Gríma - 15.09.1931, Qupperneq 78
76
HULIÐSHJÁLMSTEINN
20.
Hullðstajálmsteinn.
(Heimildir í sögninni eftir handriti Jóns Jakobssonar aó Ár-
bæ á Tjömesi 1908).
Fyrir hér um bil 60 árum síðan, þegar Ámi bóndi
Guðmundsson*) bjó á Sandhólum á Tjörnesi, var
það einhverju sinni að vorlagi í góðu veðri, að börn-
in frá Sandhólum fengu að fara út í fjörurnar norð-
an undir Sandhólabökkunum, til þess að tína skelj-
ar og steina til leikfanga.
Þegar þau komu niður í fjöruna, gengu þau hvert
með öðru og kepptust við að safna gullunum. Allt í
einu hvarf eitt bamið. Hin urðu þá hrædd og fóru
undireins að kalla. Barnið tók þegar undir við þau,
og heyrðist þeim það vera rétt hjá sér, en eigi að
síður sáu þau það hvergi, og við það minnkaði ekki
hræðsla þeirra, því að þau sáu hvergi fylgsni, er það
gæti dulizt í. Hófu þau köllin að nýju og báðu barn-
ið að koma, því að annars færu þau heim og segðu
fólkinu frá; en í þeim svifum sáu þau það standa
rétt hjá sér. Hræðslan hvarf nú fljótt og spurðu
börnin þá sem ákafast, hvert í kapp við annað, hið
týnda og afturfundna barn, hvar það hefði falið sig.
Það gat samt engar skýringar gefið þeim um það,
en sagðist hafa gengið á milli þeirra og týnt skeljar
og steina eins og þau. En rétt áður en þau byrjuðu
*) Hann var faðir Bjama, föður þeirra bræðra Ármanns,
Sveins og Helga, er til Ameríku fóru, og Sigurbjamar, er
lengi bjó á Sandhólum (f 1894), föður Áma á Hallbjarn-
arstöðum.