Gríma - 15.09.1931, Page 5
Sagnir nm Hall sterka a' Kronustöðum.
(Eftir handritum Hólmgeirs Þorsteinssonar og Páls J.
Árdals).
Á síðari hluta 18. aldar bjó bóndi sá á Krónustöð-
urn í Eyjafirði, er Hallur hét og var Jónsson. Hann
var mikill fyrir sér og vanalega kallaður Hallur
sterki. Skyggn var hann og kunni að fást við
drauga, enda var hann ódeigur í skapi og lét ekki
allt fyrir brjósti brenna. Hestamaður var hann mik-
ill og átti góða hesta; fór hann margar skreiðarferð-
ir vestur undir Jökul, svo sem títt var á þeim árum.
1. Hallur fæst við Hleiðargarðsskottu-
Þess er getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, að
Hallur hafi hitt Hleiðargarðsskottu, þegar hún var
á leið að Hleiðargarði til þess að drepa Sigurð
bónda; hafi Hallur haft tal af Skottu, en þau skilið
vandræðalaust. Þar er einnig sagt, að Pétur nokk-
ur, umrenningur undan Jökli, hafi bundið Skottu í
hvammi einum á milli Valla og Strjúgsár. Fleiri
munu þeir þó vera, sem þakka það Halli sterka, að
Skotta varð bundin. Fylgdi hún jafnan heimamönn-
um í Hleiðargarði, gerði vart við sig á undan komu