Bændablaðið - 06.10.2016, Page 11
11Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur
skorað á innanríkisráðherra að
hrinda í framkvæmd þeim aðgerð-
um sem snúa að samgöngumálum
Grímseyinga og voru samþykkt-
ar af ríkisstjórninni í nóvember
í fyrra.
Bæjarráð fjallaði um stöðu mála
í Grímsey og byggðaþróunarverk-
efnið Brothættar byggðir á fundi
nýverið.
Fjórþætt aðgerðaráætlun
Aðgerðaráætlunin sem starfshópur
um vanda Grímseyjar lagði til við
ríkisstjórn í nóvember í fyrra var
fjórþætt. Styrkja átti stöðu útgerðar
í Grímsey, bæta átti samgöngur við
eyna, vinna átti hagkvæmnisathug-
un á lækkun húshitunarkostnaðar
og Grímsey átti að komast inn í
byggðaþróunarverkefnið Brothættar
byggðir.
Grímsey fékk inngöngu í
Brothættar byggðir á síðasta ári
og þar var haldið tveggja daga
íbúaþing síðastliðið vor. Unnið er
að aðgerðaráætlun fyrir eyna sam-
kvæmt verklýsingu verkefnisins og
stefnt er að því að kynna hana fyrir
íbúum nú í október. Verkefnið hlaut
nafnið Glæðum Grímsey en það er
samstarfsverkefni Byggðastofnunar,
EyÞings, Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar, Akureyrarkaupstaðar
og íbúanna sjálfra.
400 tonna byggðakvóti
Í vor tókst samkomulag um ráðstöf-
un sérstaks 400 tonna byggðakvóta
til þriggja ára sem útgerðirnar fjórar
í Grímsey skiptu á milli sín í sam-
ræmi við fyrirliggjandi aflaheimild-
ir. Útgerð í Grímsey stendur engu
að síður ekki jafn sterkum fótum
og áður. Bæði hafa útgerðir þurft
að selja frá sér aflaheimildir vegna
skulda og svo er nýliðun í greininni
líka mjög erfið.
Fiskveiðar og útgerð eru forsenda
byggðar í Grímsey og því mikilvæg-
ast að styrkja þessa þætti, ásamt
öðrum þeim atvinnugreinum sem
þegar eru í eynni. Þetta voru megin-
skilaboð íbúaþingsins sem haldið
var í byrjun maí. Nær allir fullorðnir
íbúar Grímseyjar, sem voru heima
þessa daga, sóttu þingið og er það
metþátttaka. Þátttakendur bentu
á leiðir til að styrkja sjávarútveg-
inn, svo sem aukinn byggðakvóta,
fullvinnslu, sérstakan byggðakvóta
til byrjenda og aðstoð við fyrstu
bátakaup.
Húshitunarkostur íþyngjandi
Verið er að vinna að hagkvæmnis-
athugun á lækkun húshitunar-
kostnaðar í Grímsey og von er á
niðurstöðunum hvað úr hverju. Þessi
athugun er líka í raun forsenda þess
að hægt verði að fara í frekari athug-
un á möguleikum þess að ráðast í
sjálfbærari lausnir við orkuöflun
og notkun í Grímsey. Grímsey er
eina þéttbýlið á Íslandi sem kynt er
með olíu og er kostnaðurinn við það
gríðarlega íþyngjandi fyrir íbúana.
Ein af þeim tillögum sem
var samþykkt, var að með sér-
stakri fjárveitingu yrði ferðum
Grímseyjarferjunnar fjölgað og að
bætt yrði við flugferðum. Einnig var
lagt upp með að koma á afslætti af
bæði ferju- og flugfargjöldum fyrir
íbúa Grímseyjar. Enn bólar ekkert á
þessum aðgerðum.
Fram kemur á vefsíðu
Akureyrarbæjar að sam kvæmt upp-
lýsingum frá innanríkisráðuneytinu
stefnir Vegagerðin að því að aug-
lýsa útboð á ferjusiglingunum milli
Dalvíkur og Grímseyjar á næstu
vikum. Þar er lagt upp með ein-
hverjar breytingar á fyrirkomulagi
ferjusiglinganna en óljóst er að segja
til um hverjar þær verða fyrr en að
loknu útboði.
/MÞÞ
Bæjarráð Akureyrar skorar á innanríkisráðherra vegna Grímseyjar:
Aðgerðaráætlun um samgöngumál verði hrint í framkvæmd
Heimskautsbaugur. Mynd / HKr.
Gríðarleg auking í
umferð á Hringvegi
Gríðarlega aukning varð á
umferðinni í ágúst á Hring-
veginum, hún jókst um 13% þegar
miðað er við sama mánuð í fyrra.
Frá áramótum hefur umferð um
Hringveginn aukist um 12,8%. Gert
er ráð fyrir að í ár aukist umferð um
11% í heildina og fari svo sem horfir
verður þar um að ræða met í umferð-
araukningu. Fyrra met var á milli
áranna 2006 og 2007 þegar umferð
jókst um tæp 7% á milli áranna.
Frá þessu er greint á vef
Vegagerða rinnar, en alls eru 16
lykilteljarar á vegum Vegagerðar-
innar á Hringvegi og jóks umferð
sem fyrr segir um 13% í ágúst miðað
við ágústmánuð í fyrra.
Mest aukning á Austurlandi
Mest jókst umferðin um lykilteljara
á Austurlandi, eða um rúmlega 25%.
Þessi aukning er bæði met í bílum
talið og í hlutfallslegum vexti milli
ára í ágúst.
11 þúsund fleiri bílar á dag
Aldrei hafa fleiri ökutæki ekið um
16 lykilteljara Vegagerðarinnar í
ágústmánuði frá því að þessi sam-
antekt hófst, en alls fóru rúmlega 97
þúsund ökutæki um sniðin 16 á degi
hverjum í síðasta mánuði. Árið 2015
fóru 86 þúsund ökutæki um þessi
sömu snið í sama mánuði. Þannig
að 11 þúsund fleiri bílar fóru um
Hringveginn á hverjum einasta degi
í nýliðnum ágúst miðað við sama
mánuð á síðasta ári.
Umferðin í ágúst hefur vaxið
mest frá upphafi samantektar eða
að meðaltali um 3,5% á ári. Þessi
aukning nú í ár er því margfalt meiri
en meðalvöxtur undanfarinna ára.
Búist er við að í heild aukist umferð
um 11% á Hringvegi miðað við allt
árið. „Enn aukast líkur á því að
aukningin nú í ár slái öll fyrri met
á Hringveginum,“ segir í frétt frá
Vegagerðinni. /MÞÞ