Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 12
C O V I D - 1 9 Á h r i f C OV I D -19
fara ldu rsins á at v innu st ig í
heiminum eru mun meiri en
talið var fyrir einungis tveimur
vikum síðan, að sögn talsmanna
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
(ILO). Skýringarinnar er að leita
í því að mörg ríki hafa síðan
ákveðið lengri eða strangari lokun
en áður var talið. Þótt Kínverjar
séu nú byrjaðir að af létta ýmsum
takmörkunum, hafa önnur 64
ríki hvatt til eða krafist lokana
vinnustaða frá 1. apríl síðastliðnum.
ILO er sérstofnun innan Samein-
uðu þjóðanna með það hlutverk að
standa vörð um mannréttindi og
vinnuréttindi í þágu réttlætis og
friðar.
Samkvæmt nýrri skýrslu stofn-
unarinnar sem birt var í vikunni,
vinnur næstum hálfur milljarður
manna um allan heim færri launaða
tíma en hann vildi. Eða að þá skortir
aðgang að launuðu starfi. Varað er
við því að fátækt blasi við æ stærri
hluta mannkynsins á næstu misser-
um vegna yfirvofandi atvinnuleysis.
Stofnunin áætlar nú að vinnu-
stundir á öðrum ársfjórðungi 2020
verði 10,5 prósentum færri en fyrir
veirufaraldurinn á síðasta árs-
fjórðungi 2019.
Það jafngildir tapi upp á 305 millj-
ónir starfa. Þessi sam dráttur sé nú að
mestu til kominn af framlengingu
lokun ar og samkomu banns vegna
veiru farald ursins. Fyrr í þessum
mán uði hafði því verið spáð að á
öðrum ársfjórðungi myndi fækk-
un vinnustunda jafngilda 195 millj-
ónum starfa.
Af 7,8 milljörðum jarðarbúa eru
tæpir 3,5 milljarðar í launuðum
störfum. Af þeim starfa um tveir
millj arðar í svokölluðu óformlegu
hag kerfi, en það eru verktakar og
þeir sem eru á skammtíma ráðning-
ar samningum, eða jafnvel ekki með
slíkan samning.
Sérfræðingar ILO telja að 1,6
millj arðar starfsmanna í óform lega
hagkerfinu hafi orðið fyrir þung-
um skráveifum vegna veiru farald-
urs ins. Það þýðir að næstum helm -
ingur vinnandi fólks í veröld inni
eigi á hættu atvinnu leysi eða vinnu-
skerðingu vegna veiru faraldursins.
Þá ber einnig að hafa í huga
að aðeins einn af hverjum fimm
starfs mönnum á rétt á atvinnu-
leysisbótum. Uppsagnirnar, sem
þegar eru hafnar og fleiri munu bæt-
ast við, munu því hafa skelfileg áhrif
á milljónir fjölskyldna.
R ík i heimsins ha fa þega r
kynnt ýmsa aðgerðarpakka til
að takast á við faraldurinn og
bjarga störfum. ILO hvetur ríki
til þess að vinna með launþega-
hreyfingunum hvað þetta varðar.
david@frettabladid.is
Atvinnuleysi vex í heiminum
og gífurleg fátækt blasir við
Alþjóðavinnumálastofnunin segir að hálfur milljarður manna vinni nú færri launaða tíma en hann vill
eða sé án launaðs starfs. Atvinna helmings vinnandi manna í heiminum í hættu að mati stofnunarinnar.
Aðeins einn af hverjum fimm á rétt á atvinnuleysisbótum og hrikaleg fátækt er í uppsiglingu víða.
BANDARÍKIN Fjöldi Bandaríkja-
manna á atvinnuleysis bótum er
kominn yfir 30 milljónir manna.
Það hefur ekki gerst síð an í krepp-
unni miklu á þriðja ára tug síðustu
aldar. Um leið skap ar þetta mikinn
þrýsting á stjórnmálaleiðtoga að
aflétta tak mörk unum og lokunum
verði aflétt, sem hefur svo gríðarleg-
ar afleiðingar fyrir efnahag landsins.
