Gríma - 15.09.1931, Side 82
80 ÞORLÉIFUR Á BARÐI
23.
Þorleifur á Baríi.
(Handrit Tryggva Indriðasonar 1910).
Eitt sinn bjó maður sá á Barði við Akureyri, er
Þorleifur hét. Hann var talinnfjölfróður mjög. Hann
var skyggn og sagði fyrir ýmsa óorðna viðburði. Þor-
leifur fékkst alllengi við bræðslu á lýsi og varþví oft
af þeim, er þekktu, kallaður Bræðslu-Þorleifur eða
Bræðslu-Leifi. Síðustu ár æfi sinnar vann hann ýmsa
vinnu hjá Guðmundi nokkrum Jónassyni í Sigluvík,
en bjó þó á Barði og stjðrnaði kona hans búinu í
fjarveru hans. Einn morgun reis hann árla úr
rekkju og var ókátur mjög. Fréttu menn að, hvað
honum væri til fágleði, en hann lét fátt um, þangað
til húsbóndinn kom og fýsti að vita, hvað ylli hug-
raun hans. »Dauð er kona mín í nótt«, svaraði hann,
»og mun skammt milli draga dauða mínsoghennar«.
— Litlu síðar fréttist andlát konu hans, og var það
með sönnu, að þá nótt hafði hún dáið, sem Þorleifur
sagði. — Það var siður kaupmanna, sem þá voru við
Eyjafjörð, að leita frétta hjá Þorleifi um það, hve-
nær kaupskip þeirra væru væntanleg. Sagði hann á-
valt fyrir um skip þeirra og fór það æ eftir, er hann
sagði. Eigi gat hann þó sagt neitt um þau fyrr en
sem svaraði viku áður en skipin komu í höfn, því að
þá sagði hann að hulduskipið kæmi og væri það sann-
boði þess, að kaupför væru í nánd. Þetta gat hann
og gerði svo þráfalt, að engum kom til hugar að ef-
ast um áreiðanleik hans í því efni. Honum var lýst
svo að skapferli, að hann hafi fremur fálátur verið,
en enginn kenjamaður og ekki ódæll.