnvel deyi, við óttumst
að við sjálf og aðrir getum verið
smitberar, margir óttast atvinnu-
leysi og fátækt og ekkert okkar veit
hvernig samfélagið og heimurinn
allur mun komast út úr þessum
hremmingum. Þegar við erum ótta-
slegin er okkur eiginlegt að leita
öryggis í nánd annarrar manneskju
en fjölmargir hafa verið sviptir
þeirri hughreystingu því hún gæti
reynst hættuleg.
Mismunandi farrými
Í þessari sérkennilegu óvissuferð
má segja að við séum öll á sama
báti, vegna þess að veiran fer ekki í
manngreinarálit, en þegar kemur að
aðstæðum til að takast á við hana
erum við óneitanlega á ólíkum far-
rýmum. Ekki er t.d. hægt að líkja
hlutskipti heilbrigðisstarfsfólks við
þá sem eyða deginum í hámhorf á
Netflix. Þá njóta sumir þess að verja
auknum tíma með fjölskyldunni
í samgöngubanni og sóttkví en
öðrum stafar hætta af sínum nán-
ustu. Hinu verður ekki neitað að í
samanburði við önnur lönd erum
við Íslendingar á fyrsta farrými með
ábyrgt fólk í brúnni sem tekur mark
á vísindum og segir okkur satt.
Þegar alvarlegir erfiðleikar dynja
yfir er okkur tamt að tala um sam-
takamátt þjóðarinnar og það er að
mörgu leyti rétt. Í bráðafasa ham-
fara höfum við margsinnis fundið
og sýnt samkennd. Þegar mesta
hættan er liðin hjá, daglegt líf tekur
við og við horfum fram á breyttan
veruleika mun hins vegar reyna á
okkur á annan hátt. Við verðum öll
orðin lúin og óþolinmóð, ferðafrelsi
verður áfram skert og við vitum
ekki hversu lengi við þurfum að
sætta okkur við alls kyns hömlur.
Sumir munu taka upp þráðinn þar
sem frá var horfið en annarra bíða
fyrst og fremst áhyggjur vegna
atvinnumissis og tekjuleysis. Þegar
fótunum er fyrirvaralaust kippt
undan stórum hópum fólks þarf
ekki að undra sterk viðbrögð. Til
að bæta gráu ofan á svart getur áfall
af þessum toga virkað eins og olía á
eld gamalla áfalla sem tengjast því
að vera vanmáttugur eða beittur
órétti.
Reiðin tranar sér fram
Viðbrögð við svo erfiðum tilfinn-
ing um eru af ýmsum toga en mis-
jafn l ega gagnleg. Reiðin er dæmi
um bjargráð sem oft er gripið til því
hún hefur lag á að ýta erfiðari til-
finningum til hliðar, eins og dapur-
leika og vanmáttartilf inningu.
Kona sem missti vinnuna orðaði
þetta ágætlega í viðtali við Morgun-
blað ið þegar hún sagði: „Ég held ég
kjósi að vera frekar reið heldur en
áhyggju full. Það gefur manni þó
drif kraft.” Síðast þegar við urðum
fyrir alvarlegu samfélagslegu áfalli
varð reiðin áberandi en henni var
að einhverju leyti beint í farveg með
því að berja potta, grýta eggjum í
Al þingis húsið og ákæra bankamenn.
Að þessu sinni er sökudólgurinn
ósýn ileg veira sem mun aldrei svara
til saka eða gangast við ábyrgð sinni.
Hvað gerist þegar reiðin hefur ekkert
viðfang?
Í stuttu máli búum við það til.
Marg ir beina reiðinni að sér sjálfum;
með niðurrifi, vanrækslu eigin þarfa
eða hegðun sem veldur þeim van líð-
an. Aðrir leita að sökudólgum og þá
fjölg ar besservisserum. Kveikju-
þráð ur f lestra verður styttri og
það bitnar á fjölskyldu og vinum,
allt frá hversdagslegum pirringi
yf ir í alvarlegt of beldi. Við efnum
til illinda út af stóru sem smáu og
grípum hvert tækifæri til að hneyksl -
ast, skammast, hnýta í og böl sótast.
Síðast en ekki síst búum við til
hópa af „okkur” og „hinum”, gjarn -
an undir forystu þeirra sem sjá sér
hag í sundrungu. „Við” höt umst út í
„hina” sem geta verið sér fræð ingar,
út lend ingar, opinberir starfs menn,
lista menn, öryrkjar, atvinnu rek end-
ur, stjórnmálamenn o.s.frv. Óbeisl-
uð reiði veitir stundarfró en leysir
ekki neitt. Þvert á móti eykur hún á
van líðan og getur skapað hættulegt
ást and á heimilum jafnt sem í sam-
fél aginu.
Hvers konar fyrirmyndir
eru kjörnir fulltrúar?
