Gríma - 15.09.1931, Side 31

Gríma - 15.09.1931, Side 31
SAGAN AF SVANLAUGU OG HALLÞÓRI 29 flytja fólk sitt á grasafjall. Verða þau systkin, Grani og Svanlaug fyrir því, og svo Hallþór Þor- valdsson. Flytur Hrólfur þau á grasafjallið, og lengra en venja var til, því að þar þótti honum betra grasalandið. Er nú tjald reist og vel um búið. Það stóð í nánd við gil eitt lítið; rann lækur eftir gilinu. Hrólfur bóndi fer síðan heim, en biður áður vel fyrir grasafólkinu. Byrjar það þá þegar á grasa- tekjunni. Veður voru hin beztu, og fönn að mestu horfin af heiðinni. Líður svo fyrsta vikan, og ber eliki til tíðinda. Þá kemur bóndi með hesta, til þess að sækja grös, og færir þeim matvæli og ýmislegt annað, er þau þurftu með, til lengri dvalar í grasa- Jegunni. Hafði grasatekjan verið góð og var Hrólf- ur hinn ánægðasti, því að honum þótti góður bú- bætir að grösunum. — Þetta var á sunnudegi; og er Hrólfur bóndi er íieim farinn, tekur grasafólkið guðsorðabækur,, er það hafði haft með sér, og las og söng sálma í tjaldi sínu, svo sem títt var í sveitum. — Að því búnu fóru þau að búa sig undir að elda matinn til vikunnar. Þeir félagar, Hallþór og Grani, fóru þá fyrst að afla eldiviðar, en Svanlaug skyldi búa í pottinn á meðan. Ætluðu þau að elda graut úr grösum og sauðamjólk, sem þeim hafði verið send að heiman. Þegar piltarnir eru farnir, gáir Svan- laug að því, að hana vantar vatn til að þvo pottinn og grösin og blanda mjólkina. Fer hún með skjólu sína niður í gilið, og ætlar að sækja vatn í lækinn. En þegar hún er að láta vatnið renna í skjóluna, veit hún ekki fyrri til en maður á brúnum hesti þeysir að henni. Hann hleypur þegar af baki tekur hana í fang sér og segir:

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.