Bændablaðið - 06.10.2016, Side 17

Bændablaðið - 06.10.2016, Side 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Sveitarstjórn Blönduósbæjar vill gera gamla bæinn á Blönduósi að verndarsvæði í byggð. Alþingi samþykkti á liðnu ári ný lög um heimild til að vernda byggðar- heildir og var þannig lagður grundvöllur að því að menningar- sögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta sé verndað um ókomin ár. Sveitarstjórn ákvað síðast- liðið haust að sækja um styrk til Minjastofnunar Íslands til að undirbúa umsókn um að gamli bærinn á Blönduósi verði verndar- svæði í byggð en sú umsókn var ekki afgreidd. Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar nýverið kynnti skipulagsfulltrúi drög að nýrri umsókn Blönduósbæjar til Minjastofnunar sem hann hefur unnið að í samstarfi við ráðgjafa. Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki til sveitar- félaga til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sveitarfélög skulu samkvæmt 4. grein lag- anna meta hvort innan staðmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðar varðveislu svipmóts og menningarsögu, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð. Verndarsvæði í byggð hafa mikið aðdráttarafl Víða í nágrannalöndum Íslands er í borgum og bæjum að finna minja- svæði og hverfi sem hafa stöðu sem söguleg verndarsvæði. Tilgangur slíkrar verndar er að leggja áherslu á gildi menningarsögulegs umhverfis fyrir einstaklinga og samfélög ásamt því að tryggja að slík svæði hljóti þá umhirðu og umhyggju sem þarf til að gildi þeirra verði viðhaldið. Ljóst er að slík verndarsvæði hafa víða átt þátt í að styrkja borgir og bæi bæði efnahagslega og félagslega. Í nágrannalöndum Íslands sýnir reynslan að slík verndarsvæði hafa mikið aðdráttarafl fyrir bæði heima- menn og gesti þeirra. Með hliðsjón af mikilvægi stefnumörkunar á sviði ferðaþjónustu skapast með uppbyggingu verndarsvæða tæki- færi til að leggja aukna áherslu á áhugaverða áfangastaði í þéttbýli og þar með dreifa því álagi sem aukinn ferðamannastraumur hefur á helstu náttúruperlur landsins. /MÞÞ Hollensku N bætiefnin eru áreiðanleika og u þér úrvalið í okkar og hjá endursöluaðilum. FARM-O-SA rómuð fyrir gæði. Kynnt verslunum Calforte styrkir Calcivit - B kalk- Pro - Keto Reviva orkudrykkur fyrir nýbærur Rediar skitumeðhöndlun Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is Reykjavík Lyngháls Akureyri Óseyri Borgarnes Borgarbraut Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Stórólfsvelli Hraustur gripur er gulls ígildi Blönduós: Gamli bærinn verði verndarsvæði í byggð Sveitarstjórn Blönduósbæjar vill gera gamla bæinn á Blönduósi að verndar- svæði í byggð. Í nágrannalöndum Íslands sýnir reynslan að slík verndarsvæði Mynd / MÞÞ Hraukabæjarkot, Hörgársveit Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópa- vogi sími 550 3000 er með til sölu lögbýlið Hraukabæjarkot, Hörgársveit, 601 Akureyri landnúmer 152502. Jörðin er rétt utan við Akureyri á fallegum stað. Reisulegt íbúðarhús sem er kjallari hæð og ris byggt 1956. Gömul útihús sem mætti nýta að hluta til. Umtalsverð skógrækt og um 9 hektara tún. Heildarlandstærð um 100 hektarar. Upplagt tækifæri fyrir þá sem hyggja á frekari skógrækt og ferðamannaþjónustu. Bærinn stendur við rætur Hlíðarfjalls tals- vert ofan við Blómsturvallaveg, beint upp af Dvergasteini. Landið liggur frá fjallshlíðinni og niður að landi í einkaeign rétt ofan við Norðurlandsveg og er landreign Hraukabæjarkots á milli Syðsta-Samtúns og Dvergasteins að norðan og Hraukabæjar að sunnan. Hraukabæjarkot var byggt sem hjáleiga úr landi Hraukabæjar á 17. öld. Áhugaverð staðsetning. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550 3000 eða 892 6000

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.