Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 2
SAMFÉLAG „Við höfum nú þegar sett
heimsmet og bara spurning hversu
hátt við náum, hversu stórt metið
verður,“ segir Gunnar Helgason,
rithöfundur og landsliðsþjálfari í
lestri, í samtali við Fréttablaðið. En
í gær var síðasti dagur lestrarátaks
ins Tími til að lesa, sem staðið hefur
yfir allan aprílmánuð. Markmið
átaksins var að hvetja börn og fólk
á öllum aldri til að lesa þrátt fyrir
skert skólahald og samkomubann
vegna kórónaveirufaraldursins og
setja um leið heimsmet í lestri.
„Við erum svo heppin á þessu
landi að vera með menntamála
ráðherra sem hefur ástríðu fyrir
auknum lestri barna og betri les
skilningi. Það var sem sagt Lilja
Alfreðsdóttir sem bað mig að koma í
hugmyndavinnu um þetta verkefni
því hana langaði að gera eitthvað
stórt fyrir börn þessa lands þegar
ljóst var hvernig aprílmánuður
yrði í þessu kórónaástandi,“ segir
Gunnar.
Í kjölfar hugmyndar Lilju var
átakinu hrint í framkvæmd og var
þátttakan gríðarleg. „Stóra mark
miðið var að börnum færi ekki aftur
á meðan skólarnir voru lokaðir til
hálfs eða fulls og til að hvetja þau
til að taka þátt var ákveðið að setja
heimsmet. Krakkar elska heimsmet
og við gáfum þeim tækifæri til að
vera með í að setja algerlega glænýtt
heimsmet,“ segir Gunnar.
Í heimsmetinu felst að íslenska
þjóðin lesi á einum mánuði í
f leiri mínútur en nokkru sinni
hefur verið gert áður. Gunnar
segir að samkvæmt upplýsingum
frá Guinness sé um nýja tegund
heimsmets að ræða. „Það hefur
hvergi áður í heiminum verið reynt
við þetta þannig að við höfum svo
sannarlega sett nýtt heimsmet. Sem
við stefnum auðvitað á að kynna vel
úti um heim allan og slá svo á næsta
ári,“ segir hann.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun
höfðu þátttakendur í átakinu lesið
í samtals 7.868.196 mínútur, það
eru 14 ár, ellefu mánuðir, 15 dagar,
sautján klukkustundir og 6 mínút
ur. Hafnfirðingar áttu flestar lesnar
mínútur og fast á hæla þeim komu
íbúar í póstnúmeri 105. Þá höfðu
íbúar í Reykhólahreppi vinninginn
í lestri á hvern einstakling.
Gunnar segir mikilvægt fyrir fólk
á öllum aldri að lesa en sérstaklega
sé mikilvægt að hvetja börn til
lestrar. „Ef börn lesa mikið gengur
þeim betur í skóla, vinnu, hjóna
bandi og foreldrahlutverki. Það er
einfaldlega búið að kanna þetta og
sanna. Svo við tölum nú ekki um
framtíð íslenskunnar. Viljum við
halda henni? Þá verðum við að gera
eitthvað í því og partur af því er að
lesa meira.“ birnadrofn@frettabladid.is
Stóra markmiðið
var að börnum færi
ekki aftur á meðan skól-
arnir voru lokaðir til hálfs
eða fulls.
