Bændablaðið - 06.10.2016, Síða 8

Bændablaðið - 06.10.2016, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 20168 Strandir: Súperman í Hvalárrétt Ungmenni frá sjálfboðaliðasam- tökunum SEEDS unnu fyrr í haust við endurbætur á gönguleið í Hallormsstaðaskógi. Þau eru frá átta Evrópulöndum. Þau unnu við viðgerð og betrumbætur á 2 km gönguleið sem liggur upp í fjallið á Hallormsstað, ofan við hótelið í skóginum. Gönguleiðin er mjög mikið notuð af erlendum gestum hótelsins og öðrum gestum skógarins. Í brattlendi verða gönguleiðir fljótt hálar á sumum stöðum. Var því orðið mjög brýnt að lagfæra leiðina og auka þar með öryggi gesta. Þetta er annað árið sem sjálf- boðaliðar frá SEEDS-samtökunum koma í Hallormsstaðaskóg og lag- færa gönguleiðir í skóginum, en þeir njóta verkstjórnar reynslumik- ils starfsfólks Skógræktarinnar á Hallormsstað, að því er fram kemur á vef Skógræktarinnar. /MÞÞ Sjálfboðaliðar lagfæra göngustíg í Hallormsstaðaskógi Íslensk hross státa af miklum fjölbreytileika í lit og skapgerð ekki síður en íslenska kúakynið og sauðfé landsmanna. Til að skerpa á vitund landsmanna um þessa eiginleika íslenska hestsins vill Bændablaðið bregða á leik og hvetja hestaáhuga- fólk til að senda blaðinu myndir af áhugaverðum folöldum sem komu í heiminn í sumar. Hugmyndina að þessu á Páll Imsland og snýst hún um að blaðið birti myndir sem áhugaverðar þykja undir þemanu „Folald sumarsins“. Leikurinn felst í því að lesendur sendi blaðinu mynd með upplýsingum og rökstuðningi fyrir að það eigi að útnefnast hið eina sanna folald sumarsins. Myndir og texta skal senda til Bændablaðsins á netfangið hk@ bondi.is eða bbl@bondi.is. Nauðsynlegt er að saga fylgi mynd sem rökstyðji eiginleikana. Bent skal á að góð mynd og góð saga getur haft töluverð áhrif á úrslitin. Texti má þó helst ekki vera lengri en 500 orð. Sagan gæti verið af óvenjulegum vitsmunum folaldsins, vin- áttutengslum eða óvenjulegum samskiptum manna og dýra. Það sem setur tilnefningum skorður er sem sagt harla fátt annað en eitthvað einstakt og athyglisvert. Í rökstuðningi þarf líka að tilgreina nafn folalds, fæðingarstað og helst númer í WorldFeng. Einnig foreldra folaldsins og hugsan- lega eitthvað frekar um ættarsöguna ef þörf þykir. Einnig höfund myndar. Mikilvægt er að mynd sé í bærilegum gæðum til birtingar. Þegar hafa nokkrar tillögur borist og stefnt er að birtingu á aðsendum tillögum og úrslitum í næsta blaði. Folald sumarsins 2016 Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra sótti ársfund Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem haldinn var í Hofi á Akureyri. Ráðherra segir ánægjulegt að sjá hve vel hafi tekist til með samein- inguna að baki þessari víðfeðmu stofnun og greinilegt að vel sé haldið utan um reksturinn, jafnt faglega og fjárhagslega. Þetta kemur fram í frétt á vef velferð- arráðuneytisins. Ársfundurinn er haldinn í lok fyrsta heila rekstrarárs sameinaðr- ar stofnunar en Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók formlega til starfa 1. október 2014 þegar sex heilbrigð- isstofnanir á Norðurlandi samein- uðust. Starfssvæði með 35 þúsund íbúa Starfssvæðið nær allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri og er fjöldi íbúa á svæðinu rúmlega 35.000 manns. Stofnunin er dreifstýrð á þann hátt að ekki eru eiginlegar höf- uðstöðvar heldur hafa stjórnendur starfsaðstöðu á þeirri starfsstöð sem hentar og kom fram á fundinum að upplýsingatækni sé lykillinn að því að slíkt skipulag gangi upp. Á fundinum kom fram að eftir nokkuð þunga fjárhags- og rekstr- arstöðu í upphafi, hafi staðan breyst til hins betra og var stofnunin rekin með lítils háttar rekstrarafgangi árið 2015, eða um 1,1 milljón króna. Sameining nær fram samlegðaráhrifum Í ávarpi heilbrigðisráðherra ræddi hann um áherslur sínar varðandi eflingu heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni. Sameiningin í eina stóra heilbrigðisstofnun á Norðurlandi hefði verið til þess fallin að ná fram samlegðaráhrifum, að bæta þjónustuframboð og jafna aðgengi fólks á öllu starfssvæðinu að heil- brigðisþjónustu. Ráðherra rakti m.a. hvernig framlög hafi verið aukin til tiltekinna verkefna í því skyni að styrkja þjónustu stofnunarinnar, m.a. með auknu fé fyrir námsstöður í heilsugæsluhjúkrun og heimilis- lækningum, framlögum til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum og auka framboð sálfræðiþjónustu o.fl. Rétt og góð ákvörðun Ráðherra segist sannfærður um að sameining heilbrigðisstofnananna í eina öfluga stofnun á Norðurlandi hafi verið rétt og góð ákvörðun: „Góður andi á ársfundinum hér í Hofi styrkir þá trú mína þar sem hér kemur saman fólk af öllu starfs- svæði stofnunarinnar. Fagleg og fjárhagsleg stjórnun stofnunarinnar virðist styrk og loks finnst mér til eftirbreytni hvernig stofnunin er dreifstýrð og án skilgreindrar höf- uðstöðvar.“ /MÞÞ Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands: Engar höfðuðstöðvar í dreifstýrðri stofnun Kristján Þór Júlíusson. Sjálboðaliðahópurinn ásamt starfsfólki Skógræktarinnar á fallegum haustdegi í Hallormsstaðaskógi. Myndarlegar tröppur sem liggja eftir landslaginu í skóginum. Að sjálfsögðu er notað heimafengið timbur úr skóginum til að útbúa Réttað var í Hvalárrétt í Hrútafirði, Strandasýslumegin, þann 17. sept. síðastliðinn í blíð- skaparveðri. Var þar margt um manninn og fé fallegt af fjalli og með fleira móti. Meðal annarra mætti Súperman til að aðstoða réttarstjórann þegar réttað var í Hvalárrétt í Hrútafirði fyrir skömmu. Reyndar var uppátækið partur af steggjun vina hans vegna vænt- anlegrar giftingar. Úr varð samt hin ágætasta skemmtun og létt yfir mannskapnum sem lét allt tal um pólitík, búvörusamninga og lækk- andi afurðaverð til bænda eiga sig þennan dag. Þess í stað naut fólk veðurblíðunnar og samveru hvað við annað. Kvenfélagið Iðunn í Bæjar- hreppi seldi veitingar í réttarskúrn- um sem fyrr og var sala með besta móti. Súperman aðstoðarréttarstjóri í Hvalarrétt. Hægra megin við hann er Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir réttarstjóri og Ragnar Pálmason „hliðvörður“ og bóndi á Kollsá 2. Mynd / ÓM Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Fréttir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.