Hvernig er hægt að sjá við reiðinni
og hafa á henni taumhald? Ég vísa
til allra góðra ráða varðandi streitu-
stjórnun, svefn, næringu, hreyfingu,
slökun, hugleiðslu o.fl. Til viðbótar
er mikilvægt að hver og einn líti í
eigin barm og eigi samtöl við fólk
sem kann að hlusta og horfa á bak
við reiðina, hvort sem það eru vinir,
Rauði krossinn, Geðhjálp, starfsfólk
heilsugæslunnar eða annað fagfólk.
Ég vil sérstaklega hvetja fólk sem
kemur fram á opinberum vettvangi
til að huga að eigin reiði og reyna
að sjá við henni. Þar gegna kjörnir
fulltrúar þjóðarinnar lykilhlutverki.
Þeirra vandasama verk er að leiða
okkur í gegnum hremmingarnar
og gæta ólíkra hagsmuna en í þeirri
vinnu skiptir gríðarlegu máli fyrir
geðheilsu okkar sem fylgjumst
með að við upplifum að reynt sé að
vinna saman af skynsemi, sanngirni
og gagnsæi. Fyrir viðkvæma ein-
stakl inga jafnast það á við að búa í
sundraðri fjölskyldu að horfa upp á
framgöngu fulltrúa okkar á Alþingi
og í borgarstjórn eins og hún var
í kjölfar hrunsins. Vissulega eru
stjórn málamenn undir miklu álagi
en þeir mega ekki leyfa sér að nota
ástandið sem farveg fyrir eigin
reiði eða persónulegan metnað.
Hversu ósammála sem þeir kunna
að vera þurfa þeir að vanda sig í
samskiptum og spara gífuryrðin.
Nú sem aldrei fyrr þörfnumst við
fyrirmynda sem sýna yfirvegun,
heiðarleika og auðmýkt eins og
fólkið í Skógarhlíðinni gerir alla
daga, hvað sem á dynur.
Reiðin á tímum kórónaveirunnar
Sæunn
Kjartansdóttir
sálgreinir
Fyrir viðkvæma einstakl-
inga jafnast það á við að
búa í sundraðri fjölskyldu
að horfa upp á framgöngu
fulltrúa okkar á Alþingi og í
borgarstjórn eins og hún var
í kjölfar hrunsins.
Nú á dögum veirunnar er meira um göngu- og hjóla-ferð ir um nágrennið, en
um ferð bíla hefur að sama skapi
minnk að. Því vekur það sérstaka
athygli að heyra hávært skrölt
frá stórum hluta hinna fáu bíla
sem eru á ferðinni – þeir eru enn á
nagla dekkjum í blíðunni! Og í sum-
ar þarf, svo sem endranær, að fara í
millj ónatuga endurbætur á götum
bæði í Reykjavík og Akureyri án
þess að þeir sem valda skaðanum
þurfi að borga krónu.
Í Noregi hefur um árabil verið sett
gjald á nagladekk til að bæta tjón af
völdum nagla og minnka notkun
þeirra. Þeir sem kjósa að aka um á
nagladekkjum geta það án sérstaks
gjald, en ef ekið er um stærri bæi
eða borgir þarf að greiða. Í allri Mið-
Evrópu eru nagladekk bönnuð vegna
þess að þau eru talin valda meiri
skaða en gagni. Þar er þó oft ísing á
morgnana á sléttlendi og svo snjóar
stundum mikið á fjallvegum. Sums
staðar er það skylda að hafa keðjur
meðferðis til fjalla. Ef ferðamaður
vill leigja sér bíl í Austurríki til að
aka á skíðasvæði fengi hann aldrei
bílaleigubíl á nagladekkjum, það er
einfaldlega ekki í boði.
Nú myndi einhver spyrja hvað
mið bæjar rotta úr Reykjavík sé
að belgja sig, en þá er þess að geta
að vinnu minnar vegna hef ég í
gegnum árin farið margar ferð ir
um landið að vetrarlagi á ónegld-
um dekkjum og prófað nokkrar
tegundir allt frá loftbólu-, harð-
korna-, harð skelja dekkjum yfir í
dekk með iðn að ar demöntum. Þau
síðar nefndu slógu reyndar allt út,
betri hemlun á hreinum klaka en
með nagladekkjum. Jafnt í þéttbýli
sem dreifbýli valda vatnsfylltar rásir
af völdum naglanna einnig hættu.
Alvarlegasta af leiðing óhóf legrar
nagladekkjanotkunar er hins veg ar
skerðing loftgæða. Árvisst hefur það
gerst bæði á Akureyri og í Reykjavík
að loftgæði fara langt yfir hættu-
mörk. Er það ásættanlegt að loka
þurfi leikskólabörn í Reykjavík
og Akureyri inni á lognkyrrum
dögum svo ekki sé minnst á fólk með
vandamál tengd öndunarfæri?
Naglalaus vetrardekk eru orðin
það góð að þau duga í f lestum
tilfellum. Svo er hægt að fá snjósokka
eða léttar keðjur sem auðvelt er
að setja á. Naglalaus vetrardekk
má einnig nota allt árið sem getur
verið kostur, t.d. við útleigu bíla
til ferðamanna í ævintýrahug.