Gunnar Helgason, rithöfundur og
landsliðsþjálfari í lestri
Veður
Norðaustan 5-10 í dag og él um
norðanvert landið, en víða bjart-
viðri sunnan til. Þykknar upp með
slydduéljum eða skúrum suðaust-
anlands síðdegis. Hiti 4 til 9 stig að
deginum, en kringum frostmark
norðan- og austan til. SJÁ SÍÐU 24
Lokað fyrir umferð í Gróttu
Frá og með deginum í dag og til 15. júlí er umferð í friðlandi Gróttu bönnuð fólki vegna varptíma fugla. Eftir 15. júlí er gangandi fólki heimilt að
fara eftir fjörum eða öðrum opnum gönguleiðum á svæðinu. Óheimilt er að fara með hunda um svæðið og kattaeigendur hvattir til að setja bjöllu á
kettina sína. Einnig eru sjóíþróttir við Seltjörn bannaðar til 1. ágúst. Mikil umferð og ásókn fólks hefur verið á svæðinu nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gunnar Helgason segir afar mikilvægt fyrir alla að lesa sem mest, sér í lagi
fyrir börn. Lesturinn skili miklum ávinningi fyrir alla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Íslenskir lestrarhestar
slógu heimsmet í lestri
Íslenska þjóðin hefur slegið heimsmet í lestri eftir að hafa lesið í milljónir
mínútna í apríl. Heimsmetið var unnið með lestrarátakinu Tími til að lesa
sem sett var á til að hvetja til lestrar í skertu skólahaldi og samkomubanni.
Sæktu Fréttablaðsappið frítt!
BYRJAÐU DAGINN MEÐ
FRÉTTABLAÐINU
Lestu Fréttablað dagsins í snjalltækinu þínu, hvar og hvenær sem er!
IÐNAÐUR Árni Sigurjónsson, yfir
lögfræðingur Marel, var í gær kjör
inn nýr formaður Samtaka iðnað
arins. Tekur hann við af Guðrúnu
Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra
Kjöríss. Árni var kjörinn með rúm
lega 71 prósenti atkvæða og hafði
betur gegn Guðlaugu Kristbjörgu
Kristinsdóttur, stjórnarformanni
Límtrés Vírnets og Securitas.
Árni segir að hann taki við góðu
búi og að stefna samtakanna, meðal
annars í nýsköpunarmálum, inn
viðauppbyggingu og málefnum
byggingariðnaðarins, muni ekki
breytast. „Það er áskorun að koma
inn á þessum tíma. Verkefnin fram
undan eru ærin og staðan er snúin,
því skal ekki neitað. Margir af okkar
félagsmönnum finna fyrir miklum
samdrætti vegna þess ástands sem
nú ríkir,“ segir Árni.
„Við erum með ótrúlega góðan
hóp starfsmanna og stjórnenda sem
hafa einhent sér í að þoka þessum
málum í rétta átt og vinna þétt með
stjórnvöldum og öðrum samtökum
í Húsi atvinnulífsins. Ég leyfi mér að
vera bjartsýnn og vonandi fer land
að rísa áður en langt um líður.“
Samhliða formannskosningu fór
fram kosning til stjórnar samtak
anna. Kosningu hlutu Arna Arnar
dóttir, Egill Jónsson, Margrét Orms
lev Ásgeirsdóttir, Valgerður Hrund
Skúladóttir og Vignir Steinþór Hall
dórsson. Fyrir í stjórninni eru Ágúst
Þór Pétursson, Guðrún Halla Finns
dóttir, Magnús Hilmar Helgason og
Sigurður R. Ragnarsson. – ab
Árni er nýr
formaður SI
Árni fékk 71 prósent atkvæða.
A L Þ I N G I A lþi ng i st a r f a r t i l
25. júní samkvæmt ákvörðun for
sætisnefndar fyrr í vikunni. Starfs
áætlun þingsins var kippt úr sam
bandi 19. mars vegna COVID19.
Nýsamþykkt starfsáætlun fyrir maí
og júní gerir ráð fyrir að við áður
gildandi áætlun bætist tvær vikur.
Samkvæmt áætluninni á að verja
tólf dögum í starf fastanefnda, utan
hefðbundinna fundartíma nefnda.
Þingfundir verða á 22 dögum.
Gert er einnig ráð fyrir sérstökum
þingfundi fyrir árlega skýrslu utan
ríkisráðherra. Samkvæmt starfs
áætluninni verða eldhúsdagsum
ræður 23. júní en þingheimur gerir
jafnan upp starf liðins vetrar á eld
húsdegi. – aá
Þing fram á
mitt sumar
Starfs áætlun þingsins
var kippt úr sambandi
19. mars vegna COVID-19.
1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð