Bændablaðið - 06.10.2016, Page 48

Bændablaðið - 06.10.2016, Page 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Jón er uppalinn á Sauðanesi og Herdís kemur austan frá Dalatanga. Í fjárskiptunum 1992–1994 tóku þau við búskap af Trausta og Huldu, foreldrum Jóns. Á Sauðanesvita er vitagæsla og veðurathugunarstöð. Einnig er starf rækt hestaleiga og reið- námskeið. Höfum einnig verið fósturforeldrar í rúm 10 ár. Býli: Sauðanes. Staðsett í sveit: Við utanverðan Siglufjörð að vestan. Ábúendur: Jón Traustason, fædd- ur 1965, og Herdís Erlendsdóttir, fædd 1967. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum þrjú börn: Hannibal Páll, f. 1994, jeppamaður, trillusjómað- ur, verðandi bóndi o.fl., Jódís Ósk, nemi við MTR og starfsmaður hjá Olís Ólafsfirði, og Hulda Ellý, nemi í Hússtjórnarskólanum í Hallormsstað. Tveir fóstursynir eru þeir Óðinn Þór Jóhannsson, nemi í MTR og Aron Eiríksson, nemi í grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Stærð jarðar? Nær frá Herkonugili að vestan og í mitt Strákafjall að austan. Gerð bús? Sauðfjárbú og hestaleiga. Fjöldi búfjár og tegundir? 200 kindur, 25 hross, 2 smalahundar, 5 geitur, nokkrar landnámshænur og 10 endur – þar af 2 áhorfendur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fáir dagar algerlega alveg eins. Gegningum að vetri er sinnt tvisvar á dag. Einnig er hrossum haldið í þjálfun og tamið svo til allt árið. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt gaman, þó sér- lega sauðburðurinn og einnig göng- ur og réttir að hausti. Leiðinlegast hvað búskapinn varðar þegar liggur í hvössum norðaustanáttum með hríð í marga daga (þá er samt gaman fyrir jeppamenn). Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Trúlegast með svipuðu sniði en vonandi með betri afkomuskil- yrðum. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Innan stéttarinnar, ágæta, en mættu hafa burði til að geta beitt sér harðar út á við. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Erfitt að spá fyrir um það á þessum óvissutím- um. Þó vonandi að bændur, ráðamenn landsins hverju sinni – og þjóðin í heild – beri gæfu til að ná samstöðu um nauðsyn þess að hér geti landbún- aður þrifist á eðlilegum forsendum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Ferðafólk sem hér kemur, víðs vegar að úr heiminum, er svo til undan- tekningalaust mjög áhugasamt um íslenskar landbúnaðarafurðir. Það fólk hrífst af þeirri víðáttu sem t.d. sauðkindin býr við í sumarhögum og tengir það við heilbrigði dýr- anna. Samkvæmt því mætti ætla að sóknarfærin séu víða en vitum þó að talsverð vinna og kostnaður fylgir kynningu afurða og kostar tíma og fjármuni. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Svalasti maturinn á bænum. Mjólk, ostur, smjör, lýsi, ávextir, grænmeti – og stundum súrmatur, hákarl og harðfiskur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerð bjúgu, fiski- og kjötbollur – og svo það allra vinsælasta er siginn fiskur og vel saltað selspik, ættað frá Pétri, vini okkar í Ófeigsfirði á Ströndum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Skemmtilegt, vel heppnað og minnisstætt var þegar vel tókst að venja hálfs mánaðar gamalt lamb undir kind. Á meðan ærin var að kara lambið á fullu, lá lambið jórtrandi sprengsatt hjá ánni og lét sér vel líka. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Þrír einfaldir og góðir eftirréttir Hér koma þrír einfaldir og góðir eftirréttir þar sem bláber, súkkulaði og möndlur eru í aðalhlutverki. Púðursykurskaka með bláberjum og íslenskum rjóma Kannski einfaldasta og besta kakan þegar haustið tekur yfir og líkaminn kallar á eitthvað sætt. Þá er um leið hægt að friða samviskuna með mein- hollum bláberjum í bland við sykurinn. › 5 dl eggjahvítur › 5 dl púðursykur › 1/2 msk. kartöflumjöl › 1 peli rjómi (þeyttur) › fullt af bláberjum (ekki er verra að þau séu handtínd, annars bara úr búðinni) Aðferð Til að gera þessa gömlu og góðu köku byrjum við á að hræra saman öllu hráefninu í botninn; eggjahvítu, púðursykri og kartöflumjöli – og svo þeyta uns blandan verður loftkennd og stinn. Bakað í tveimur lausbotna formum í eina klukkustund við 100 gráður. Leggjum þær svo á hvolf á kökudiska og tökum formin af, leyf- um að kólna. Setjum svo saman með bláberjum og þeytta rjómanum. Gott er að strá smá súkkulaðispæni yfir og loka svo með hinum botninum. Það má svo skreyta með ögn af rjómanum og berjum á toppinn. Súkkulaðikaka („ Club Sandwich “) › 300 g heil egg › 90 g agave-síróp › 150 g sykur › 90 g hakkaðar möndlur › 145 g hveiti › 30 g kakóduft › 10 g lyftiduft › 145 g rjómi › 165 g smjör › 80 g dökkt súkkulaði › sulta að eigin vali Aðferð Blandið eggjum og agave-sírópi saman við sykurinn. Bætið við hökkuðum möndlum og sigtuðu hveiti með kakó- og lyftidufti. Bætið við rjóma, smjöri og heitu bræddu súkkulaði. Möndlumulningur › 140 g púðursykur › 140 g hveiti › 140 g hakkaðar möndlur › 140 g smjör Aðferð Sigtið saman þurrefnin. Bætið köldu smjöri við sem skorið er í teninga og hrærið saman í hrærivél með spaða. Hráefnið mun smám saman blandast saman í deig. Mótið í litlar kúlur eða litla kubba með hníf. Sett til hliðar í kæli. Bakið svo við 150–160 gráður þar til mulningurinn er gullinn á lit. Útbúið möndlumulninginn og setjið 200 g ofan á kökudeigið. Bakið við 160 gráður í um 10 mínútur. Berjasulta. Dreifið 420 g yfir helming súkkulaðikökunnar. Lokið með hinum helmingnum af kökunni og þrýstið varlega saman. Frystið. Skerið í 7 x 7cm þríhyrninga eins og gert við bjórsamlokur. Framreiðið með jarðarberjum. Umbúðahugmynd Setjið í samlokuumbúðir til gamans, þá passar kakan beint í bakpokana í haustgöngutúrana. Kakómjólkurkrem með sykurpúð- um og hindberjum fyrir 6–8 skammta Kakómjólkur-súkkulaðikrem › 70 g kakómjólk › 115 g rjómi › 50 g eggjarauður › 40 g sykur › 165 g gott mjólkursúkkulaði › 50 g vatn › 10 g kakóduft Aðferð Koma rjómablandinu til suðu. Blandið sykri og eggjarauðu saman. Elda í potti við 85 °C (nota kjarnhita- mæli fyrir kjöt). Hellið yfir súkkulaði til að gera súkkulaðikremið. Hita upp vatnið og bætið kakódufti í, þá bætið við súkkulaðikremið. Gott að vinna saman með töfrasprota og setja svo í glös í kæli. Hvítsúkkulaði-sykurpúðar › 40 g eggjahvítur › 120 g sykur › 24 g glúkósa; hunang eða agave-síróp › 35 g vatn › 5 g matarlím › 25 g hvítt súkkulaði Látið matarlím liggja í vatni í um 20 mínútur. Elda sykur og vatn í 143 gráðum (nota kjötmæli) og þá er matarlími bætt í sykurblönduna. Þeytið eggjahvítu og hellið sykri yfir til að gera marengs. Látið kólna við stofuhita. Bætið bræddu hvítu súkkulaði yfir og spraut- ið ofan á glasið. Skreytið með hind- berjum. Ef á að nota sykurpúðana í annað er gott að setja þá á bakka og sigta yfir 50/50 af flórsykri og maísmjöli – þá myndast húð utan um sykurpúðana. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Sauðanes Súkkulaðikaka („Club Sandwich“).Púðursykurskaka með bláberjum og íslenskum rjóma.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.