Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 36
HÆRRI UPPHÆÐ ER VEITT EN ÁÐUR OG ÞÝÐINGA­ STYRKJUM FJÖLGAÐ. Í PORTRETTUNUM LEIKUR HANN SÉR MEÐ MISMUNANDI AÐFERÐIR OG ÉG ER VISS UM AÐ MARGIR FÁ INNBLÁSTUR VIÐ AÐ SKOÐA ÞESSI VERK HANS. Listasafn Íslands verður opnað almenningi á ný næstkomandi mánu­dag, 4. maí. Opið er alla daga vikunnar frá 10­17. Í safninu er sýn ­ ing in Að fanga kjarnann, þar sem sjá má vatnslitaverk sænska lista ­ mannsins Mats Gustafson. Á sýning­ unni, sem er í tveimur söl um, eru öll þekktustu verk lista mannsins sem hann hefur unnið með tískuhúsum á borð við Christian Dior, Commes de Garçons, Yohji Yamamoto, Romeo Gigli og Yves Saint Laurent fyrir tímarit eins og Vogue og Harper‘s Bazaar. Einnig eru á sýningunni vatnslitaseríur hans af náttúru og nekt og portrett af samferðafólki hans. Goðsögn í tískuheiminum „Mats er fæddur árið 1951 í smábæ í Svíþjóð en fluttist ungur til New York og býr þar. Hann fór í listnám og var fyrst ráðinn til Hennes og Mauritz sem teiknari. Þeir hjá breska Vogue tóku eftir verkum hans síðla á áttunda áratugnum og þá fóru hjólin að snúast, Mats var ráðinn þangað og upp frá því hefur hann unnið fyrir tískuheiminn, tímaritin og tískuhúsin. Í dag vinnur hann eingöngu fyrir Christian Dior,“ segir Harpa Þórs dótt ir safnstjóri. Harpa segir verk Mats vera ein­ stök, eins og sýningin sannar reynd ar mjög glöggt: „Vatns­ lita verk hans hafa gert hann að goðsögn í tískuheiminum. Hann hefur einstakan stíl sem er auð­ þekkjanlegur. Það sem ein kennir hann er að hann eimar efn ið þar til kjarninn stendur eftir. Í vatnslitnum tekst honum að draga fram efnis­ kennd eins og tjull eða fjaðrir með einstakri tækni og svo sjáum við í sumum verkum eins og hann fangi dramatík augnabliksins. Það er margt hægt að skoða og dást að í þessum vatnslitaverkum sem hann vinnur fyrir tískuheiminn og rétt að minna á mikilvægi teikningarinnar eða eins og hér, vatnslitamynda, sem frásagnarforms, fyrir tíma tísku ljósmyndanna. Mats er ekki hönn uður en það er hans að stílfæra há tísk una með þessum einstaka hætti.“ Reisn, virðing og viðkvæmni Í öðrum salnum á efri hæð lista­ safns ins eru náttúruverk, nektar­ myndir og portrett. „Þessi verk sýna hina hliðina á Mats, afburðatæknin Afburðatækni með vatnslitum Sýning á verkum sænska listamannsins Mats Gustafson í Listasafni Íslands. Safn- stjórinn Harpa Þórsdóttir segir vatnslitaverk listamannsins vera alveg einstök. Í þessari vatns- litamynd af herðaslá sést hversu vel listamanninum tekst að draga fram það efnis- kennda. Nektarmyndir frá tíunda áratugnum sem listamaðurinn tileinkaði þeim vinum sem hann missti úr alnæmi. Þessi mynd Mats Gustafson af módeli er á sýningunni. með vatnslitinn er alltaf til staðar, en þarna er hann í öðru elementi. Næmni hans gagnvart fyrirsætunni í einstökum verkum þar sem karl­ manns nektin er af hjúpuð, sería sem hann vann á tíunda áratugnum í Stokkhólmi og tileinkaði þeim mörgu vinum sem hann hafði misst úr alnæmi. Reisn, virðing og við­ kvæmni í senn og það sjáum við líka í portrettum sem hann málar af sínu nánasta fólki. Í portrettunum leikur hann sér með mismunandi aðferðir og ég er viss um að margir fá innblástur við að skoða þessi verk hans. Náttúruverkin eru svo í sínum einfaldleika ákaflega sterk, myndir af berum stofnum lauftrjáa eða steinhnullunga og þessi verk má tengja við vatnslitahefð sem við þekkjum frá Japan. Mjög eftirminn­ ileg verk sem fólk hrífst auðveldlega af.