Gríma - 15.09.1931, Qupperneq 10
8
SAGNIR UM HALL STERKA
heiti; kvaðst hann Eyvindur heita og vera kallaður
Fjalla-Eyvindur. Eigi kvaðst Hallur nenna að drepa
hann, þótt maklegur væri hann þess fyrir fjörráð
við sig og önnur illvirki, en ráðlegast væri honum
að gera sér engar glettingar framar. Skildu þeir við
það og varð fátt um kveðjur. Ekki er þess getið, að
fundum þeirra Halls hafi borið saman eftir þetta.
Mælt er að Eyvindur hafi þetta sumar dvalið á laun
hjá bróður sínum í Skipholti, á meðan handleggs-
brotið greri.
5- Hallur einhendir klyfiar-
Einhverju sinni var Hallur á ferð úr Akureyrar-
kaupstað; hafði hann áburðarhest í taumi og á hon-
um mjöltunnur tvær. Þegar Hallur kom fram á Mel-
gerðismela, sem eru fyrir framan Djúpadalsá, varð
eitthvað að reiðingnum, svo að Hallur fór af baki,
tók ofan klyfjarnar og fór að gera að því, sem bilað
hafði. Þegar hann hafði lokið því verki, bar þar að
Jón Jakobsson frá Espihóli, sem var sýslumaður í
Eyjafjarðarsýslu 1768—1805 og var orðlagður
kraftamaður. Sýslumaður staldraði' við og spurði
Hall, hvort hann ætti ekki að hjálpa honum til að
láta klyfjarnar upp á hestinn. Þá svaraði Hallur:
»Sjálfur hef eg hingað til undir látið trúss mín á
klakka, og eigi þurft aðra til að sækja«. Þá setti
hann aðra tunnuna á klakk, seildist síðan annari
hendi til hinnar, greip í silann og hóf hana upp á
klakkinn. Kvaddi hann sýslumann og hélt síðan leið-
ar sinnar. — Þess ber að geta, að mjöltunnur þær,
sem í verzlanir fluttust á þeim árum, voru svo þung-
ar, að engum nema afbragðshestum var ætlandi að
bera sína tunnuna í hvorri klyf. Slíkir hestar voru
kallaðir tunnuhestar og þóttu beztu gripir.