Gríma - 15.09.1931, Page 57

Gríma - 15.09.1931, Page 57
SIGRÍÐUR OG HULDUFÓLKIÐ 55 að biðja þig að annast fyrir mig og kenna sauma«, mælti hann. Huldufríður lofaði því og tók við Sig- ríði, en huldumaðurinn kvaddi þær og fór í burt. Sigríður var nú þarna í steininum um sumarið, og kenndi Huldufríður henni sauma og hannyrðir. Aldrei kom nokkur maður til þeirra. Nú líður fram á vetur. Eitt sinn um veturinn kemur til þeirra grænklædd kona með grænan klæðisstranga undir hendinni, fær Sigríði hann og segir: »Þú skalt vera búin að sauma þér föt úr þessu fyrir jólin, því að ef þú verður tengdadóttir min, þá kann eg betur við að þú kunnir eitthvert verk; en ef þú, Huldufríður dóttir, hjálpar henni nokkuð til, þá drep eg þig«; — að svo mæltu gekk hún út. Tók nú Sigríður að sauma fötin og hjálpaði Huldufríður henni til þess. Á aðfangadag eru þær búnar með fötin. Græn- klædda konan kemur þá inn og spyr Sigríði, hvort hún sé búin með fötin. Hún kveður svo vera. Hin kveðst vilja sjá þau, og fær Sigríður henni þau. »Huldufríður dóttir mín hefur hjálpað þér til við þau«, mælti grænklædda konan, »en lítinn mun get eg gert á þínum sporum og hennar og ertu vel verki farin«. Siðan gengur hún út. Eftir jól um veturinn kom huldumaðurinn, bróð- ir Huldufríðar, oft inn til þeirra. Hann sagði Sig- ríði, að faðir sinn væri sýslumaður; sjálfur kvaðst hann vera útlærður prestur. Þeim Sigríði leizt mjög vel hvoru á annað og fór svo, að þau bundust heitum. Eitt sinn um vorið kveðst unnusti Sigríðar ætla að fara að kvænast henni, og segir henni, að nú skuli hún fara að bjóða fósturforeldrum sínum og Helgu. Sigríður býr sig og fer síðan ríðandi heim á bæinn, þar sem hún hafði áður átt heima. Hún ber að dyr-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.