Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Fréttir Vatnsauðlindir Íslands skapa þjóðinni mikla sérstöðu − Eigum gnægð ferskvatns meðan víða er farið að ganga á vatnsbirgðir þjóða Í nýlegri skýrslu Arion banka um íslenska matvælaframleiðslu kemur fram að Ísland hefur mikla sérstöðu hvað varðar aðgengi að vatni. Vatnsforði á íbúa hér á landi er um 90-falt meiri heldur en í heiminum að meðaltali. Matvælaframleiðsla krefst yfirleitt mikils vatns og þar hefur Ísland hlut- fallslega yfirburði. Mun mikilvægi slíkra vatnsauðlinda að líkindum aukast í takt við vöxt efnahagsum- svifa og mannfjölda í heiminum. Talsvert er síðan hernaðaryfirvöld, m.a. í Bandaríkjunum, byrjuðu að tala um að næstu stórátök í heimin- um muni snúast um mat og aðgengi að vatni. Víða farið að ganga á vatnsforða þjóða Með auknum fólksfjölda eykst þrýstingur á vatnsforða. Því má ætla að virði vatnsauðlinda eins og Ísland býr yfir sé að aukast og muni aukast áfram. Einkum ef haft er í huga að landbúnaður stendur undir 60% af ferskvatnstöku í heiminum og að auka þarf framleiðslu á næstu árum vegna fólksfjölgunar. Víða um heim er þetta orðið stórvandamál og nægir þar að nefna helst ávaxtaræktarhéruð í Kaliforníu í Bandaríkjunum og stór þéttbýlissvæði á Indlandi. Góð staða á Íslandi Sökum fámennis, mikillar úrkomu, vatnsforðabúra í formi jökla og annarra þátta er gnægð af fersku vatni á Íslandi. Slíkt er hins vegar ekki tilfellið víðast hvar í heiminum. Á heimsvísu minnkaði ferskvatns- forðinn um 10% að meðaltali á árun- um 2007 til 2014. Mest minnkaði vatnsforðinn í löndum sunnan Sahara- eyðimerkurinnar, eða um 21%. Í Mið- Austurlöndum og Norður-Afríku minkaði forðinn um 13%, í Evrópu og Mið-Asíu um 10%, í Suður-Asíu um 9%, um 6% í Norður-Ameríku og um 8% í Suður-Ameríku og í löndum við Karíbahafið. Í skýrslunni segir að ef gert sé ráð fyrir að vatnsforðinn breytist ekkert frá því sem hann er í dag og ekkert vatn bætist við, myndi vatnsforðinn á Íslandi duga í rúm 1.000 ár. Hringrás vatns í náttúrunni gerir það aftur á móti að verkum að vatnið dugar um ókomna tíma svo lengi sem ekki er gengið á endurnýjun vatnsbirgð- anna. Verðmæti Íslands eykst því jafnt og þétt í hlutfalli við þverrandi ferskvatnslindir í öðrum heimshlut- um. /HKr. Landbúnaður er langstærsta og mikilvægasta atvinnu- greinin á Norðurlandi vestra. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fagnar því að samningur ríkis og bænda taki til 10 ára og að hin lagalegu starfs- skilyrði þeirra greina sem samn- ingurinn tekur til liggi fyrir til svo langs tíma. Þetta kemur fram í umsögn stjórnar SSNV til atvinnuveganefnd- ar Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Þar segir einnig að Norðurland vestra sé eitt öflugasta landbúnaðarsvæði landsins og því skipti starfsskilyrði greinarinnar íbúa Norðurlands vestra gríðarlega miklu máli. Byggðasjónarmið hafi verulegt vægi Stjórn SSNV styður markmið samn- inganna hvað það varðar að um sóknarsamninga verði að ræða og að ætlunin sé að efla samkeppnishæfni, auka fjölbreytni, stuðla að nýliðun og að landbúnaðurinn starfi í sátt við umhverfi en leggur áherslu á að byggðasjónarmið hafi verulegt vægi við framkvæmd samninganna. Um er að ræða fjóra samninga, samningur um starfsskilyrði fram- leiðenda garðyrkjuafurða, naut- griparæktar, sauðfjárræktar og almenn starfsskilyrði landbúnaðar- ins. Stjórn SSNV telur mikilvægt að fylgst verði vel með afleiðingum þeirra breytinga sem boðaðar eru í samningunum m.t.t. byggðaþróunar. Er þar m.a. átt við það að greiðslur verði auknar vegna gæðastýringar á kostnað greiðslumarks í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu. Stjórn SSNV fagnar áformum um aukinn fjárfestingarstuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt