Gríma - 15.09.1931, Blaðsíða 61
FRA JÓNI BISKUP VIDALIN
59
þegar á þig er yrt?« »Ekki er eg mállaus«, segir Þór-
dís, »en ekkert vil eg skifta mér af álfum«. »Þú
munt þá ekki vilja fara með mér og verða konan
mín?« segir hann. »Lítið er eg þér kunn«, segir hún
»en þó mun eg lítið á móti því hafa«. Var nú álfur-
inn hjá henni, þar til er fólkið kom heim. Álfurinn
bar þá upp bónorð sitt til Þórdísar við foreldra
hennar; þau svöruðu því seinlega, en létu það samt
eftir, er þau heyrðu vilja hennar. Bauð álfurinn
þeim að fara með sér, en það vildu þau ekki. Eftir
það bjó Þórdís sig og kvaddi foreldra sína. Síðan
hurfu þau álfurinn og hún. Oft var það, að bréf
barst frá Þórdísi til foreldra hennar í sæti það, sem
hún hafði áður setið í. Sagði hún þeim í fyrsta bréf-
inu, að hún ætlaði að fara að gifta sig, og bauð þeim
í veizlu sína; hún sagðist vera í klettum, sem voru
þar skammt á braut frá bænum, — en ekki vildu þau
fara í veizluna. Faðir Þórdísar dó á undan móður
hennar; bauð hún þá móður sinni til sín, en hún
vildi það ekki og bjó það sem eftir var æfinnar í koti
sínu. Jafnan lét Þórdís vel yfir sér í bréfum sínum.
Nokkru fyrir dauða móður hennar hættu bréfin að
koma frá henni, og héldu menn að hún væri þá dáin.
14.
Frá Jánl bisknp Tfdalfn.
(Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar frá Hvarfi).
Þegar Jón Þorkelsson Vídalín sigldi fyrst til há-
skólans árið 1687, var hann lítt búinn að fararefn-
um, því að frændur hans voru félitlir. Skipstjóri sá,