Samkvæmt tölum sem bandarísk
stjórn völd birtu í gær, bættust 3,8
millj ónir manna í síðustu viku í
þann hóp er sækir um atvinnu leys-
is bætur. Alls hafa því 30,3 milljónir
manna misst vinnu á þeim sex
vikum sem liðnar eru frá því að
veirufaraldurinn hófst.
Uppsagnir síðustu vikna þýða að
einn af hverjum sex bandarískum
starfs mönn um er án vinnu. Það er
meira en sem nemur öllum íbúum
Texas ríkis, eða fleiri en allir íbúar
borg anna New York og Chicago
samanlagt.
Hagfræðingar hafa spáð því að
atvinnuleysi í Bandaríkjunum í
apríl mánuði gæti orðið allt að 20
prós ent. Svo mikið atvinnuleysi var
síðast í þeirri kreppu viðskipta og
efnahagslífs sem skall á haustið 1929.
Þá fór hlutfall atvinnulausra í Banda-
ríkjunum hæst í 25 pró s ent. Afleið-
ingin var alvarleg heimskreppa sem
varði í áraraðir. – ds
Tugmilljónir
án atvinnu
ÞÝSKALAND Innanríkisráðherra
Þjóðverja tilkynnti í gær að ákveðið
hefði verið að banna alla starfsemi
Hezbollah samtakanna þar í landi.
Þau eru nú skilgreind sem hryðju-
verkasamtök. Á sama tíma réðst lög-
regla í húsleit í nokkrum moskum í
Þýskalandi.
Hezbollah, eða flokkur Guðs, er
íslömsk samtök sjía í Líbanon. Sam-
tökin samanstanda bæði af stjórn-
málaflokki og vopnuðum sveitum.
Samkvæmt þýska ríkisútvarpinu
Deutsche Welle, telur Öryggislög-
regla Þýskalands að rúmlega eitt
þúsund manns taki virkan þátt í
starfsemi Hezbollah í Þýskalandi.
Þjóðverjar hafa gert greinarmun
á stjórnmálaarmi Hezbollah og
her sveita þeirra. Í áraraðir hefur
hernaðararmurinn verið bann-
aður og sætt þvingunaraðgerðum
í Þýska landi, sem og öðrum vest-
ræn um ríkjum, þar með tal ið
Norður löndum. Þannig hefur
sá armur Hezbollah verið á lista
íslenskra stjórnvalda yfir þau sam-
tök og einstaklinga sem sæta þving-
unaraðgerðum vegna hryðju verka-
starfsemi af ýmsum toga.
Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi
þrýst á að öll starfsemi Hezbollah
verði bönnuð á þýskri grund.
Nú verður merki Hezbollah bann-
að á samkomum og í fjölmiðlum. Þá
getur þýska ríkið lagt hald á eigur
samtakanna. - ds
Þjóðverjar
banna starfsemi
Hezbollah
Verkafólk stendur í röð eftir fríu fæði í föstumánuðinum Ramadan í borginni Rawalpindi í Pakistan. ILO varar við
að veirufaraldurinn geti haft „stórfelld fátæktaráhrif“ á þá 1,6 milljarða sem starfa í óformlega hagkerfinu.
Afríka næsti miðpunktur
Fólk bíður nauðþurfta við hlið Rauða krossins í borginni Lagos í Nígeríu þar sem mat, heilbrigðisbúnaði og öðrum vistum er dreift. Afríka stefnir
nú hraðbyri að því að verða miðpunktur COVID-19 faraldursins og grunur leikur á að mikill fjöldi tilfella hafi ekki enn verið greindur. Mörg tilfelli
veirunnar hafa nýlega greinst í norðurhluta Nígeríu, einkum í borginni Kano og fjölmörg tilfelli má rekja til íslamskra heimavistarskóla. MYND/GETTY
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Horst Seehofer innanríkisráðherra.
Af 7,8 milljörðum
jarðarbúa eru tæpir 3,5
milljarðar í launuðum
störfum. Af þeim starfa um
tveir milljarðar í svokölluðu
óformlegu hagkerfi.
1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð