Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 18
Náttúra Norðurlanda er stór-brotin, fögur og viðkvæm en saga náttúruverndar á Norð- urlöndunum er samofin sögu tuttug- ustu aldarinnar. Nyrst í ballarhafi, þar sem veðurfar og jarðhræringar setja lífinu skorður, er vistkerfa- þjónusta náttúrunnar grundvöllur fyrir blómstrandi samfélög manna. Með hnattrænni hlýnun og fækkun tegunda henni samhliða eykst áskorunin sem felst í því að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Samkvæmt náttúruvísindanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPBES) hefur tap á lífbreytileika í vistkerfum nátt- úrunnar aldrei verið meiri. Náttúruleg búsvæði og manngerð vistkerfi sem eru rík af tegundum eru betur í stakk búin til þess að aðlagast loftslagsbreytingum. Ef gripið er til aðgerða til að styrkja líf breytileika fæst oft annar ábati í kaupbæti. Aukin líffræðileg fjöl- breytni í borgarumhverfi getur dregið úr líkum á flóðum og skapað grænna og mannvænna umhverfi sem stuðlar að betri lýðheilsu. End- urheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eykur líf breytileika um leið og dregið er úr losun eða bind- ing gróðurhúsalofttegunda aukin. Matvælaöryggi byggist að stórum hluta á líf breytileika, sem getur falist í gæðum jarðvegs á landi og í fullnægjandi fæðuframboði nytja- fisks í hafi. Umhver f isverðlaun Norður- landaráðs verða í ár veitt framtaki á sviði líffræðilegrar fjölbreytni. Verðlaunin vekja athygli á og styðja við áhrifarík verkefni sem efla góð fordæmi á Norðurlöndunum í þágu náttúrunnar. Verðlaunaféð, sem er 350.000 danskar krónur, fer til verk- efnis sem felur í sér frumlega og nýskapandi leið til þess að tryggja auðugri náttúru fyrir sameiginlega framtíð okkar. Með fókus á líffræðilega fjöl- breytni styðja umhverf isverð- laun Norðurlandaráðs við 14. og 15. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um líf í hafi og á landi. Til- kynnt verður um sigurvegara verð- launanna samhliða þingi Norður- landaráðs í Reykjavík 27. október í ár. Tekið er á móti tilnefningum til verðlaunanna til 13. maí næst- komandi á vef Norðurlandaráðs og Norræna hússins í Reykjavík. Hægt er að tilnefna aðila á borð við fyrirtæki, samtök og einstaklinga á Norðurlöndunum. Hver verð- skuldar verðlaunin að þínu mati? Verðlaunum nýskapandi verkefni fyrir auðugri náttúru Elva Rakel Jónsdóttir formaður dómnefndar umhverfisverð- launa Norður- landaráðs Fanney Karlsdóttir skrifstofustjóri umhverfisverð- launa Norður- landaráðs Á þeim f jórum milljörðum ára sem talið er að líf hafi þrifist á plánetunni Jörð hafa tegundir lífríkisins komið og farið. Fimm sinnum hafa hamfarir orðið svo miklar að nær hefur legið að allt líf hyrfi. Þessar hamfarir nefna vísindamenn aldauða hrinu (mass extinction). Hér er notast við orðið Stóridauði yfir hvert þessara fimm skeiða. Á fyrsta hamfaraskeiðinu, Ordovicium, (fyrir 439 milljónum ára) varð kuldaskeið til þess að um 70% af öllu lífi, sem þá var bundið við hafið, dó út. Um 80 milljónir ára liðu þar til annað mikið kuldaskeið, Devon, (fyrir ca 364 milljónum ára) varð til þess að aftur hvarf um 70% lífs. Næsta mikla hamfaraskeið í sögu jarðlífs var fyrir um það bil 251 milljón ára, í lok tímabils sem nefnt er Perm. Þetta var ægilegasta