Gríma - 15.09.1931, Qupperneq 66
64
FEÁ JÓNI BISKUP VÍDALÍN
hann var orðinn biskup, og þótti mönnum þá heldur
að kveða.
Sjöorða-bókina samdi hann seinasta allra sinna
bóka og vandaði hana mjög. Er mælt að hann hafi
lagt mikið að sér með föstum og bænahaldi um þann
tíma, er hann hafði hana í smíðum; enda er hún ein-
hver hin ágætasta guðsorðabók, sem samin hefur
verið á íslenzka tungu.
Nokkru eftir það er Vídalíns-postilla hafði verið
prentuð og var farin að breiðast út um land, kom
piltur nokkur að Skálholti og hitti Jón biskup úti
við. Töluðust þeir við um stund og fann biskup, að
pilturinn var greindur og stóð ekki á svörum af
hans hendi. Mun pilturinn ekki hafa vitað, hvern
hann var að tala við. Biskup spurði, hvort hann
hefði ekki heyrt getið um nýju húslestrabókina, sem
út væri komin eftir biskupinn hérna. Pilturinn kvað
svo vera. »Hvernig heldurðu að mönnum geðjist að
henni?« spurði biskup. »Það er nú misjafnt til henn-
ar lagt«, svaraði pilturinn, »sumum þykir hún ágæt,
en öðrum þykir lítið til hennar koma«. »Hefur þú
nokkuð heyrt úr henni?« spurði biskup. Pilturinn
jánkaði því. »Hvernig þykir þér hún?« spurði bisk-
up. »Mér þykir hún nógu góð«, svaraði pilturinn;
»það er eins og biskupinn hafi smogið í hvers manns
rass«. Biskupi þótti svarið gott, þótt ekki væri það
sem kurteislegast; þóttist hann vita, að pilturinn
hefði átt við það, að biskup gæti mönnum svo nærri
eins og hann hefði búið í hvers manns huga. Greiddi
biskup eitthvað fyrir pilti þessum, áður en þeir
skildu.