og átaks- verkefni til að auka virði sauðfjár- afurða og einnig fagnar stjórn SSNV framlögum til ullarnýtingar og svæð- isbundins stuðnings að því gefnu að horft verði til svæða sem falla vel að landbúnaðarframleiðslu og hafa búið við viðvarandi fólksfækkun. Að markmiðunum verði náð Í rammasamningi um almenn starfs- skilyrði landbúnaðarins eru lagðar til nokkrar áherslubreytingar. Lagt er til að aukin áhersla verði á jarð- ræktarstyrki m.a. vegna lands sem nýtt er til fóðuröflunar, nýliðun í greininni og stuðning við aðlögun að lífrænni framleiðslu og framlög vegna skógarafurða. Stjórn SSNV fagnar auknum stuðningi við ofan- greind atriði en hvetur jafnframt til þess að byggðasjónarmið verði látin hafa áhrif á stuðning samkvæmt rammasamningnum. Samkvæmt ofangreindum samn- ingum er gert ráð fyrir að þeir verði endurskoðaðir á árunum 2019 og 2023. Að mati stjórar SSNV er afar mikilvægt að vandlega verði fylgst með því að markmið samninganna náist, sérstaklega þau byggðarlegu sjónarmið sem liggja til grundvallar s.s. í samningnum um sauðfjárrækt. Öflugar afurðastöðvar í fjórðungnum Í umsögn stjórnar SSNV segir að á Norðurlandi vestra séu sem betur fer starfandi öflugar afurðastöðvar sem taki við og fullvinni landbúnað- arafurðir. Afurðastöðvar þessar séu stórir vinnuveitendur á Norðurlandi vestra og sé því starfsemi þeirra afar mikilvæg fyrir landshlutann í heild. Stjórn SSNV leggur áherslu á að ekki verði þrengt að starfsemi afurðastöðva á Norðurlandi vestra með óþarflega þröngri túlkun á EES- samningnum. SSNV lýsir yfir ánægju með meginmarkmið búvörulaga Stjórn SSNV lýsir yfir ánægju með meginmarkmið frumvarps til búvörulaga en leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði vel með afleiðingum þeirra breytinga sem þar eru lagðar til á byggðaþróun, sérstaklega á Norðurlandi vestra þar sem áratugum saman hefur verið mikil fólksfækkun. Íbúum lands- hlutans hefur fækkað um rétt 1.200 manns á síðustu 20 árum og er því öll óvissa um skilyrði greinarinnar til þess fallin að grafa enn frekar undan byggð í landshlutanum, segir í umsögn stjórnar SSNV til fjárlaganefndar Alþingis. /MÞÞ Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Fagna löngum gildistíma búvörusamninga Blönduós: Ný göngubrú í Hrútey í bígerð Blönduósbær hefur látið hanna nýja göngubrú yfir í Hrútey. Miðað er við að gamla Blöndubrúin verði notuð en hugað er að heildarað- gengi, salernisaðstöðu og bættum gönguleiðum í eyjunni. Hugmyndin er að fá fjárlaga- nefnd, Framkvæmdasjóð ferða- mannastaða og Vegagerðina að verk- efninu en bætt aðgengi að Hrútey ætti að gera hana að mun vinsælli áningarstað en nú er. Þetta kemur fram í skýrslu sveit- arstjóra Blönduósbæjar sem kynnt var á sveitarstjórnarfundi fyrir skömmu, en í henni er samantekt um verkefni sem eru í vinnslu á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar á hverjum tíma. Hrútey er friðuð sem fólksvangur að ósk heimamanna og er umsjón fólksvangsins alfarið í hönd- um heimamanna í samvinnu við Umhverfisstofnun. Í skýrslu sveit- arstjóra segir að öðru hvoru hafi komið upp sú umræða að ekki sé þörf á að loka eyjunni um varptím- ana sem er frá 20. apríl til 20. júní ár hvert. Nauðsynlegt sé að heimamenn í samvinnu við Umhverfisstofnun móti afstöðu til þess og að þær breytingar, ef til kæmu, yrðu í tengsl- um við nýja göngubrú. Þá segir í skýrslunni að einnig mætti skoða að hafa hluta eyjunn- ar lokaða þó að hægt yrði að ganga úti í hana og hugsanlega upp á efri stallinn á móti bílastæðunum. Önnur umræða sé svo um hvort ástæða væri til að hemja útbreiðslu lúpínunnar í eyjunni en hún sé að mestu norðan- megin í eyjunni. /MÞÞ Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.