útgáfa Stóradauða, frá upphafi lífs á Jörðu. Allt að 95% allra lifandi tegunda hvarf. Fjórða hamfara- skeiðið tók yfir langt tímabil á milli Trias og Júra, fyrir um það bil 199–214 milljónum ára. Þá er talið að um 75% alls lífs hafi horfið. Það síðasta, og jafnframt það sem f lest- ir kannast við, var á Krítartímabil- inu fyrir um 65 milljónum ára eftir að smástirni skall á Júkatanskaga í Mexíkó. Af leiðingarnar urðu að svo mikil kólnun varð í lofthjúpi Jarðar að risaeðlurnar dóu út auk um 75% allra annarra lifandi teg- unda. Manneskjan og heljarslóð Allar þessar miklu hamfarir urðu áður en nútímamaðurinn (homo sapiens sapiens) kom til sögunnar. Hann er sú tegund sem á sér hvað stysta sögu spendýra en hefur á eftir sér langa slóð eyðingar. Kannski er það óvarlegt að líkja dauðaslóð mannsins við fyrrnefnd fimm hamfaraskeið. Hins vegar er það tæpast of mikið sagt að þótt slóðin sé jarðsögulega stutt beri hún vott um einstaka af kastagetu einnar tegundar við að láta aðrar tegundir hverfa. Forfeður okkar Íslendinga eiga þar nokkurn hlut og nægir að nefna geirfuglinn og íslandsrostunginn. Með breyttum atvinnuháttum og vaxandi borgarastétt og kap- ítalisma í Evrópu á 16., 17. og 18. öld, urðu æ f leiri tegundir að víkja og, nota bene, evrópskir útrásar- víkingar lögðu undir sig lönd og álfur með þeim af leiðingum að fjöldi þjóða hvarf einnig úr heimi hér. Í framhaldi evrópskra „landa- funda“ í Vesturheimi undir lok 15. aldar urðu allt að 90% frumbyggja Ameríku eyðingu að bráð. Ástæð- urnar voru bæði markviss fjölda- morð og sjúkdómar sem Evrópu- menn báru með sér. Enginn veit með vissu hversu margar þjóðirnar voru sem mættu þeim örlögum að hverfa og skilja eftir sig fá spor, ekki frekar en við vitum hversu margar tegundir f lóru og fánu hafa horfið fyrir tilstuðlan mannsins. Auknar langsiglingar Evrópu- manna í árdaga Nýaldar urðu til þess að sæfarendur þurftu að leggja sig mjög fram við mataröf lun á langri leið. Það er rökrétt að ætla að þeir hafi þar helst borið niður þar sem bráðin lá best við. Enda var það svo. Og menn fóru mikinn. Þannig var síðasti dúdúfuglinn drepinn á eynni Máritíus árið 1681. Hann var stór og kjötmikill, óf leygur og spakur. Sömu örlög biðu reyndar geirfuglsins í Eldey 163 árum síðar. Hann var líka óf leygur og spakur. Stellers sækýrinnar sem flatmagaði á eyjum í Beringshafi biðu sömu örlög og dúdú- og geirfugls, enda risavaxin skepna gæf og varnar- laus. Talið er að sú síðasta hafi verið drepin árið 1768 aðeins 27 árum eftir að tegundin hafði uppgötv- ast. Þessi dæmi eru eitt agnarlítið skjáskot af heljarslóð mannsins en jafnframt forboði þess sem síðar átti eftir að gerast af meiri þunga og með auknum hraða. Með mikilli fólksfjölgun á 19. og 20. öld og áherslu samfélaga á hagvöxt og neyslumenningu hefur f jölda tegunda lífríkisins verið útrýmt með beinum eða óbeinum hætti. Í mörgum tilfellum hafa vís- indamenn ekki svör við því hvað olli dauða einstakra tegunda, en þykjast þó vita að orsakir megi rekja til aðgerða mannsins. Enginn veit með vissu hversu margar teg- undir lifa á plánetunni og heldur ekki hversu margar tegundir hverfa á ári hverju. Það sem vísindamenn þykjast þó vita er að fjöldi þeirra tegunda sem hverfa árlega er marg- falt meiri en raunin