Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28
220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500
www.isfell.is, isfell@isfell.is
Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum,
pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að
finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur.
Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna!
Í Albertafylki í Kanada einu
saman falla til um 3.000 tonn af
baggaplasti á hverju ári. Förgun
þess hefur verið vandamál og
hefur megninu verið brennt, en
annað urðað. Hugsanlega er þó
að verða breyting á því.
Bryan Walton hjá nautgripa-
fóðursamtökum Albertafylkis segir
að samtökin vilji fremur sjá plastið
fara í einhvers konar endurvinnslu.
Samt segjast einungis 17% bænda
senda plastið í endurvinnslu
enda fáir staðir sem taka við
slíku plasti. Hafa menn staðið
ráðþrota fyrir þessum vanda sem
hrúgast upp í gryfjum. Á því kann
að verða breyting fljótlega ef
marka má orð Shannon Phillips,
umhverfisráðherra héraðsins. Hann
segir að baggabönd hafi verið að
ryðja plaststrengjunum úr vegi
þar sem bændur séu aftur að taka
upp bagga í stað þess að rúlla upp
hálmi og heyi. Ekki virðast þó allir
bjartsýnir á að þarna liggi lausnin.
Cleanfarms ná aðeins 10% af
úrgangsplastinu
Barry Friesen hjá Cleanfarms
Inc., sem eru óhagnaðardrifin
samtök sem stofnuð voru af
plastiðnaðinum, áætlar að um 40
þúsund tonn af plasti af ýmsum toga
falli til í kanadískum landbúnaði
árlega. Cleanfarms nær aðeins að
safna um 10% af þessu plasti. Öðru
er brennt eða urðað. Hann segir
að einungis eitt fyrirtæki taki við
landbúnaðarplasti til endurvinnslu
í Kanada.
Mismunandi reglur eru um
endurheimtur á plasti í Kanada.
Verkefni er þó til staðar í öllum
héruðum sem kveður á um að safna
eigi og endurvinna ílát og tunnur
undan eiturefnum og áburði.
Í Manitoba er bæði kornpokum
og garni frá bændum safnað og
nýbúið er að setja svipaðar reglur í
Saskatchewan eftir ýmsar tilraunir.
Frá 2011 hefur verið safnað
um 4.200 tonnum á 14 stöðum í
Saskatchewan. Þar fyrir utan er
það háð ákvörðunum einstaka
framleiðanda hvernig þeir standa
að förgun á plasti sem safnast upp
hjá bændum.
Plastiðnaðurinn verði látinn bera
ábyrgð á förgun
Þar sem hið opinbera telur sig
einungis þurfa að hafa reglur um
meðhöndlun á eitri og öðrum viðlíka
skaðlegum úrgangi, þá verða reglur
um plastförgun að koma frá hverju
héraði fyrir sig. Barry Friesen telur
að ekki sé þörf á frekari eftirrekstri
eða aðgerðaráætlunum af hálfu
ríkisins. Það þurfi bara að setja
lög sem skylda plastiðnaðinn til að
leggja til endurvinnslumöguleika.
„Ef þú framleiðir vöru og
dreifir henni inn á ákveðin svæði,
þá verður þú að hafa á takteinum
áætlun um að farga vörunni þegar
líftíma hennar lýkur,“ segir Friesen.
„Þetta gæti verið af
svipuðum toga og gert er í
endurvinnsluverkefnum þar
sem kaupandinn er látinn borga
skilagjald af vörunni í upphafi til
að tryggja að flöskur og dekk skili
sér til endurvinnslu.“
Hann segir að bændur séu
vissulega ekki viljugir til að
borga meira fyrir vöruna en þeir
nauðsynlega þurfi. Ef þeir hafi
hins vegar vissu fyrir að hægt sé
að koma plastinu í endurvinnslu
þá gæti viðhorfið breyst.
Skortur á endurvinnsluúrræðum
„Okkur finnst mikið skorta
á endurvinnsluúrræði fyrir
plast,“ segir Tammy Schwass
hjá endurvinnslusamtökum
Albertafylkis.
„Þetta veldur verulegum
áhyggjum. Bruni á plasti losar
eiturefni út í andrúmsloftið og
grafið plast eyðist ekki.“ /HKr.
Áhyggjur í Kanada vegna lítillar endurvinnslu á landbúnaðarplasti:
Um 40 þúsund tonn af plasti falla til í kanadískum landbúnaði árlega
Á hverju ári er þúsundum tonna brennt á sveitabæjum í Kanada eða sett í
landfyllingar. Mynd / Darren Calabrese/The Canadian Press
Ungir 13–15 ára kanadískir skólanemar mættu með snilldar uppfinningu í alþjóðlega samkeppni:
Kynntu hugmynd um „Yay Bale Wraps“,
heyrúlluefni sem nota má í fóður
Hópur skólanemenda í
dreifbýlis skóla í austurhluta
Ontariofylkis í Kanada tóku
nýlega þátt í keppni ásamt 20
öðrum hópum víða um heim
um nýjar uppfinningar. Komu
kanadísku nemendurnir þar með
hugmyndir um ætar umbúðir
utan um heyrúllur.
Tíu nemendur úr áttunda og
níunda bekk (13 til 15 ára) í St.
Thomas Aquinas Catholic High
School í Russell, suðaustur
af Ottawa, sendu hugmynd
sína til einkaleyfisskrifstofu í
Viginíuríki í Bandaríkjunum í
fyrrasumar vegna alþjóðlegrar
verðlaunasamkeppni. Þar keppti
hugmynd þeirra við hugmyndir
hópa frá Bandaríkjunum, Chile,
Spáni og Þýskalandi. Verðlaunin
voru 20.000 dollarar. Þótt
kanadísku nemendurnir næðu ekki
að koma sinni hugmynd í þrjú efstu
sætin, þá náðu þeir allavega inn í
keppnina með hugmynd sína um
umhverfisvæna lausn til að pakka
heyi. Afurð þeirra er kölluð „Yay
Bale Wraps“.
Hugmynd kanadísku nem-
endanna byggir á pökkunarefni,
sem kæmi í staðinn fyrir plast og
sé úr niðurbrjótanlegu efni, og
gert yrði úr sykrum og sterkju.
Það leysist samt ekki upp í vatni
og getur einungis leyst upp í
ensími (amylase) sem m.a. finnst
í munnvatni manna og dýra. Þar
með ættu jórturdýr um leið að geta
étið umbúðirnar sér til næringar.
Hægt að nota í skepnufóður
„Það stórkostlega við Yay Bale
Wraps er að það þarf ekki að
brenna, endurvinna eða urða í
landfyllingum,“ segir nemandinn
Rachel Fiset í samtali við Farmers
Forum. „Þú getur einfaldlega tætt
það í sundur og blandað því saman
við skepnufóður.“
Kannanir sem gerðar voru af
nemendunum sýna að um 70%
bænda myndu nota Yay Bale Wraps
baggaefni ef það stæði til boða.
„Sumir bændur sögðust ekki
vilja nota Yay Bale Wraps vegna
slæmrar reynslu þeirra af notkun á
baggaplasti fyrir umhverfið,“ sagði
nemandinn Rachel Wood. „En ef
framleiðsla eins og okkar kæmist á
markað, þá væru þeir samt tilbúnir
að íhuga notkun þess ef það dragi
úr mengun í þeirra bakgarði.“
Kanadíski nemendahópurinn er
að vinna að því að fá einkaleyfi
fyrir hugmynd sína í héraði. Það
veitir hugmyndinni skjól í eitt ár
og síðan er meiningin að sækja um
fullt einkaleyfi til 20 ára.
Í samkeppni við breska
doktorsnema
Þrír doktorsnemar í Bretlandi hafa
komið fram með svipaða hugmynd
og eru að sækja um einkaleyfi á
henni. Markmið þeirra er að geta
komið vörunni á markað innan
þriggja til fimm ára.
Athygli vekur að enginn þeirra
tíu kanadísku nemenda sem
komu fram með hugmyndina
um æta baggaefnið er úr sveit.
Hugmyndina fengu þeir hins vegar
af því að horfa á alla plastbaggana
á túnum bænda. Nemendurnir
heita Sam Barrett, Alec Campbell,
Logan De Verteuil, Rachel Fiset,
Kelly Forrester, Morgan Foster,
Noah Hill, Jack Miner, Ethan
Warnock og Rachel Wood.
Kennarar og leiðbeinendur voru
Blair Fitzsimons, Ann Jackson og
Brad Reid. Ekki er þó vitað hvort
Brad Reid sé skyldur Elizu Jean
Reid, forsetafrú okkar Íslendinga,
sem fæddist reyndar í Ottawa í
Kanada. Hún er því upprunnin á
heimasvæði þessa kennara og ungu
nemendanna hans. /HKr.
Það styttist kannski í að baggaplast verði ekki lengur vandamál og kýr jafnt
sem kindur geti étið umbúðirnar ásamt heyinu.
Baggabönd gætu minnkað umfang
plastnotkunar við hálmpökkun.
AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL