Gríma - 15.09.1931, Side 79
BARNSGRÁTUR í MERKJAÁRGILI 77
köllin, sagðist það hafa fundið einn stein, mjög fall-
egan, tekið hann upp í hendi sína og verið að skoða
hann, þegar þau byrjuðu hrópin. Þegar það sá, hvað
hin börnin urðu hrædd, greip það einnig hræðsla,
svo að það kastaði öllum skeljunum og fallega stein-
inum með. Nú vildu börnin fyrir hvern mun hafa
upp á steininum og byrjuðu öll nýja leit eftir hon-
um, en hvernig sem þau rýndu eftir honum á þeim
blettinum, er barnið sagðist hafa fleygt honum á,
tókst þeim ekki að finna hann.
Þegar börnin komu heim, sögðu þau frá atburði
þessum; var þeim þá sagt, að þetta mundi hafa ver-
ið huliðslijálmsteinn, er barnið fann.
Sögu þessa heyrði eg þau segja, föður minn sál-
aða og Sigurbjörgu Árnadóttur, sitt í hvoru lagi, og
bar þeim alveg saman. En þau voru bæði með í för-
inni.
(Jón Jakobsson er nú látinn fyrir nokkuð mörgum árum,
áður en þetta er prentað. Hann var ritari ágætur og skurð-
hagur vel, skýrleiksmaður og skilmerkur. Sandhólar þessir
eru í Tjörneshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu). O. B.
21.
Barnsgrátur f Merkjaárgili.
(Sögn Arna. Stefánssonar bónda í Litladal [ Eyjafirði fram.
1909).
Á Hálsi í Fnjóskadal átti eg heima 1874—1879.
Það var snemma á engjaslætti 1876, að eg, ásamt
öðrum karlmanni og einni stúlku, var við heyvinnu
fram í Ljósavatnsskarði, vestanmegin við svokall-
aðan Þingmannalæk. Hinumegin í Skarðinu er gil í