Gríma - 15.09.1931, Page 53

Gríma - 15.09.1931, Page 53
GUÐRÚN PRESTSD. OG ÁLFABISKUPSSONURINN 51 tekin við bústýrustörfum. Þær stallsystur sváfu saman í húsi fyrir framan herbergisdyr prests. Eitt kvöld um vetur tók Sigríður eftir því, að maður kom inn í baðstofuna og lét vel að Guðrúnu; gekk svo í nokkrar nætur. Seint um veturinn hvarf Guðrún og vissi enginn, hvað af henni varð. Sigríður þóttist viss um, að hún væri numin burt af álfum. Hún tók nú við bústýrustörfum, og þótti öllum mikið meira koma til hennar en Guðrúnar. Þrír steinar stóðu þar úti í túninu, mjög líkir í laginu og hús. Eitt kvöld um vorið, þegar björt var orðin nótt, gat Sigríður ekki sofnað og gekk út, því að veður var fagurt, og fór að lesa í bók. Sér hún þá, að frá yzta steininum kemur maður og hefur lík- kistu meðferðis. Hann ber hana heim í kirkjugarð- inn og fer að moka gröf. Sigríður hleypur þá að kistunni og sér að maðurinn, sem er að taka gröf- ina, er hinn sami, sem komið hafði til Guðrúnar um veturinn. Hún sér, að hann er sorgbitinn og þykist hún vita að það sé Guðrún, sem í kistunni liggi. Hún kallar hranalega til mannsins og spyr, hvort hann sé búinn að drepa hana Gunnu, og skipar honum að ljúka upp kistunni. Hann gerði það og sér hún þá að það var Guðrún, sem lá í kistunni, og var hún í barnsnauð. Sigríður skipaði þá manninum að bera Guðrúnu inn í rúm sitt og gerði hann það. Sigríður sat nú yfir Guðrúnu og reyndi að lífga hana; tókst henni það og fæddi Guðrún barnið að lítilli stundu liðinni. »Góða Sigga mín«, sagði Guðrún, »farðu nú til hans föður míns og biddu hann að fyrirgefa piltin- um mínum, því að hann er vænsti maður og hefur verið mjög góður við mig, og þótt eg ætti gott hjá 4*

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.