Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Bastian Kristensen frá SEGES og
kúabóndans Palle Christensen. Þeir
fjölluðu um hið áhugaverða efni
„nákvæmnisfóðrun“.
Í erindi sínu fóru þeir yfir mik-
ilvægi þess að vita nákvæmlega
hvaða heilfóður fer í kýrnar og
vegna breytileika á fóðri innan
stæðu, eða í okkar tilfelli á milli
rúlla, þá sé best að geta mælt fóð-
urgæðin á staðnum. SEGES hefur
þróað búnað sem er settur beint
á fóðurblöndunarvagna og mælir
með NIR greiningu fóðrið sem
verið er að blanda fyrir kýrnar.
Niðurstöður kerfisins sýna að tölu-
verður breytileiki er á blöndunar-
gæðum heilfóðurs, jafnvel á stórum
kúabúum og að gæta þurfi mikillar
nákvæmni þegar fóður er blandað
fyrir kýrnar.
Áhugavert er að lesa áherslur
landsráðunautarins þegar fóðr-
un kúa er annars vegar, en Niels
Bastian nefndi m.a. að heilfóður
eigi að blanda það vel að moðið eigi
ekki að vera mikið frábrugðið að
gæðum og upphaflega fóðrið! Hann
setti fram eftirfarandi forgangsröð-
un, þegar heilfóður er annars vegar.
Númerin vísa til mikilvægis hvers
þáttar:
1. Fóðrunartíminn á að passa inn
í náttúrulega dagssveiflu hjá
kúm
2. Það á að fylgjast vel með fóð-
urganginum, sérstaklega þegar
líður á daginn (sópa reglulega
að)
3. Alltaf að fóðra kýrnar á sama
tíma
4. Heilfóður á að blanda það
vel, að þegar moðið er tekið
frá kúnum sé það nánast eins
og upphaflega fóðrið!
5. Þegar fóðurefnin eru sett í
blandarann þarf að vigta af
mikilli nákvæmni
6. Mæla nákvæmlega magnið
af moðinu (ætti ekki að vera
nema 2%)
7. Út frá magninu af moðin á að
meta reglubundið og endur-
reikna uppskrift heilfóðurssins
8. Leiðrétta heilfóðurblöndurnar
miðað við þurrefni fóðurefn-
anna (gróffóðurþurrefnið er
breytilegt)
Áðurnefndur Palle, sem er kúabóndi
á búinu Abterpgaard með sínar 800
mjólkurkýr og 450 hektara í notk-
un, skýrði frá sínum rekstri og með
hvaða hætti hann heldur utan um
alla fóðuröflun búsins.
Í stuttu máli sagt þá er allt mælt
sem hægt er að mæla. Uppskera á
öllu heimaöfluðu fóðri er mæld af
nákvæmni og skráð í sérstakt forrit
sem heldur utan um birgðastöðu
búsins. Þá getur hann tengst gagna-
grunni dönsku bændasamtakanna
beint í dráttarvélinni og fengið upp
heilfóðuruppskrift sem hámarkar
nýtingu þeirra fóðurefna sem hann
er með skráða á búinu á hverjum
tíma. Hann sagði afar mikilvægt
að kúabændur myndu fylgjast vel
með sjálfvirku vigtunum sem eru
á mörgum fóðurblöndurum, þessar
vigtar vanstillast nokkuð ört og þarf
að leiðrétta reglulega.
7. Bústjórn
Í málstofunni um bústjórn voru
haldin sex erindi og snéru flest
þeirra meira eða minna beint að
dönskum aðstæðum og möguleik-
um, sem við getum ekki nýtt okkur
beint hér á landi. Þarna var t.d.
verið að fjalla um kosti og galla
hópaskiptingu kúa á stórum kúa-
búum, um notkun ólíkra kúakynja
í búskapnum og hvernig nýta
má val á grundvelli erfðaefnis í
búskapnum – eitthvað sem er þó
brátt möguleiki hér á landi einnig.
