Gríma - 15.09.1931, Qupperneq 9
SAGNIR UM HALL STERKA
7
sagt við hann: »Voru þeir tveir, fantarnir?« »Hvað
var það, þó að þeir hefðu verið tveir?« svaraði Hall-
ur — og ekki fékkst meira út úr honum í það sinn.
Löngu seinna sagði Hallur kunningja sínum, að
hann hefði hitt átta manns með hestana; að lokum
hefði sér tekizt að yfirstíga þá alla, en aldrei hefði
hann í slíka raun komizt fyrr né síðar. Einn af
þessum átta hafði verið kona og hafði Halli veitt
örðugast að verjast henni; hafði hún skálm í hendi
og reyndi jafnan að skera á hnésbætur hans. Vildi
hann hlífa konunni í lengstu lög, því að hann þóttist
sjá þess merki, að hún væri þunguð, en svo var hún
áköf í sókninni, að hann sá sér að lokum ekkert und-
anfæri og sparkaði fætinum í fang henni svo hart,
að það varð hennar bani. Það verk kvaðst Hallur
hafa unnið, sem sér hefði verst þótt, en ekki verið
annars kostur, úr því sem komið var.
4. Hallur hlttlr Fialla-Eyvind-
öðru sinni var Hallur á heimleið úr skreiðarferð.
Missti hann þá hest og klyfjar á fjöllunum. Fór
hann þegar að leita hestsins, og er hann hafði
skammt farið, sá hann hvar maður fór og teymdi
hestinn. Hallur hvatti þá hest sinn og náði mannin-
um bráðlega. En þegar maðurinn varð Halls var,
teymdi hann hestinn upp á moldarbakka, brá hnífi
úr belti sínu og kraup undir kvið á hestinum. Þegar
Hallur kom að, hljóp maðurinn í skyndingu undan
hestinum og lagði til Halls með hnífnum; nam hann
staðar í rifi neðst á síðunni og varð ekki mikið sár.
Hallur greip þá um úlnlið mannsins og sveigði hand-
legginn svo ómjúklega, að hann brotnaði, en hníf-
urinn féll niður. Þá spurði Hallur mann þenna að