Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (European Commission) hefur gefið það út að aðildarþjóðum Evrópu- sambandsins sé hverri um sig heimilt að banna notkun á viður- kenndum erfðabreyttum lífverum (GMO). Því fylgdi nákvæm skil- greining á því hvað erfðabreyttar lífverur eru. • Heimildin veitir þjóðum ESB frelsi til að ákveða bann við ræktun á erfðabreyttum lífver- um. • Heimild til að banna markaðs- setningu á matvælum eða fæðu og tengdum vörum. • Heimild til að setja bann ef nota á erfðabreyttar lífverur í mat- væli eða fæðu sem ræktuð er í ríkjum ESB. • Fyrirtæki verða að sækja um leyfi til ræktunar og eða fram- leiðslu á erfðabreyttum lífver- um innan ESB í samræmi við reglugerð. • Ef ekki á að nota erfðabreyttar lífverur í matvæli eða fæðu, er nóg að sækja um einfalda heim- ild til ræktunar. Vísað er til pólitískrar stefnumót- unar Evrópuráðsins og í svokallað „2015 Work Programme“ þar sem ráðið skuldbatt sig til að endurskoða lagasetningar og heimildir varðandi erfðabreyttar lífverur (GMO). Það var gert í framhaldi af skoðana- könnun meðal ESB-ríkjanna þar sem 61% þjóðanna töldu erfðabreytt- ar lífverur ekki öruggar. Einungis þriðjungur svarenda sögðu að erfða- breyttar lífverur væru góðar fyrir hagkerfið. Hvað er erfðabreytt lífvera Þessari ákvörðun framkvæmda- stjórnarinnar fylgir skýring á því hvað sé átt við með orðasambandinu „erfðabreyttar lífverur“ eða GMO. Skilgreiningin er svohljóðandi í lauslegri þýðingu: „Matvæli og fæða sem eiga upp- runa sinn í plöntum og dýrum hafa verið ræktuð af mönnum í mörg þúsund ár. Með tímanum hafa þess- ar plöntur og dýr verið valin vegna æskilegustu eiginleika sinna til að nýta til ræktunar næstu kynslóða matar og fæðu. Sem dæmi voru plöntur valdar sem höfðu aukið þol gegn umhverfislegu álagi, eins og sjúkdómum, eða gáfu meira af sér en aðrar plöntur. Þessir eftirsóttu eiginleikar urðu til í gegnum náttúrulegar breytingar í genabyggingu viðkomandi plantna og dýra. Á síðustu tímum hefur orðið mögulegt að breyta genabyggingu lifandi frumna og lífvera með því að beita nýjustu líftækni sem kölluð er genatækni. Gen eru þá meðhöndluð efnafræðilega til að setja inn í þau nýja hæfileika. (t.d. plöntur eru gerð- ar þolnar gegn sjúkdómum, skordýr- um eða þurrkum. Plöntur eru gerðar þolnar gegn skordýra- og plöntueitri, fá aukin gæði, næringargildi og til að gefa meiri uppskeru. Slíkar lífverur eru kallaðar erfða- breyttar (genetically modified org- anisms - GMOs). Matur og fæða sem framleidd er úr eða innihalda slíkar erfðabreyttar lífverur kallast „gena- breyttur (erfðabreyttur) matur eða genabreytt fæða (genetically mod- ified (GM) food or feed).“ Íslenskir vísindamenn tala um „grundvallarmisskilning“ Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er sami skiln- ingur á hvað erfðabreyttar lífverur séu líkt og ítrekað hefur verið greint frá í Bændablaðinu. Nokkrir íslenskir vísindamenn í búgreinum hafa eigi að síður séð ástæðu til að gagnrýna slíka umfjöllun í Bændablaðinu. Umfjöllun blaðsins hefur þó einungis endurspeglað erlenda umræðu um sömu mál. Þar hefur líka margítrek- að verið tekið fram að erfðabreyttar lífverur þurfi í sjálfu sér ekki að vera hættulegar og er því ekki tekin bein afstaða til þeirra. Hins vegar hefur verið bent á að ræktunaraðferðir á erfðabreyttum lífverum hafi leitt til notkunar á ótæpilegu magni eiturefna sem getur gert afurðirnar hættulegar. Umfjöllun Bændablaðsins hefur því verið í fullu samræmi við yfirlýsingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þvert á það sem fullyrt var af nokkrum sérfræðing- um Landbúnaðarháskóla Íslands í síðasta Bændablaði undir fyrirsögn- inni „Kredda eða vísindi – hvort skal ráða för?“ Þar segir m.a.: „Umfjöllun Bændablaðsins endur- speglar grundvallarmisskilning á eðli erfðatækni og beitingu hennar í plöntukynbótum.“ Undir greinina léði eftirtalið fólk nafnið sitt: Áslaug Helgadóttir, prófessor í jarðrækt og plöntukynbótum við LbhÍ, Emma Eyþórsdóttir, dósent í búfjárkynbótum við LbhÍ, Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við LbhÍ, Jón Viðar Jónmundsson, sérfræðingur í búfjárkynbótum, Jónatan Hermannsson, lektor í jarð- rækt og plöntukynbótum við LbhÍ, og Þóroddur Sveinsson, lektor í jarð- fræði og fóðurverkun við LbhÍ. Þessir ágætu íslensku vísinda- menn eru greinilega afar hrifnir af líftækninni sem vissulega hefur gert margt gott. Í hrifningunni mega „kreddur“ vísindamanna þó ekki verða til þess að horft sé algjörlega framhjá vandanum sem tæknin hefur framkallað. Óhófleg eiturefnanotkun hefur verið fylgifiskur ræktunar á erfðabreyttum tegundum og skaðar bæði fólk og náttúru. /HKr. Sjáum til þess að hagur neytenda og bænda fari saman enda er öflugur landbúnaður allra hagur. Hverjum treystir þú? Katrín Jakobsdóttir, formaður VG Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nákvæma skilgreiningu á erfðabreyttum lífverum (GMO): Aðildarþjóðum ESB heimilt að banna erfðabreyttar lífverur innan sinna landamæra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.