Bændablaðið - 06.10.2016, Side 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
Bonito ehf. • Friendtex • Praxis
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is
Fatnaður og skór
til vinnu og frístunda
Teg. 25090
Litir: Svart/Hvítt/Blátt
Str. 36-42
Verð 14.990
Primaloft úlpur
fyrir dömu og herra
í mörgum litum,
með og án hettu,
síðar og stuttar.
Verð frá 22.900
velkominVerið
Sölusíðan er asa.friendtex.is
Nýju flottu
friendtexvörurnar
eru komnar í verslun
Sveitarfélagið Skagafjörður:
Fimm umhverfisviðurkenningar
Hluti hópsins sem keppa mun í Þýskalandi á Ólympíuleikunum í matreiðslu.
Sveitarfélagið Skagafjörður veitti
á dögunum umhverfisviðurkenn-
ingar, þær voru alls fimm að þessu
sinni.
Soroptmistaklúbbur Skaga fjarðar
hefur séð um framkvæmdina þau
tólf ár sem viðurkenningar hafa
verið veittar. Fyrirkomulagið var
með hefðbundnu sniði, sex hópar
skiptu með sér svæðinu frá Fljótum
inn allan Skagafjörð að Hofsvöllum
og út að Hrauni á Skaga. Hóparnir
fóru tvisvar um sitt svæði yfir sum-
arið og skiluðu inn tillögum. Frá
þessu er sagt á vef Sveitarfélagsins
Skagafjarðar.
Valnefnd klúbbsins hefur að
mörgu að hyggja og endurskoðar
reglulega viðmiðin varðandi matið.
Sem dæmi um þau atriði sem horft
er á og gefin einkunn fyrir er m.a.
frágangur bygginga, geymsla tækja
og áhalda, viðhald girðinga, almenn
umgengni og heildarmynd húsa, lóða
og sveitabýla.
Að sögn Soroptmistasystra er
umgengni stöðugt að batna í sveitar-
félaginu og íbúar að gera umhverfið
snyrtilegt og fallegt en í þessu eins
og mörgu öðru má oft gott bæta.
„Ef við íbúar erum tilbúin að sinna
okkar nánasta umhverfi, þó það sé
utan lóðarmarka, við að tína rusl og
uppræta illgresi þá er hægt að ná
miklum árangri sem er til ánægju
fyrir okkur sjálf og þá sem sækja
okkur heim,“ segja þær systur enn-
fremur og hvetja íbúa í Skagafirði
til að leggja sitt af mörkum til að
fegra fjörðinn. Á þeim tólf árum
sem Soroptmista klúbburinn hefur
haft veg og vanda af tilnefningum
til umhverfisverðlauna í Skagafirði
hafa 73 staðir fengið viðurkenningu
og í ár voru veittar fimm viðurkenn-
ingar í flokkunum; lóð í þéttbýli, lóð
við fyrirtæki, sveitabýli án búskapar
og lóð við opinbera stofnun. /MÞÞ
Brennihlíð 3 – Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson.
Langamýri – fræðslusetur kirkjunnar. Smáragrund 13 – Ásta Búadóttir og Trausti Jóel Helgason.
Stóra-Seyla – Steinunn Fjóla Ólafsdóttir og Guðmundur
Þór Guðmundsson.
Sveitasetrið Hofstöðum – Guðný Vésteinsdóttir og Þórólf-
ur Sigurjónsson.
Smitsjúkdómurinn orf hefur
greinst í nokkrum hreindýrum
á yfirstandandi veiðitímabili.
Sjúkdómurinn er vel þekktur í
sauðfé. Oftast verða dýrin ekki
mikið veik en smitið getur valdið
skemmdum á júgri og þar með
vanþrifum í kálfum. Fólk getur
smitast af snertingu við hrúðrið
sem sýkingin veldur.
Í frétt á heimasíðu Matvæla-
stofnunar segir að Náttúrustofa
Austurlands hafi haft samband
við Mast vegna gruns um orf
í hreindýrum. Sýni voru tekin
og send á Tilraunastöð Háskóla
Íslands í meinafræði að Keldum
þar sem greining fór fram.
Meinafræðiniðurstöður leiddu í ljós
að breytingarnar samrýmdust þeim
sem verða við orf-veirusýkingu.
Við veirurannsókn, sem var einnig
framkvæmd á Keldum, kom í ljós
að um parapox-veiru var að ræða
sem staðfestir greininguna.
