Bændablaðið - 06.10.2016, Page 38

Bændablaðið - 06.10.2016, Page 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Sláturtíð á KEX Hosteli: Krásir úr lambakjöti og innmat Um síðustu helgi efndi KEX Hostel til götumatarhátíðar undir yfir- skriftinni Sláturtíð á KEX, þar sem krásir voru eldaðar úr lamba- kjöti og innmat. Fjöldi manns sótti hátíðina sem stóð yfir bæði á laugar- og sunnudegi. Kunnuglegt og framandi Bæði kunnuglegir réttir og fram- andi voru í boði á laugardeginum, gjarnan í búningi sem Íslendingar eiga ekki að venjast. Þar mátti finna steikta rúllupylsu á súrdeigsbrauði, lambakebab í vefju með sýrðu hvít- káli, sterkri sriracha-sósu og jógúrti, bris'n'chips, bris með frönskum í kramarhúsi, frelsisborgara KEX með lambakjöti, nýru og hjörtu í enskri „Cornish pasty“-böku og slátur í pylsubrauði með rófu. Sláturgerð Hússtjórnarskólans Á sunnudag var svo sýnikennsla í sláturgerð sem Margrét Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans, stýrði af fagmennsku. Hún fór yfir það hvernig maður hreinsar vambir, brytjar mör, saumar keppi og hrærir í blóðmör og lifrarpylsu. /smh Lambakebab í vefju með sýrðu hvítkáli, sterkri sriracha-sósu og jógúrti. Margrét Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans, stýrði af fagmennsku sýnikennslu í sláturgerð.Fjölmenni var á viðburðinum um helgina. Steikt rúllupylsa á súrdeigsbrauði.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.