Aðalatriðið er þó ávallt að haga
akstri eftir aðstæðum, ekki síst
að stilla ökuhraða í hóf, og þá má
jafnvel spyrja hvort nagla dekk veiti
í sumum tilvikum falskt öryggi.
Maður sem býr uppi á brekkunni
á Akureyri og hefur aldrei notað
nagladekk, líkti þessu við að ganga
dag lega í gúmmístígvélum ef skyldi
rigna þann daginn. Við þetta má
því bæta að eiginlega er það stílbrot
að sjá smábíla í Reykjavík, ætlaða
til innanbæjaraksturs, á svona
bún aði. Er ekki löngu tímabært
að endur skoða þetta mál með það
fyrir augum að slá á notkun nagla í
þéttbýli?
Nagladekkjaóhóf
Í baráttunni við COVID-19 hefur enginn skortur verið á hræðileg-um hugmyndum. Þar má nefna
áætlanir Andrew Cuomo, ríkisstjóra
New York, til að þvinga fanga til að
framleiða sótt hreinsi spritt launa-
laust. Lykla borðs kommúnistar
þarlend is sögðu þetta lausnina
sem markaðs hag kerf ið byði upp
á. Menn þurfa hins vegar að vera
djúpt sokknir í pólitískum kreddum
til þess að halda að ríkisvald sem
þvingar fólk í nauðungarvinnu fyrir
skipu lagða fram leiðslu endurspegli
markaðs hagkerfi.
Verðfrysting á spritti og andlits-
grímum hefur einnig borið á
góma, jafnvel að ríkisstjórnir
stilli verð niður í brotabrot af
framleiðslukostn aði. Í fljótu bragði
kann það að hljóma vel en það liggur
í augum uppi að ef verði á vöru
er haldið niðri með valdi hverfur
hvati einstakra fyrir tækja til að
breyta háttum og hefja framleiðslu
á slíkum vörum. Með lágmarksverð
og þ.a.l. lágmarksframleiðslu hvetja
stjórn völd þá sem selja vörurnar
til þess að sitja á þeim og framleiða
ekkert og skapa þar með skortinn
sem þau vildu forðast í upphafi.
Vísast er að leyfa framleiðendum
og kaupendum að ákveða verð og
stilla framleiðslu í takt við það.
Slíkt veitir samkeppnishæfustu
aðil unum tækifæri til að framleiða
það magn sem heilbrigðisstarfsfólk
og aðrir þurfa til þess að takast
á við faraldurinn. Nú þegar hafa
verkstjórar í bavarískum bílaiðnaði
og bandarískum málningar verk-
smiðjum séð hag sinn í framleiðslu á
öndunarvélum og spritti, án afskipta
þarlendra yfirvalda.
Ríkið þarf ekki að skikka máln-
ing ar framleiðendur og bíla verk-
smiðjur (eða þvinga fanga) til að
breyta framleiðslulínum og búa til
lífs nauðsynlegan hlífð ar búnað eins
og grímur og spritt. Ríkið þarf heldur
ekki að skipu leggja vöru dreif ingu
og heimsendingu til tug þús unda
manna á svipstundu.
Við njótum öll góðs af því að
fyrir nokkrum árum síðan sáu
áhættu sæknir frumkvöðlar fyrir
sér framtíð þar sem hver sem er
gæti pantað hvað sem er (og sér í
lagi mat) á Inter netinu og fengið
það sent heim að dyrum. Allir sem
hafa unnið með matvöru þekkja að
það er hægara sagt en gert að koma
henni frá býli til bæjar í góðu lagi
og hvað þá lokametrana að matar-
borð inu. Allir sem hafa unnið við
vef for ritun þekkja líka að það tek ur
marga forritara mörg ár með marg-
ar milljónir að þróa hugbúnað sem
uppfyllir kröfur almennings. Við
still um gæðakröfurnar okkar við
staf rænar vörur frá Facebook, Apple
og Amazon með sína tugi þúsunda
hug bún aðarverkfræðinga og hönn-
uði. Lítill sproti þarf að keppa við
það til að halda athyglinni okkar og
viðskiptum. Það er þeirri vinnu að
þakka að við getum núna tekist á við
faraldurinn betur en ella.
Ríkisstjórnir um allan heim
þurftu að skipuleggja ýmislegt
við upphaf árs til þess að búa sig
und ir heimsfaraldurinn. Margar
hefðu líka mátt huga að því betur
á árunum í aðdraganda veirunnar,
eins og að ganga úr skugga um nægar
birgðir fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Blessunarlega hefur þó framtak
fyrirtækja og einstaklinga dregið
úr áhyggjum um matvælaöryggi
og framleiðslu á lífsnauðsynlegum
birgðum. Því hugviti og þeirri
forsjálni megum við vera þakklát.
Það sem ríkið þarf ekki að gera
Kristófer Alex
Guðmundsson
Magnús
Skúlason
arkitekt
Blessunarlega hefur þó
framtak fyrirtækja og ein-
staklinga dregið úr áhyggj-
um um matvælaöryggi og
framleiðslu á lífsnauðsyn-
legum birgðum. Því hugviti
og þeirri forsjálni megum
við vera þakklát.
1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð