Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Líklegt að 66 kúabú verði í Eyjafirði eftir áratug – þeim mun fækka um 17 frá því sem nú er en samt er búist við að framleiðslan aukist um ríflega þriðjung Gera má ráð fyrir að 66 kúabú verði í rekstri í Eyjafirði að áratug liðnum og á þeim verði að meðaltali um 73 árskýr. Meðalafurðir verða um 8.000 lítrar og framleiðslan í heild á þessum búum verði um 580 þúsund lítrar, en hún er nú 365 þúsund lítrar. Þetta er sviðsmynd sem Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, brá upp í erindi sínu á aðalfundi sambandsins nýverið. Hann fór yfir þróun mála í mjólkurframleiðslunni á Eyjafjarðarsvæðinu, hóf leikinn árið 1978 og tók stöðuna á hverjum áratug eftir það, árin 1988, 1998, 2008 og svo nú í ár, 2018, auk þess að spá fyrir um hvernig mál geta þróast á næsta áratug, eða til ársins 2028. 83 kúabú nú starfrækt í Eyjafirði Alls voru 250 kúabú rekin í Eyjafirði árið 1978 og árskýr á hverju búi að meðaltali 27. Framleiðsla þessara búa nam 110 þúsund lítrum. Svipaður fjöldi árskúa var á eyfirsku búunum áratug síðar og magnið álíka mikið einnig, en búum hafði fækkað um 30 í allt, voru 220 talsins. Til tíðinda dró á næsta áratug þar á eftir, en búum hafði þá fækkað talsvert, þau voru 163 talsins árið 1998 og árskúm hafði fjölgað aðeins, voru 32 talsins. Nokkurt stökk verður svo á þeim áratug sem við tók, til ársins 2008, en kúabú í Eyjafirði voru þá orðin 98 talsins en árskýr voru 47,6, þannig að fjölgun árskúa á þeim áratug var umtalsverð. Á þessu ári eru kúabúin í Eyjafirði alls 83 og árskýr ríflega 56 að meðaltali á hverju búi. Sigurgeir spáir fyrir um hugsanlega þróun á komandi áratug, til ársins 2028, og gerir ráð fyrir að búum haldi áfram að fækka en þau sem eftir verða stækki. Þannig telur hann líklegt að 66 kúabú verði í rekstri í Eyjafirði árið 2028 og árskýr að meðaltali 73 á hverju þeirra. Margir óvissuþættir „Þetta er mynd sem ég dreg upp með öllum þeim óvissuþáttum sem vissulega eru inni í myndinni og við sjáum enn ekki fyrir um hver endanleg áhrif hafa. Þessi spá byggir á þeirri þróun sem orðið hefur í greininni, þar sem búum fækkar jafnt og þétt en þau stækka og framleiðslan eykst. Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða munu nýta sér tæknina til aukinnar framleiðslu án þess að vinnuálag vaxi,“ segir Sigurgeir. Hann segir að vitanlega gildi enn hið fornkveða að sérstaklega erfitt sé að spá fyrir um framtíðina og tekur fram að nú líkt og áður sé uppi óvissa og erfitt í nútíðinni að sjá fyrir um hvernig spilist úr. „Það er erfitt að lesa úr því núna á hvern hátt þessi óvissa mun hafa áhrif á framvinduna í mjólkurframleiðslunni,“ segir Sigurgeir. Meðal þess sem kann að hafa áhrif til framtíðar litið er aukinn innflutningur t.d. á mjólkurvörum og nautakjöti, en innflutningur á nautakjöti hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin misseri og er ekkert lát á. „Einhver áhrif mun þetta hafa en ómögulegt að segja fyrir um hver nákvæmlega núna.“ Þá bendir hann á að fram undan séu tollalækkanir á ostum sem muni hafa neikvæð áhrif á framleiðsluna hér á landi. Framkvæmdagleði eftir hægagang eftirhrunsáranna Segja má að algjör hægagangur hafi einkennt lok síðasta áratugar, frá hinu eftirminnilega hrunári 2008 og fyrstu ár þessa áratugar. Litlar sem engar framkvæmdir og menn héldu vel að sér höndum enda fátt annað í boði, en flestir héldu sjó og héldu sér í greininni. Þegar svo fer að viðra betur í efnahagsmálum og peningar að sjást á ný og í þó nokkrum mæli hin síðari ár taka bændur vel við sér. Framkvæmdagleðin hefur verið allsráðandi og á nánast hverjum bæ hefur verið ráðist í endurbætur og lagfæringar, allt frá því að laga til í eldri byggingum og upp í það hreinlega að reisa ný, stór og glæsileg fjós frá grunni. „Áhrifin af þeim framkvæmdum sem staðið hafa yfir undanfarin misseri verða að fullu komin fram eftir áratug, flestir þeir sem á annað borð hafa veðjað á mjólkurframleiðsluna hyggjast stækka við sig og það munu bændur gera á komandi árum. Það má þó velta fyrir sér hvort sú staða sem nú er uppi leiði til offramleiðslu eins og var 1978 og bremsuförin verði lengi að hverfa eins og þá,“ segir Sigurgeir. 19% af mjólkinni framleidd í Eyjafirði Eyfirðingar framleiða um 19% af allri mjólk í landinu um þessar mundir. Meðalafurðir eyfirskra kúabúa eru 6.500 lítrar um þessar mundir. Spá Sigurgeirs fyrir árið 2028 er sú að meðalafurðir verði komnar í 8.000 kíló árið 2028. Fyrir 40 árum framleiddu Eyfirðingar 110 þúsund lítra af mjólk á ári, á þessu ári mun framleiðslan nema um 365 þúsund lítrum og ef fram heldur sem horfir og Sigurgeir fer nokkuð nærri veruleikanum í sínum framtíðarspádómum mun framleiðslan í heild nema um 580 þúsund kílóum eftir áratug. „Það er ekki þannig að ég sé að óska eftir að þetta eigi sér stað, held- ur er þetta framreikningur á þeirri þróun sem verið hefur hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Sigurgeir. /MÞÞ Háskólamenntuðum Íslendingum fjölgar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins: Hugum betur að markaðssetningu og sölu á matvöru til ferðamanna Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, flutti erindi á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ nýverið en hún ræddi sína framtíðarsýn á matvælaiðnað á Íslandi með hliðsjón af íslenskum bændum. Erindi Guðrúnar vakti mikla athygli og var almenn ánægja með hennar framsögu. Eitt af því sem fram kom var að huga beri mun betur að markaðssetningu og sölu á matvöru til ferðamanna. Þeir séu að jafnaði 1 af hverjum 5 á landinu dag hvern. Erfitt sé að koma mikið meiri mat í þá sem hér búa, en góður möguleiki á að fá ferðamanninn til að borða meira af íslenskum mat. Ferðamenn nota að jafnaði 25% ráðstöfunarfjár síns í mat og verslun. Guðrún nefndi að flestir væru þeirrar gerðar að sækjast í það sem þeir þekktu fyrir og að því þyrftum við að huga. Matvælaframleiðendur þurfi að skilgreina hvernig á að tengjast kaupvilja ferðamanna og því sé mikilvægt að gera hér þekkt íslenskt auðkenni eða „brand“ upp á enska tungu. Tækifæri og vaxtarmöguleikar Ísland geti orðið þekkt sem matarkista norðursins, þar sem hreinleiki vörunnar er grunnur, sýklalyf, hormónar og eiturefni eru hér á landi notuð í mun minna mæli en nánast alls staðar þar sem matur er framleiddur. Tækifæri og vaxtarmöguleikar eru gríðarlegir. Partur af því tengist matarmenningu og að því sé haldið á lofti sem einkennir hvert hérað eða svæði. Gæta verði jafnframt að því að ganga vel um landið og spilla ekki umhverfinu. Eins og fyrr segir náði málflutningur Guðrúnar vel til fundarmanna, sem hún hvatti til dáða, og taldi bjart yfir landbúnaði þrátt fyrir ógnanir sem herja á eins og oft áður. /MÞÞ FRÉTTIR Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, Mynd / MÞÞ Veittar voru viðurkenningar á Mynd / SSS Mynd / SSS Mynd / SSS Háskólamenntuðum lands- mönnum á aldrinum 25 til 64 ára hefur fjölgað um 14,7 prósentustig frá árinu 2003 en 42,4% íbúa í þessum aldurshópi höfðu lokið háskólamenntun árið 2017, alls 73.600. Á vef Hagstofunnar segir að á sama tíma fækkaði þeim sem eingöngu höfðu lokið grunnmenntun um rúmlega 11 prósentustig og voru þeir um 39.700 árið 2017, tæplega 23% íbúa á aldrinum 25 til 64 ára. Hægari breytingar voru á fjölda þeirra sem eingöngu höfðu lokið starfs- og framhaldsmenntun en fjöldinn hefur verið á bilinu 35 til 39% íbúa á aldrinum 25 til 64 ára frá árinu 2003. Konum með háskólamenntun á aldrinum 25 til 64 ára hefur fjölgað hraðar en körlum frá árinu 2003. Hlutfall háskólamenntaðra var hæst í aldurshópnum 30–49 ára, 39% hjá körlum en tæp 60% hjá konum. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.