Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Samhliða auknum áhuga á
umhverfismálum, endurvinnslu,
sótspori og náttúruvinsamlegri
lífsmáta huga margir að endalok-
unum og umhverfisvænni greftrun.
Eins og búast má við hefur
útfarariðnaðurinn orðið var
við þennan áhuga og gripið til
ráðstafana til að koma á móts við
síðustu óskir þessa hóps.
Nýverið var haldin stór vörusýn-
ing í kirkju í Amsterdam þar sem
kynntar voru nýjustu útfararvörurn-
ar. Meðal þeirra var eins konar Ikea-
kista sem fæst afhent til samsetn-
ingar í flötum umbúðum og hlaut
hún verðlaun sem nýjungin sem olli
minnsta sótsporinu.
Á sýningunni mátti einnig sjá
kistur ofnar úr tágum og laufblöðum
bananaplöntunnar, margar gerðir
af náttúruvænum öskuílátum og
reiðhjól sem hannað er til að flytja
kistur síðasta spölinn í stað líkbíla.
Vaxandi iðnaður
Aukinn fólksfjöldi veldur því að allt
sem snertir dauðann og útfarir er
vaxandi iðnaður. Samkvæmt tölum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
létust um 56 milljón manns árið 2015
og gert er ráð fyrir að sú tala eigi eftir
að hækka í um 70 milljón árið 2030.
Vitund fyrir umhverfismál sem
tengjast greftrum skipta því veru-
legu máli. Hvort sem það tengist
efnivið kistna eða öskuíláta, akstri
líkbíla og ekki síst landinu sem fer
undir kirkjugarða.
Reyndar er það svo að þar sem
skortur er á landrými hefur verið
gripið til þess ráðs að endurnýta
gamlar grafir með því að grafa
upp gamlar grafir og grafa gamlar
líkamsleifar neðar og leggja nýjar
kistur ofan á. Þannig að líkamsleif-
arnar eru í lögum. Þessu fylgir þó sá
vandi að þær kistur sem notaðar eru
í dag brotna oft hægt og illa niður.
Þær eru málaðar með olíumálningu
og límdar saman með mengandi
límum og iðulega klæddar með
gerviefnum sem endast áratugi eða
árhundruð. Auk þess sem þær eru
smíðaðar í Kína og Austur-Evrópu
og flutningum á þeim langar leiðir
fylgir stórt sótspor.
Bálfarir eru orkufrekar
Margir telja að besta leiðin til að
leysa þessi mál sé bálför. Málið er
samt ekki svo einfalt því að mikla
orku þarf til að brenna lík og sótspor
bálfara því stórt.
Ekki er því útilokað að hefðbundin
greftrun í náttúruvænum umbúðum
sé besta lausnin fyrir náttúruna. Það
er að segja ef sá sem jarða á hefur
lifað þess konar lífi að líkið eitri ekki
jarðveginn mikið út frá sér. /VH
Umhverfisvæn greftrun:
Er grasið grænna hinum megin?
Hafðu samband við sölumann í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is og kynntu þér þína möguleika.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Nú bjóðum við MultiOne 6.3 SD vélar á enn betra verði en áður og
með fleiri aukahluti innifalda. Um er að ræða frábærar fjölnotavélar
með 1200 kg lyftigetu.
Á MultiOne 6.3 SD situr stjórnandi í aftari hluta þessara lipru og
sveigjanlegu véla. Vélarnar afhendast með skóflu, aukaballest
að aftan og taðgreip.
Ný sending af MultiOne
6.3 SD fjölnotavélum
Oft veltir lítil vél þungu hlassi
UTAN ÚR HEIMI
Líffræðileg fjölbreytni:
Fjöldi fuglategunda í hættu
Nýlegar rannsóknir benda til að
fjöldi fuglategunda sé í hættu á að
deyja út á næstu áratugum. Ein
rannsókn gengur svo langt að segja
að ein af hverjum átta tegundum
muni deyja út á næstu árum. Meðal
viðkvæmra tegunda eru lundi og
snæugla.
Í skýrslu sem kallast The State
of the World´s Birda og unnin er
af BirdLife International eru birtar
niðurstöður fimm ára rannsókna
á fjölda og útbreiðslu fjölmargra
fuglategunda um víða veröld. Í
skýrslunni segir meðal annars að um
74% þeirra 1.469 fuglategunda sem
taldar eru í mestri hættu stafi mest
hætta af breytingum á búsvæði þeirra
vegna landbúnaðar og eyðingu skóga.
Aðrar ógnir eru breytingar á búsvæði
vegna tilkomu ágengra tegunda og
vegna veiða.
Margir áhrifaþættir
Samkvæmt því sem segir í skýrslunni
fækkar fuglum um allan heim hvort
sem það er hátt til fjalla eða á ystu
úteyjum og nú er svo komið að um
40% fuglategunda í heiminum fækkar
vegna athafna manna.
Helsta orsök fækkunarinnar er
aukin landbúnaðar- og matvælafram-
leiðsla, skógareyðing, ágengar tegund-
ir, veiðar, hlýnun jarðar, mengun og
útbreiðsla borga.
Sem dæmi um áhrif ólöglegra
veiða á fuglastofna er talið að hátt
í 30 milljón fuglar séu veiddir við
Miðjarðarhaf til átu á ári hverju.
Þess má einnig geta að víðitittlingur,
Emberiza aureola, sem eitt sinn var
með algengustu fuglategundum í
Evrópu og Asíu, er í dag sjaldséður
enda talið að víðitittlingum í heiminum
hafi fækkað um 90% frá því á áttunda
áratug síðustu aldar.
Gríðarlegar fiskveiðar hafa mikil
áhrif á lífsafkomu sjófugla eins og
lunda, Fratercula arctica, og ritu,
Rissa tridactyla, og stofnar beggja
tegunda sagðir viðkvæmir. Annað sem
er að hafa áhrif á lífsafkomu fugla í
heiminum er minna fæðuframboð
vegna fækkunar skordýra vegna
aukinnar notkunar á skordýraeitri.
Ekki allt slæmt
Í skýrslunni kemur fram að þótt útlitið
sé víða dökkt fyrir fugla heimsins sé
ekki allt dauði og djöfull því með
verndunaraðgerðum hafi tekist að
bjarga 25 fuglategundum frá útrým-
ingu það sem af er þessari öld.
/VH