Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 37
SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÓRI
35
skildust svo sviplega á grasafjallinu um vorið. Svan-
laug segir honum, að hún sé hjá útilegumönnum,
sem engum byggðarmanni gefi grið; en hún segist
halda lífi fyrir þá sök, að úlfur, útilegumaður sá,
sem hafi numið sig burt af grasafjallinu um vorið,
ætli að taka sig sér fyrir konu; hafi hún tekið þann
kost að þrjóskast eigi lengi, því að þá hefði sér ver-
ið dauðinn vís. »Hef eg«, segir hún, »fengið frest til
næstu sumarmála til umhugsunar, hvort eg kysi líf-
lát eða að ganga með honum; en eg hef gert það í
þeirri von, að mér kynni að verða undankomu auðið
fyrir þann tíma, því að ekki get eg hugsað til þess
að ganga að eiga þjóf og manndrápara, sem úlfur
er, og þeir feðgar báðir. — Nú stendur svo vel á,
að hvorugur þeirra er heima, og ræð eg ein húsum,
því að móðir úlfs er dauð, sem hér var í vor, er eg
kom til þeirra. Vil eg nú biðja þig að hlýða ráðum
mínum, og mun eg leyna þér hér, því að ella drepa
þeir feðgar þig, er þeir koma heim. Eru þeir á ráns-
ferð að draga til vetrar, en koma heim að fám dög-
um liðnum«.
Hallþór kveðst vilja hlýða hennar ráðum og segir,
að líf hans sé á hennar valdi. — Eftir það láta þau
inn féð í helli einn við ána, en ganga síðan heim að
helli útilegumannanna, og leiðir hún hann með sér
inn í afhelli einn. Þar dregur hún af honum vos-
klæði, og veitir honum hinn bezta beina. Sefur hann
svo í rúmi hennar um nóttina, en hún þorir eigi
annað en vaka yfir honum, ef ske kynni að þeir
feðgar kæmu heim fyrr en von var á. — Að morgni,
er hann vaknar og er hress orðinn, tjáir hún hon-
um ráðagerð sína. Segist hún vilja leyna honum þar
hjá sér til vors, því að þá væri meiri von, að hann
3*