Bændablaðið - 06.10.2016, Side 28

Bændablaðið - 06.10.2016, Side 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Hey Iceland er nýtt nafn á vöru- merki Ferðaþjónustu bænda sem tekið var í noktun 30. september og kemur í stað vörumerkisins Icelandic Farm Holidays sem félagið hefur fram til þessa notað í erlendu sölu- og markaðsstarfi sínu. Bryndís Pjetursdóttur mark- aðsstjóri segir að endurskoðun á vörumerkjum Ferðaþjónustu bænda hafi verið í undirbúningi undanfar- in ár. Ástæða nafnbreytingarinnar sé fyrst og fremst af markaðsleg- um ástæðum. Þar hafi vörumerk- ið Icelandic Farm Holidays þótt vera of takmarkandi og ekki alltaf lýsandi fyrir þá þjónustu sem verið var að veita. Gagnvart erlendum viðskiptavinum hafi þetta því oft kallað á útskýringar þegar t.d. var verið að bjóða gistingu annars stað- ar en á hefðbundnum sveitabæjum. Mikil stefnumótunarvinna hefur átt sér stað hjá fyrirtækinu og út frá henni voru forsendur fyrir nýju vörumerki og mark- aðsáherslum settar. Að því loknu var lagst í mikla hugmyndavinnu til að finna einfaldara nafn, með opnari skírskotun en samt nafn sem tengdist sögu okkar. Mörg nöfn hafi komið til skoðunar, en eftir mikla yfirlegu hafi komið upp hið ein- falda nafn Hey Iceland. Það er orð sem vísar til sveita landsins og sögu fyrirtækisins sem við erum svo stolt af og hefur líka þann skemmtilega kost að vera létt og vinaleg kveðja á alþjóðavísu. Viss söknuður en félagsmenn mjög ánægðir með breytingarnar Bryndís segir að nýja nafnið hafi verið borið undir félagsmenn, starfs- menn og sérfræðinga sem fyrirtækið hefur verið í tengslum við innanlands og erlendis. „Við fórum hringinn í kringum landið í september til að kynna félög- um nýtt vörumerki, en umræðan um nýtt vörumerki hefur staðið yfir lengi og var t.d. vinna við endurskoðun og breyttar markaðsáherslur kynnt- ar í febrúar sl. Félagar okkar tóku þessu mjög vel, þótt mörgum þætti sorglegt að sjá á eftir burstabænum í gamla „lógóinu“. Það var þó ekkert síður eldra en yngra fólkið í okkar félagahópi sem tók breytingunum fagnandi. Í hringferðinni spruttu líka upp mjög margar nýjar hugmyndir tengdar nýju nafni sem við munum þróa áfram. Þrátt fyrir breytingar helst starf- semi fyrirtækisins óbreytt með sama starfsfólki og áður en við erum einungis að skerpa á áhersl- um okkar. Það er okkur mikilvægt að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum en á sama tíma horfa til framtíðar.“ Hjá Hey Iceland starfa í dag um 34, en fleiri yfir hásumarið. Þar að auki er fjöldi fararstjóra í hlutastarfi og þegar mest lætur geta verið um 120 manns á launaskrá. Starfsmannafjöldinn hefur haldist nokkuð jafn undanfarin ár. Hófst með rýnivinnu fyrir þrem til fjórum árum Sævar Skaptason framkvæmdastjóri segir áhugavert að í rýnihópum, sem stofnaðir voru með bændum á síð- astliðnum vetri, hafi menn fagnað því að loksins ætti að koma með einhverja nýjung inn í starfsemina. „Þetta hófst allt saman fyrir einum þrem eða fjórum árum með stefnumótunarvinnu þar sem farið var í gegnum allan okkar rekstur og markmiðin skýrð. Við lærðum heilmið um hvernig við gætum gert gott fyrirtæki betra og Félag ferða- þjónustubænda fór líka í svona stefnumótunarvinnu. Ein niðurstað- an úr öllu þessu var að fara í skoðun á vörumerkinu. Við áttuðum okkur þá á því að sumir úr okkar hópi höfðu verið að upplifa sig sem gamaldags og fyrir- tækið væri ekki í takt við tímann og vörumerkið Icelandic Farm Holidays væri takmarkandi og næði ekki yfir þá margvíslegu þjónustu sem er í boði.