Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 27
KERLINGARNAR í SELINU
25
von var, og gengu þær mæðgur á kerlingu að segja
sér, hvaða atvik lægju að þessu. Kerling sagði hið
ljósasta af veru sinni í selinu, kvaðst aldrei hafa átt
betri daga en þar, og fór þess á leit að fá að vera
þar veturinn eftir, ef henni entist aldur til. Mæðgurn-
ar urðu hamslausar af gremju og öfund og um haust-
ið kom þeim saman um að móðir konunnar skyldi
dvelja í selinu um veturinn, til þess að hún gæti
notið þeirrar ágætis-vistar, sem þar var til boða.
Undir veturnætur var hún flutt í selið og lét dóttir-
in skilja eftir hjá henni miklar birgðir af góðum
mat; var og aðbúnaður allur meira vandaður en
verið hafði haustinu áður, þegar móðir bónda átti f
hlut. Leið nú fram á veturinn.
Upp úr nýári fór að minnka um vistir kerlingar,
eri sumt skemmdist af frosti. Fór nú sem fyrri vet-
urinn, að Þorri kom fyrstur gesta í selið, og var all-
ófrýnn. Leit hann á matarforða kerlingar, gretti sig
og mælti: »Minnki og frjósi í kollu þinni, kerlingar-
norn«. Fór hann síðan burt. En þegar kerling leit í
kollu sína, hafði minnkað í henni og frosið. Komu
hinir sömu gestir síðan í selið hver af öðrum eins
og árinu áður, litu í kollu kerlingar og höfðu hin
sömu orð og Þorri; þvarr matur kerlingar og spillt-
ist af frosti því meir sem lengur leið. En af því að
kerling var í góðum holdum undir veturinn og var
ern eftir aldri, gat hún tórt fram eftir vori við lít-
inn og slæman kost.
Þegar snjóa leysti, bjóst kona bónda af stað með
menn og hesta til þess að sækja kerlingu, móður
sína; hlakkaði hún mjög til að hitta hana prúnkna
og hressa eftir veturvistina og reið greitt fram dal-
inn. En þegar konan kom í selið, var kerling svo að-