Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Vörur fyrirtækisins
AstaLýsi frá KeyNatura er að sögn
Höllu einstök blanda af íslensku
astaxanthini KeyNatura og síldarlýsi
frá Margildi. AstaLýsi er mjög hollt
og bragðgott og inniheldur blöndu
af astaxanthini (2 mg), omega-3 og
D-vítamíni. Heilsuáhrif lýsis eru
vel þekkt og hér er búið að bæta
hinu magnaða efni astaxanthini við
lýsið. AstaLýsi er núna nýkomið í
nýjar og stærri umbúðir. AstaFuel
er hins vegar blanda af hinum
vinsælu MCT (medium chain
triglycerides) og astaxanthini sem
stuðlar að því að vernda líkamann
fyrir oxunarálagi. MCT eru mjög
vinsælar meðal íþróttafólks og þeim
sem eru á ketiogenísku mataræði
og nýtast líkamanum hratt og vel
sem orka. Með AstaFuel er hægt
að fá orku hratt. Nýju umbúðirnar
hafa sérstakan stút sem er auðvelt
að hella úr.
Kjörið tækifæri fyrir íslenska
bændur
Sigurbjörn Einarsson M.Sc. er
framleiðslustjóri fyrirtækisins
sem ættaður er úr Dölunum og er
jafnframt búfræðingur. Hann telur
að möguleikarnir í þeirra tækni liggi
ekki síst í að koma henni áfram til
íslenskra bænda sem geti þá nýtt
sín hús og aðstöðu til að framleiða
þörunga. Fullvinnsla á hráefninu,
sem er mjög tæknileg, þyrfti þá ekki
endilega að vera á hverjum stað,
heldur gæti KeyNatura séð um þá
hlið mála fyrir bændur.
Afkastameiri og hagkvæmari
búnaður
Tankalausn KeyNatura er
hagkvæmari en sambærileg kerfi
fyrir sömu framleiðslu, til að
mynda ræktun í tjörnum eða rörum.
Tankarnir tryggja stöðuga uppskeru
lífmassa við hvaða veðurskilyrði
sem er, og lágmarkar sveiflur eftir
árstíðum. Hvort heldur sem rækta
á innan eða utandyra, þá tekur
tankakerfi KeyNatura brotabrot af
því plássi sem önnur ræktunarkerfi
taka, auk þess að nota minna vatn
og minni orku.
Mun auðveldara að stjórna
ræktun
„Hefðbundin framleiðslutækni á
smáþörungum byggir á því að nota
glær rör eða þunna glæra 180 lítra
fleka eða hulsur þar sem þörungarnir
eru ræktaðir í vatni í lokuðu kerfi.
Lýsingin kemur þá að utan og þar
sem verið er að nota raflýsingu er
orkutapið mjög mikið. Við snúum
þessu við og erum með ræktunina í
8.000 lítra vatnstönkum þar sem við
setjum ljósgjafann niður í. Það gerir
alla stýritækni mun auðveldari, öll
ljósorkan nýtist þörungunum og öll
vinnsla og þrif verða auðveldari,“
segir Sigurbjörn.
Næsta bylting í
matvælaframleiðslunni
„Við sjáum að þörungarækt til
manneldis verður næsta bylting í
matvælaframleiðslunni. Við viljum
flýta þeirri þróun hér á landi eins og
hægt er,“ segir Halla.
Ekki þarf önnur næringarefni
við framleiðsluna en fosfóráburð
og köfnunarefni, eða það sama og
notað er í íslenskum gróðurhúsum.
Þúsundir afbrigða
Til eru þúsundir afbrigða smáþörunga
(microalgae) í heiminum sem lifa
í sjó og fersku vatni. Stór hluti
smáþörunga hafa þann eiginleika að
vaxa mjög hratt, um 10 til 15 sinnum
hraðar en hraðvöxnustu landplöntur.
Þá eru þörungar undirstaða lífs okkar
með því að framleiða um 70–80% af
súrefni jarðar.
Smáþörungar eru mikilvirkir í
að framleiða prótein og lífræna olíu
sem er rík af Omega 3 fitusýrum.
Hafa menn að þeim sökum m.a litið
hýru auga til þörunga til að framleiða
þessar hollu olíur til manneldis.