Landlægur sjúkdómur í sauðfé
Orf, sem einnig er nefnt smitandi
munnangur, kindabóla eða slátur-
bóla, er veirusýking sem er landlæg
í sauðfé um allt Austurland og hefur
verið í áratugi. Hún finnst einnig
víðar á landinu. Eftir smit myndast
lífslangt ónæmi, því er mikilvægt
að ungviði smitist snemma þar sem
veiran er landlæg. Þegar veiran
berst í eldri dýr sem ekki eru með
ónæmi þá fer þetta á aðra staði en
munnvik, til dæmis við hornarót,
klaufir eða, það sem verst er, á
júgur og spena.
Líklegt er að orf smitist frá sauð-
fé yfir í hreindýr en sýkingin hefur
greinst í mörgum dýrategundum.
Smit veldur líklega ekki miklum
vandræðum nema það berist á júgur
hreinkúa meðan þær mjólka mest.
Þá verða helstu áhrifin á hjörðina
sú að kálfar gætu verið í minna lagi
en það fer eftir aldri kálfanna þegar
kýrin smitast. Sýkingin gengur þó
yfir á nokkrum vikum. Smit verður
með snertingu og öðru sem hefur
komist í snertingu við sýkta vessa.
Alvarleg tilfelli
Borist hafa tilkynningar frá
Austurlandi um alvarlegri tilfelli
þar sem breytingarnar ná dýpra í
undirliggjandi vef. Líklegt er að
það séu afleiðingar bakteríusýkinga
sem koma í kjölfar húðbreytinga
sem stafa af veirusýkingunni.
Afleiðingar slíkra sýkinga eru lík-
legar til að hafa langvarandi áhrif á
mjólkureiginleika hreindýrakúnna
en það fer eftir því hversu djúpt í
vefinn sýkingin nær.
Getur borist í fólk
Smitandi munnangur getur borist í
fólk og veldur þá stundum vondum
sýkingum, einkum á fingrum. Það
er því full ástæða til þess að vara
veiðimenn við og minna á að snerta
aldrei hrúður með berum höndum.
/VH
Dýraheilbrigði:
Orf í hreindýrum
í mörgum dýrategundum.
Kokkalandsliðið keppir á Ólympíuleikum
Í matreiðslu í Þýskalandi
Kokkalandsliðið keppir á
Ólympíuleikum í matreiðslu í
október og fylgir eftir framúrskar-
andi árangri sínum frá síðasta
Heimsmeistaramóti sem skilaði
liðinu í 5. sæti á heimslista. Liðið er
í toppformi og á lokaspretti í sínum
undirbúningi en æfingar hafa staðið
yfir í 18 mánuði.
Ólympíuleikar í matreiðslu eru
haldnir á fjögurra ára fresti og verða
haldnir í Þýskalandi 21.–26. október.
Ólympíuleikar eru stærsta og mest
krefjandi keppni kokkalandsliða í
heiminum. Þar mætast 2.000 af fær-
ustu kokkum heimsins frá um 50
þjóðum og keppa sín á milli. Keppt
er í tveimur greinum, annars vegar í
köldu borði, eða Culinary Art Table,
og hins vegar er keppt í heitum mat,
eða Hot Kitchen. Í keppninni um
heitu réttina er útbúinn þriggja rétta
matseðill með forrétti, aðalrétti og
eftirrétti, sem eldað er frá grunni á
keppnisstað fyrir 110 gesti.
Í fyrrihluta október verður mikið
um að vera í undirbúningi liðsins
og gefast tækifæri fyrir fjölmiðla
og almenning að skyggnast bak við
tjöldin í eldhúsi Kokkalandsliðsins.
Kokkalandsliðið skipa:
Þráinn Freyr Vigfússon, sjálf-
stætt starfandi, faglegur fram-
kvæmdastjóri, Bjarni Siguróli
Jakobsson, Canopy hótel,
fyrirliði, Jóhannes Steinn
Jóhannesson, Canopy hótel, liðs-
stjóri, Steinn Óskar Sigurðsson,
Vodafone, liðsstjóri, Hafliði
Halldórsson, sjálfstætt starf-
andi, framkvæmdastjóri, Björn
Bragi Bragason, Síminn, for-
seti Klúbbs matreiðslumeist-
ara, Ylfa Helgadóttir, Kopar,
Stefán Viðarsson, Icelandair
Hotels, Hrafnkell Sigríðarson,
Ion Hótel, Hafsteinn Ólafsson,
Ion Hótel, Atli Þór Erlendsson,
Grillið Hótel Saga, Sigurður
Ágústsson, Tryggvaskáli, Axel
Björn Clausen, Fiskmarkaðurinn,
Garðar Kári Garðarsson, Strikið,
Georg Arnar Halldórsson,
Kolabrautin, María Shramko,
sjálfstætt starfandi, Fannar
Vernharðsson, Vox.
Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing
og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020
eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is
Skipholt 50b, 105 Reykjavík
Vegna aukinnar eftirspurnar óskum
við eftir bújörðum á söluskrá