“ Sýningin stendur fram í ágúst. Milljarðastrákurinn, barna­bók eftir David Walliams, er nú í efsta sæti met­ sölulista Eymundsson. Walliams er d á s a m leg a s k e m m t i l e g u r höf undur, auk þe s s að ver a einkar geðug per­ sóna, og bækur hans rata yf ir­ leitt rakleiðis að hjörtum barna víða um heim. Hann á greinilega stóran aðdáenda­ hóp hér á landi. Gaman er að sjá barnabók í efsta sæti listans og svo skemmtilega vill til að barnabók er einnig í öðru sæti, Skólaráðgátan eftir Martin Wid­ mark, spennandi bók fyrir lesendur á aldrinum 6­10 ára. Á tímum þar sem margir eru kvíðnir er mikilvægt að sofa vel og bókin Þess vegna sofum við. Alþjóð­ leg metsölubók, eftir Matthew Walker er í þriðja sæti. Viveca Sten er síðan í fjórða sæti með glæpasög­ una Í vondum félagsskap. Þess má svo geta að í tíunda sæti er klassísk barnabók Þar sem óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak. Barnabækur á toppnum Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 1. MAÍ 2020 Hvað? Kúltúr klukkan 13 Hvenær? 13.00 Hvar? Vefútsending frá Salnum á stundin.is og Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi Þau Ágúst Ólafsson barítón, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari, f lytja píanólög  eftir Tchaikovsky, Rachmaninov og Borodin. Tón­ leikarnir eru partur af þeirri dag­ skrá sem þríeykið ætlaði að flytja á Tíbrártónleikum 21. apríl. Miðstöð íslensk ra bók­mennta tilkynnti nýlega um fyrri styrkja út hlutun ársins til þýðinga á íslensku. Hærri upphæð er veitt en áður og þýð­ inga styrkjum fjölgað. Er það gert til að bregðast við áhrifum heims­ faraldurs kórónaveirunnar á bóka­ útgáfu og störf höfunda og þýðenda. Meðal verka sem hlutu þýðinga­ styrki er þýðing á nýrri skáldsögu hinnar gríðarvinsælu Elenu Ferr­ ante, La vita bugiarda degli adulti. Sigurjón Björnsson hefur verið ötull við að þýða skáldsögur Balzacs og þannig glatt sanna bókmennta­ unnendur. Þýðing hans á Illusions perdues eftir franska meistarann fékk styrk. Gauti Kristmannsson þýðir stórvirki Thomasar Manns, Töfrafjallið, og vitanlega fékk sú þýðing sömuleiðis styrk. Bók eftir nýjasta Nóbelsverðlaunahafann Peter Handke í þýðingu Árna Ósk­ arssonar fékk einnig styrk. Fjöldi barnabóka hlaut styrki og má þar nefna Fantastic Mr. Fox eftir Roald Dahl í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Einnig bók í flokknum um Önnu frá Grænuhlíð, Anne of Ingleside, eftir E. M Mont­ gomery og Die erstaunlichen Aben­ teuer de Maulina Schmitt eftir Finn­ Ole Heinrich og Rán Flygen ring í þýðingu Jóns Stefáns Kristjánssonar. Töfrafjallið, stórvirki Thomas Mann, er meðal þess sem væntanlegt er á íslensku Gauti Kristmannsson þýðir Thomas Mann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 1 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.