“ Einstaklingarnir mikilvægasti markhópurinn Sævar segir að gagnvart útlending- um hafi fyrirtækið verið kynnt sem Icelandic Farm Holidays, sem feli í sér mjög ákveðna skírskotun. Í raun séu tveir markhópar sem þetta snertir sérstaklega, einstaklingarnir sem kaupi þjónustuna beint og hins vegar erlendar ferðaskrifstofur sem hafa ekki verið að setja það fyrir sig hvað fyrirtækið héti. „Það eru erlendir ferðamenn sem við erum að selja þjónustu beint og milliliðalaust sem er okkar mikil- vægasti markhópur. Við erum að selja þeim margskonar þjónustu, gistingu, bílaleigupakka og t.d. þematengda afþreyingu. Frá þess- um viðskiptavinum vorum við að fá skilaboð um að ferðina hafi verið yndislega, en jafnframt líka að þeir hafi keypt Farm Holidays pakka, en aldrei séð nein dýr, engin fjós eða annað sem tilheyrir sveitabæjum. Þetta fólk var þá að lenda á bæjum sem voru ekki lengur með búskap og var upplifun þeirra því ekki í sam- ræmi við ályktun sem þau drógu úr nafni vörumerkisins. Einstaklingar eru okkar verðmætasti kúnnahópur sem við viljum geta talað skýrar við með skýrum áherslum. Þá vorum við líka að lenda í því á ferðasýningum í London og víðar að nafnið Icelandic Farm Holidays fældi mögulega viðskiptavini frá sem ekki voru endilega að leita eftir hreinræktaðri gistingu á sveitabæj- um. Ég get nefnt dæmi af einum sem hafði ekki áhuga á hefðbundinni bændagistingu að hann fór í næsta sölubás við hliðina á mér þar sem hann hafði áhuga á annars konar upplifun, sem hann taldi ferðaþjón- ustuaðilann við hliðina á mér geta uppfyllt betur. Hér er birtingarmynd okkar erlendis í gegnum vörumerkið Icelandic Farm Holidays að trufla mögulega viðskiptavini okkar. Þessu ætlum við að breyta með því að taka upp nýtt nafn sem tengir vel við sögu okkar. Heimurinn hefur líka breyst mikið með nútíma markaðsað- ferðum í gegnum netið. Nú skiptir meira máli að við pössum inn í það umhverfi og séum ekki fyrirfram að takmarka okkur með nafninu og séum með skarpa sýn á framtíðina.“ Tengingu við sveitina haldið með nýju nafni Óttist þið þá ekkert að tapa þeirri sérstöðu sem vissulega er falin í gamla nafninu? „Nei, en hjá okkar starfsfólki er að halda í sögu fyrirtækisins sem er mjög farsæl. Upphaflega eigum við rætur okkar að rekja inn í hrein- ræktað bændasamfélag. Síðan tókum við félagið á sínum tíma og gerðum það að okkar og byggðum það upp á nýjum forsendum. Fyrirtækið hefur í dag gott orð á sér og sú þjónusta sem við höfum verið að veita. Áskorunin felst því í að brúa bilið á milli upp- runans og nútímans og upplýsa kúnnann um hvað standi í raun á bak við nafnið Hey Iceland. Þá er það ekki síðri áskorun að finna nýja og fjölbreyttari markhópa þar sem þessi saga skiptir ekki eins miklu máli, en nafngiftin Icelandic Farm Holidays hefur virkað fráhrindandi á.“ − Þið teljið að með vörumerki Hey Iceland náið þið frekar þessum markmiðum? „Já, við teljum að með nýja vörumerki Hey Iceland, sem inni- felur samt tengslin við sveitina og náttúruna, náum við betri mark- aðstengingu.“ Upplifun á hefðbundnum bóndabæ ennþá ein af afurðum Hey Iceland Bryndís Pjetursdóttir segir að skerpt hafi verið á markaðsáherslum. „Við munum alltaf leggja áherslu á sveitina, þar er okkar sérstaða og saga sem er okkur mikilvæg. Við leggjum áfram áherslu á farm holi- day eða upplifun á hefðbundnum bóndabæ en í dag eru tæplega 40% félaga okkar með hefðbundinn búskap. Við höfum skilgreint vöru- framboð okkar betur og nálgumst nú markhópa í gegnum hnitmiðaðri markaðssetningu. Með nýju vöru- merki og betur skilgreindu vöru- framboði teljum við að við náum að mæta væntingum viðskiptavina okkar betur svo þeir fái þá upplifun sem þau sækjast í.“ Ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar Sævar tekur undir þetta og segir að í framtíðinni muni þau skilgreina sig betur sem ferðaskrifstofu lands- byggðarinnar. „Í gegnum þetta nafn- breytingarferli ætlum við að gera okkur að áhugaverðum kosti fyrir fleiri aðila en við erum að vinna Bryndís Pjetursdóttur markaðsstjóri. Sævar Skaptason framkvæmdastjóri.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.