Gríma - 15.09.1931, Side 71

Gríma - 15.09.1931, Side 71
SAGAN AF FOEVITNA JÓNI 69 hafa þar komið. Það sem eftir var jóla gerðist ekki neitt markvert, er í frásögur sé færandi. Að liðnum jólum kveður prestur álfana, en álf- konan grænklædda fylgir honum út. »Hvenær ætl- arðu að koma hingað alkominn?« spyr álfkonan prest. »Fyrir næstu jól«, svarar prestur. »Það ætla eg að biðja þig um, að hafa ekki hann Jón með þér«, segir álfkonan. Prestur lofar því. Eftir það kveður prestur álfkonuna mjög innilega. Stígur prestur síð- an í bátinn og Jón með honum; þá segir prestur við Jón: »Það sagði eg þér, Jón, að þú myndir illt af því hljóta að fara með mér, sem nú er fram komið; en þess bið eg þig að láta engan vita, hvar við höf- um verið«. Jón lofar því. Eftir það halda þeir heim, og var Jón jafnan eftir þetta sem utan við sig. Nú líður fram á næsta vetur. Einn sunnudag, nokkru fyrir jól, messar prestur og kveður söfnuð sinn í síðasta sinni; en enginn vissi, hvert hann ætl- aði. Síðan selur prestur eigur sínar og kemur þeim í peninga. Skömmu seinna kveður prestur heimafólk sitt og hverfur; vissi enginn, hvað um hann varð. Það er að segja af Jóni, að það var eins og allt kven- fólk hefði bölvun á honum, og allar þær stúlkur, sem hann bað, veittu honum afsvar. Þunglyndur var hann alla æfi síðan, en bezt kunni hann við sig, er hann var að ganga við fé.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.