Gríma - 15.09.1931, Síða 45

Gríma - 15.09.1931, Síða 45
SAGAN AF GLÚMI OG GEIRDÍSI 43 sér, þótt bróðir minn bæri hærri hlut í þessum leik. Virtist mér hann tröll vera, fremur en maður, og eigi hælist eg um þessi leikslok, því að af þessu mun illt eitt hljótast«. Fer nú hver heim til sín og líður af sumarið. Næsta haust, þegar almennum fjárleitum er lokið, er hundrað sauða vant hjá Gesti bónda. Var það eins dæmi og þótti eigi einleikið. Gestur vill að synir sín- ir leiti á fjöll eftir þeim, og er það þeirra beggja vili; en Geirdís systir þeirra letur mjög fararinnar og segir, að föður hennar sé betra að missa hundrað fjár en tvo syni röskva. Bræður hennar hlógu að henni og kváðu eigi mundu letja sig hindurvitni hennar. Geirdís kallar þá Eyvind bróður sinn á ein- mæli, er hún fékk eigi heft för þeirra. Hún minnir hann þá á orð þess hins ókunna manns, er hann felldi í glímunni um vorið og bað hann fara varlega; gæti fundum þeirra borið saman þar er hann ætlaði sízt. Að skilnaði fær hún honum gullmen, sem var hin mesta gersemi og biður hann varðveita, og ef hann komist í nokkra mannraun eða lífsháska af manna völdum í för þessari, segir hún að hann skuli fram bjóða menið með þeim ummælum frá sér, að meira mundi fylgja. Eyvindur tók við meninu, og þakkaði systur sinni, og kvaðst skyldu fylgja ráðum hennar, þótt ólíklegt væri, að til slíkra ráða þyrfti að taka í þeirri ferð, er þá var fyrir höndum. Búast þeir bræður nú af stað með nesti og nýja skó, og halda síðan á afrétt og langt í óbyggðir. Gefur þeim vel veður, en hvergi sjá þeir nokkra skepnu hina fyrstu þrjá daga. Halda þeir enn lengra, en eru þó komnir langt á öræfi. Þá skellur yfir þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.