Erindi Sophie Atkinson um
hvernig á að skilja betur atferli
gripanna sinna á þó jafn vel við
hjá okkur og Dönum en hún kenndi
áheyrendum margskonar aðferð-
ir sem eru gagnlegar til þess að
gera starfið auðveldara og um leið
öruggara. Þessu erindi er líklega
best gerð skil með því að vísa í afar
gagnlegt fimm mínútna myndband,
þar sem þessum þáttum í atferli
gripa er gerð góð skil.
Hægt er að sjá þetta myndband
með því að fara inn á heimasíðu
ráðstefnunnar (sjá nánar hér neðst
í greininni) og smella þar á kassa
merktum „Management“.
8. Kúakynin
Í Danmörku eru þrjú ráðandi kúa-
kyn í mjólkurframleiðslu: Holstein
(svartskjöldóttar kýr), Jersey og
RDM (rauðar danskar kýr) og á
hverju fagþingi bjóða kynbóta-
félögin að baki þessum þremur
kúakynjum upp á kvöldfundi þar
sem fram fer kynning á því helsta
sem er að gerast innan hvers kyn-
bótafélags. Ekki verður gerð nánari
grein fyrir þessari málstofu hér,
enda þessi kúakyn ekki í notkun
hér á landi.
9. Hópvinnufundir
Á þessu fagþingi var þátttakend-
um boðið að skrá sig fyrirfram
á sérstaka hópvinnufundi en
tilgangur þessara funda var að
fá bændur og ráðunauta til þess
að ræða um ákveðin vandamál,
miðla reynslu sinni og koma
með hugmyndir að lausnum.
Úrlausnarefnin voru:
„Hvernig á að fá starfsfólk til
þess að vera áhugasamara um
starfið“ og „Samningatækni“.
Þá gátu þátttakendur tekið þátt
í verklegri kennslu um ýmis
handhæg atriði eins og hvernig
eigi að meta fóðrið með einföld-
um hætti, um kynbætur kúa og
svo var hægt að fá hraðkennslu
í notkun á danska skýrsluhalds-
kerfinu. Afar skemmtilegt fram-
tak og gagnlegt fyrir þá sem tóku
þátt en ekki er beint hægt að
fjalla faglega um þessa málstofu
þar sem efnið var ekki formlega
sett fram.
Þeir sem tóku þátt báru
þessu framtaki afar góða sögu
og er óhætt að mæla með svona
opnum hópvinnufundum þar
sem bæði bændur og ráðgjafar
koma saman og vinna að því að
finna sameiginlega lausn á til-
teknu vandamáli.
Í næsta Bændablaði verð-
ur farið yfir síðustu tvær mál-
stofurnar, en önnur þeirra fjallaði
um starfsmannastjórnun og hin
um framtíðarsýn danskra kúa-
bænda. Báðar málstofurnar voru
einkar áhugaverðar og þar komu
fram mörg gagnleg erindi, sem
eiga beint erindi til íslenskra
bænda.
Þeim sem geta ekki beðið
þeirrar umfjöllunar má benda
sérstaklega á að bæði útdrætt-
ir og flest erindi, þ.e. afrit af
glærum og veffræðsluerindum
margra fyrirlesara, má hlaða
niður af heimasíðunni www.
kvaegkongres.dk með því að
smella á forsíðuhlekkinn „Dias
og video fra Kongressen – se
dem her“. Þá fylgja auk þess fag-
legar greinar sumum erindunum,
sem bæta enn frekar við fróð-
leiksgildi efnisins.
Rétt er að geta þess að mest
allt efni er á dönsku, en þónokk-
ur erindi og efni eru á ensku.
Eftirlitskerfi fyrir;
Fjósið
Fjárhúsið
Hesthúsið
Sumarhúsið
Sophie Atkinson fjallaði um það hvernig bændur geta lært að þekkja betur og skilja atferli nautgripa.
SMÁRATORGI | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
NÝJAR VÖRUR
ÍSLENSK HÖNNUN
T-Bolir
KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is
Klassískur T-bolur, hringspunnin,
tvöfaldur kragi úr bómull og
elastani.
Stærðir: XS - 4XL.
Svartir upp í 6XL.
Verð frá kr. 856,-
Við merkjum fatnað.