Enn fremur hafa fjölmörg fyrirtæki
verið stofnuð víða um veröld til að
nýta smáþörunga til að framleiða
olíu í lífeldsneyti, bæði fyrir bíla
og farþegaþotur. Mörg þeirra eru í
Bandaríkjunum og í Evrópu og hefur
Evrópusambandið styrkt slík verkefni
og að þeim koma fjölmargir háskólar
og vísindastofnanir.
Kosturinn við að nota smáþörunga
við framleiðslu á lífeldsneyti er
einkum sú staðreynd að ekki þarf
að taka undir það mikið og dýrmætt
ræktarland í landbúnaði, né ganga á
korn eða ræktun annarra nytjajurta
til manneldis. Þá er kolefnisspor
smáþörungaframleiðslunnar til
framleiðslu á Omega 3 sagt mun
lægra en við framleiðslu á lýsi úr
fiski.
Ný framleiðslutækni KeyNatura í
einkaleyfisferli
Forsvarsmenn KeyNatura telja sig
hafa fundið lausn sem auðveldar
mjög framleiðslu smáþörunga í
lokuðum tönkum. Eru þessir tankar
nú í einkaleyfisferli en í þeim má
framleiða allt að 900 tonn á hektara
á ári og þar af 9 til 10 tonn af hreinu
astaxanthini. Auðvelt er að stýra
framleiðsluferlinu auk þess sem
kerfin eru auðveld í þrifum og spara
mikla orku. Hafa Nýsköpunarmiðstöð
Íslands og Tækniþróunarsjóður m.a.
komið að þessu verkefni.
Samkeppnisaðilar í astaxanthin-
framleiðslu
Kínverjar hafa verið öflugir í fram-
leiðslu á astaxanthini og þeirra
helsta fyrirtæki, BGG, hefur verið
að ná um 2 tonnum af astaxanthini
(AstaZine) á ári með framleiðslu á
þörungum í rörum á 25 hektara svæði
í Suður-Kína. Þar er einungis not-
ast við sólarljósið, sem takmarkar
mjög framleiðslugetuna auk þess sem
breytilegur umhverfishiti hefur áhrif
á framleiðsluna.
Helstu aðferðir sem hingað til
hafa verið notaðar við framleiðslu á
smáþörungum eru í gleri eða glærum
plaströrum, plasthulsum eða í opnum
tjörnum.
Framleiðslu í opnum tjörnum er
mjög hætt við mengun sem bæði
skerðir framleiðsluna og rýrir gæði
hennar. Það vandamál er ekki til
staðar þegar framleitt er í lokuðu
kerfi eins og því sem KeyNatura
hefur hannað. Auk þess sem sú
tækni býður upp á mun meiri
afköst á flatareiningu en hægt er
að ná með framleiðslu í rörum
(tubular reactors), plasthulsum
eða tjörnum. /HKr.
Ræktun smáþörunga fer fram með
ýmsum hætti, eins og í opnum
tjörnum. Með slíkri aðferð er þó
ekki hægt að tryggja eins mikinn
hreinleika og hægt er að ná með
ræktun í lokuðum tönkum eins og
gert er hjá KeyNatura.
Kínverjar hafa verið öflugir í
framleiðslu á astaxanthini og þeirra
helsta fyrirtæki, BGG, hefur verið
að ná um 2 tonnum af astaxanthini
(AstaZine) á ári á 25 hektara svæði
í Suður-Kína.
Framleiðsl á hágæða astaxanthini krefst mikils hreinlætis og nákvæmni í
vinnubrögðum.
Halla Jónsdóttir og Sigurbjörn Einarsson í framleiðslurými fyrirtækisins. Starfsemin fer fram í hólfaskiptu húsnæði
þar sem unnið er samkvæmt ströngustu kröfum eins og þekkjast í lyfjaiðnaði.
Fjórar af framleiðsluvörum KeyNatura sem allar innihalda hið eftirsótta
efni astaxanthin.
Tunguhálsi 10
Sími 415 4000
www.kemi.is
kemi@kemi.is
HÁGÆÐA SMUROLÍUR Á GÓÐU VERÐI