Gríma - 15.09.1931, Qupperneq 63

Gríma - 15.09.1931, Qupperneq 63
FEÁ JÓNI BISKUP VÍDALIN 61 um leið, að hann hafi mikið heyrt látið af byrsæld hans framar öðrum. Karl tekur vel í það að verða við bón prests og setur fram far eitt lítið, er hann átti. Þegar þeir eru báðir komnir upp í bátinn, sezt prestur á bitann, en karl fer fram í barka, tekur blað upp úr vasa sínum mjög laumulega og fer að lesa. Fyr en karl varir er prestur kominn þar ofan yfir hann og biður hann að sýna sér blaðið, sem hann sé að lesa, jafnvel þótt galdur væri á því. Karl sér að ekki tjáir að færast undan og fær presti blaðið. Prestur lítur á blaðið og sér að þetta er þá pater noster; segir hann karli satt og rétt, að þetta sé ekkert galdrablað, heldur sé það »faðir vor« á latínu, sem á því standi; sé það vel hugsað af hon- um að lesa það, þegar hann fari á sjó, en betra væri að hafa það á móðurmáli hans, svo að hann skildi það; hitt væri rangt af honum, ef hann notaði bæn- ina eins og einhverja töfraþulu. Þegar karl heyrði þetta, þótti honum minna til blaðsins koma. Luku þeir síðan ferð sinni eins og ákveðið var. — Eftir þetta treysti karl bæninni miður en áður og er sagt að upp frá því hafi hann ekki verið byrsælli en aðr- ir menn. Þegar Jón Vídalín var biskup í Skálholti (1698— 1720), bar svo við eitt sinn seint á degi, síðla vetr- ar, að þangað kom unglingspiltur nokkur, sem beidd- ist að mega ná fundi biskups; heimamönnum þótti pilturinn varla þess um kominn, að biskup gengi á tal við hann. Þó varð það að lyktum, að biskup gekk út, og heilsaði pilturinn honum kurteislega. Biskup tók því vel og spurði hvað hann vildi sér. Pilturinn kvaðst hafa ætlað að biðja hann næturgistingar. »Hana gaztu fengið, þótt þú gerðir ekki boð eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.