Bændablaðið - 06.10.2016, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta
sinn á sýningunni „Matur og nýsköpun“
sem haldin var í húsnæði Sjávarklasans í
Reykjavík á dögunum. Tilgangur sýningar-
innar var að kynna nýsköpunarfyrirtæki
og sprota sem vinna að nýsköpun og fram-
þróun í matvælaframleiðslu hér á landi, allt
frá hugmyndum og hönnun yfir í fullbúnar
vörur.
Um 30 fyrirtæki mættu og kynntu sínar
vörur fyrir gestum og gangandi. Það var
Sjávarklasinn sem stóð fyrir viðburðinum
í samvinnu við Matvælalandið Ísland og
Landbúnaðarklasann. Af úrvalinu að dæma
er mikil gerjun í frumkvöðlastarfsemi tengdri
matvælum um þessar mundir.
Fyrirtækið Eimverk hlaut íslenska mat-
arsprotann en það sérhæfir sig í framleiðslu
sterkra áfengra drykkja. Eimverk er á mik-
illi siglingu með þróun á íslensku viskíi en
forsvarsmenn fyrirtækisins segja að um 60 tonn
af íslensku byggi séu notuð í framleiðslunni.
Að sögn Egils Gauta Þorkelssonar, brugg-
meistara Eimverks, hentar íslenska byggið
einkar vel til viskígerðar en kostirnir við það
séu meðal annars að það sé bragðsterkt og vaxi
hægt. Fyrirtækið er sjálft í kornrækt en kaupir
líka beint frá bændum. Egill sagði í samtali við
Bændablaðið að á næsta ári hygðist fyrirtækið
nota yfir 100 tonn af fullþurrkuðu íslensku
byggi til áfengisframleiðslunnar.
/TB
Stór og lítil matvælafyrirtæki í fjölbreyttri nýsköpun:
Eimverk bruggar úr 60 tonnum af íslensku byggi
Líf og starf MÆLT AF
MUNNI FRAM
Á fjörur mínar rak litla vísnakompu úr fórum Friðbjarnar Guðnasonar frá Sunnuhvoli við Grenivík.
Friðbjörn, sem fæddur var 1903, fékkst
talsvert við vísnagerð, en flíkaði þeim ekki
frekar en svo margir aðrir. En tengdasonur
Friðbjarnar, Björn Ingólfsson, fyrrverandi
skólastjóri á Grenivík og hagyrðingur, hafði
þá fyrirhyggju, að halda lausblöðungum
og kompum Friðbjarnar ögn til haga, og
frá Birni fékk ég efni eftir Friðbjörn til
birtingar í þessum þætti. Eins og lesendur
hafa örugglega tekið eftir, þá hafa fjöl-
margar vísur Björns Ingólfssonar birst hér
í þáttum þessum, og því ekki að undra að
skólastjórinn sæi andleg verðmæti í efni
tengdaföður síns og viljað halda því til haga.
Laust trúi ég því, að vísnagerð Friðbjarnar á
Sunnuhvoli hafi beint latt Björn til mægða
við Sunnuhvolsheimilið, þvert á móti, og
sennilega glætt enn frekar með honum þá
miklu hæfileika sem hann býr yfir í dag.
Friðbjörn var um langt skeið sláturhús-
stjóri á Grenivík, og þegar hann hætti svo
sauðfjárbúskap fyrir elli sakir, þá orti hann
ám sínum þessi eftirmæli:
Mér mun bregða við í vor
að vafra um þöglar krærnar.
Þung mér reyndust þessi spor
þegar ég rak burt ærnar.
Harla hressan huga ber,
heim ég sný í skyndi,
en ærnar mæna á eftir mér
því arga mannkvikindi.
Útiverkin eru smá,
engin kind við stallinn.
Öldnu hjúin grett og grá
gjökta skökk um pallinn.
Næstu tvær vísur Friðbjarnar þurfa engra
skýringa með:
Gellur spói, grænkar mosi,
gleður hal og drótt.
Það er eins og blómin brosi,
bráðum er engin nótt.
Þunglyndi sem þjakar mann
þrýtur að flestra dómi
þegar syngur sólskríkjan
sínum hvella rómi.
Næsta vísa er auðvitað ort einhverju áður
en féð var skorið endanlega niður:
Merkilegt er mannlífið,
mörgu þarf að sinna.
Í fjárhúsunum fæst ég við
fjölgun kinda minna.
Næstu tvær vísur orti Friðbjörn til heim-
ilishundsins:
Tignar mig hann Tryggur minn
og tekur mark á gripnum,
hans er ljúfur hugurinn
og heimskan skín úr svipnum.
Mjög er lítill maturinn,
mér er það til ama.
Hefi ég og hundurinn
hugsað um það sama.
Þessi vísa Friðbjarnar skýrir sig sjálf:
Ei er blandað lævi loft
og laust við norðan rosa,
á mínu flakki finn ég oft
fólk sem kann að brosa.
Að fengnum heillaóskum orti Friðbjörn:
Léttist hugur, lyftist brá
lífs í stöngum hrinum
þegar koma kveðjur frá
kunningjum og vinum.
Ekið um hlað á Stærra Árskógi:
Hér er gróður nægta nógur
nytjagrös í hverri laut,
þó standi ei enn hinn stóri skógur
staðurinn af sem nafnið hlaut.
Okkar er komið ævihaust
þó ekki því ég gleymi
að aftur við hittumst efalaust
í öðrum og betri heimi.
163
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
Egill Gauti Þorkelsson er stoltur af framleiðsluvörum Eimverks sem m.a. notar íslenskt bygg.
Flóki heitir íslenska viskíið frá Eimverki.
Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum, kynnti
rófusnakk og Bulsur frá Havaríi.
Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi,
fræddi viðstadda um vörurnar frá Móður Jörð.
Wasabí-ræktun er með því frumlegra í mat-
vælageiranum um þessar mundir. Myndir / TB
Tinna Hrund Birgisdóttir kynnti taðreyktan lax
frá Opal Seafood.
Fallegar umbúðir utan um berjamysu frá Ís-
landusi.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum. Eiður og Björn Steinar hjá Saltverki poppuðu.