væri nyti brott- hvarf þeirra ekki aðstoðar okkar manna. Ýmsir fræðimenn halda því fram að með rökum megi segja að við lifum sjötta tímaskeið Stóradauða. Árið 2008 birtist grein í vísinda- tímaritinu The Proceedings of National Academy of Sciences. Höf- undarnir voru bandarísku vísinda- mennirnir David Wake og Vance Vredenburg. Greinin nefnist ,,Are we in the midst of the sixth mass extinction?” Þar færa þeir rök fyrir því að að svo væri, að við lifum nú skeið Stóradauða. Að þessu sinni væri orsaka þó hvorki að leita í hreyfingu jarðf leka eða smástirna heldur væri nútímamaðurinn nú gerandinn. Í grein þeirra kemur fram að undir árslok 2007 hafi 41.415 dýrategundir verið á válista Alþjóða náttúruverndarsamtak- anna (IUCN). Af honum væru þá 785 tegundir útdauðar og 16.306 í bráðri útrýmingarhættu. Þótt saga mannsins sé stutt skeið í heildarsögu jarðlífs hefur nútíma- maðurinn haft meiri áhrif en nokk- ur önnur lífvera á allt sem plánet- unni fylgir, dautt sem lifandi. Í sögu mannsins á þessari jörð virðist fara saman hraði eyðingar annars vegar og mannfjölgun og áhersla á hagvöxt hins vegar. Ef þetta er rétt stendur sú spurning eftir hvort hagvöxtur sem „löggengt“ form efnahagslífs sé ekki fölsk birting- armynd „hamingju“? Hvort hag- vöxtur hafi ekki breyst í andhverfu þess sem honum var ætlað? Hvort lífveran sem Sköpunarsagan segir að Guð hafi skapað til að drottna yfir dýrum jarðar, gæta lífs en ekki eyða, hafi komið af stað nýrri hrinu Stóradauða, þeirri sjöttu frá því líf kviknaði á plánetunni Jörð. Stóri dauði – hin miklu hamfaraskeið í sögu lífs á Jörðu Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur Ástæðurnar voru bæði markviss fjöldamorð og sjúkdómar sem Evrópu- menn báru með sér. Verkefnabrestur og atvinnu-leysi sjálfstætt starfandi fólks í veirufaraldrinum varpar ljósi á veika og óljósa stöðu þessa stóra hóps á vinnumarkaði. Engin ein skilgreining nær yfir sjálfstætt starfandi og við blasir að margir slíkir verði útundan þegar stjórnvöld marka stefnu og ákveða ráðstafanir til stuðnings þeim sem standa nú skyndilega uppi tekju- lausir. Þeir teljast hvorki vera fyrir- tæki né launamenn heldur oft í lítt eða ekki skilgreindu ráðningarsam- bandi sem verktakar eða í afmörk- uðum verkefnum í einhvers konar lausamennsku. Í Félagi tæknifólks í rafiðnaði, sem ég er í forsvari fyrir, eru margir einyrkjar í tæknistörfum í miðlun, skapandi greinum og upplýsinga- tækni. Enn stærri hópur stendur utan stéttarfélaga og fer stækkandi. Ég vísa hér til fólks sem starfar að ýmsum verkþáttum kvikmynda- gerðar, af þreyingariðnaðar, við- burðaþjónustu, framleiðslu sjón- varps- og margmiðlunarefnis og víðar. Svo vill til að rétt áður en veiru- fárið brast á sótti ég ráðstefnu á Írlandi um sjálfstætt starfandi fólk. Þar kom fram að í Evrópusam- bandinu væri skjalfestur réttur allra til aðildar að stéttarfélagi, óháð ráðningarformi. Enn fremur að samkeppnisyfirvöld ESB litu á það sem meginhlutverk að verja rétt þeirri smáu gagnvart þeim stóru. Í því fælist til að mynda að umsvif eða réttindi sjálfstætt starf- andi yrðu ekki heft eða takmörkuð til aðildar að kjarasamningum eða stéttarfélögum. Með öðrum orðum að óhefðbundið ráðningarform yrði ekki sett skör lægra en ráðning í launað starf í venjulegum skilningi. Jafnframt hjó ég eftir því að við- urkenning á þessum skilningi er í reynd mislangt á veg komin í ESB. Hollendingar og Írar hafa stigið stærstu skrefin í breytingum á samkeppnisrétti og tengdri löggjöf. Þeir og fulltrúar stéttarfélaga í f leiri ríkjum kannast einfaldlega ekki við að það sé vandamál að þjóna sjálf- stætt starfandi og semja um kaup og kjör fyrir hönd þeirra. Þarna sé ég verkefni fyrir íslenska verkalýðshreyfingu að fást við. Veirukreppan sýnir beinlínis fram á nauðsyn stéttarfélagsskjóls fyrir sjálfstætt starfandi, hvort heldur krísan sú verður skammvinn eða langvinn. Byrjunin gæti verið að skilgreina hópinn sem um ræðir. Í mínum huga er einfaldlega átt við þá sem starfa sjálfstætt með því að selja eigin þekkingu, sérhæfða kunnáttu eða hugvit án formlegs, fastbundins ráðningarsambands. Fljótt á litið er auðvelt að greina hvað telst ráðningarsamband ann- ars vegar og verktaka hins vegar á vinnumarkaði. Í reynd stækkar hins vegar stöðugt sá hópur sem fellur einhvers staðar á milli þessara skilgreininga. Á vef ríkisskattstjóra segir að ef nánari könnun á verk- samningi og framkvæmd hans leiði í ljós að í raun sé um vinnusamning að ræða, þótt hann kallist verktaka- samningur, sé um „gerviverktöku“ að ræða. Gott og vel. Þarna kann nú að vera auðveldara um að tala en í að komast skýrt afmarkaða f lokka samkvæmt skilgreiningu skatta- yfirvalda. Þannig eru dæmi um fyrirtæki þar sem verktakar eru skuldbundnir til að vera til reiðu og ráðstöfunar á tilteknu tíma- bili. Fyrirtækið leggur til tæki og búnað, ákveður hvernig og hvenær er unnið og ætlast til þess að verk- takarnir sjálfir skili verkinu en ekki undirverktakar. Þarna setur verk- kaupi með öðrum orðum skilyrði sem leiðir samband við verktakann í far vinnustaðasamnings frekar en verktöku. Slíkt getur átt sér stað í starfsemi sem nýtur stuðnings og fjárveitinga ríkisvaldsins. Undir hálfopinberum hatti eru þannig sett skilyrði sem nálgast mjög það sem ríkisskattstjóri kallar „gervi- verktöku“. Verktökum stendur ekki annað til boða en að starfa við slík skilyrði eða hafna verkefninu! Lausráðnir launamenn eiga oft við sama vanda að etja og sjálfstætt star fandi. Ráðningarsamband þeirra er stundum kallað „núlltíma- samningur“ eða tímalaunasamn- ingur og þeir fara gjarnan á mis við rétt sem fastráðið launafólk hefur. Staðan og varnarleysið er nær því sem þekkt er hjá þeim sem starfa sjálfstætt. Aðgerðapak kar st jór nvalda vegna veirukreppunnar henta sjálfstætt starfandi fólki misvel. Erfitt kann að vera að skilgreina vel markmið skammtímaúrræða þegar undirliggjandi reglur eru eins ógagnsæjar og raun ber vitni. Nú er lag að rýna mál þessa hóps ofan í kjölinn og laga reglur að veruleik- anum. Verkefnið er að tryggja líka þeim sjálfstætt starfandi eðlilegan rétt til baklands og samstöðu með öðrum á vinnumarkaði. Leikreglur samfélagsins eiga að varða alla, ekki bara suma. Að vera eða vera ekki sjálfstætt starfandi Jakob Tryggvason formaður Félags tækni- fólks í rafiðnaði Verðlaunaféð, sem er 350.000 danskar krónur, fer til verkefnis sem felur í sér frumlega og nýskapandi leið til þess að tryggja auðugri náttúru fyrir sameiginlega framtíð okkar. 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.