Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 26.04.2018, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Lúðan er eini hefðbundni nytjafiskurinn á Íslandsmiðum sem sjómönnum er bannað að beina sókn sinni í. Áfram er þó hægt að fá lúðu í soðið í fiskbúðum landsins því heimilt er að landa lúðu sem kemur sem meðafli á öðrum veiðum og ekki er talin lifa það af að verða sleppt aftur í hafið. Lúðuveiðar hafa alltaf haft á sér ákveðinn ævintýrablæ. Hver kannast ekki við myndirnar í blöðunum af hreyknum fiskimönnum sem stilla sér upp með stórlúðu á stærð við þá sjálfa eða meira, ferlíki sem óvænt hefur álpast á krókinn hjá þeim? Verðmætur happafengur. Þá hafa sjómenn sem stundað hafa beinar lúðuveiðar með haukalóðum (lúðulínu) líkt spenningnum sem fylgir lúðuveiðunum við bestu augnablikin á laxveiðum þegar glímt er við þann stóra. Langvarandi viðkomubrestur En nú er gamanið fyrir löngu búið, að minnsta kosti hvað varðar beina sókn í stórlúðu. Hún hefur verið bönnuð allt frá árinu 2012 vegna langvarandi viðkomubrests í stofninum samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Raunar hafði Hafró lagt til bann við beinni sókn í lúðustofninn allt frá árinu 1997 en talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Þáttaskil urðu hins vegar árið 2008 þegar bein sókn í stórlúðu með haukalóðum jókst verulega og árið 2010 voru 46% lúðuaflans veidd með þeim hætti en þá nam lúðuaflinn í heild rúmum 500 tonnum. Þegar hér var komið sögu þótti stjórnvöldum tími til kominn að grípa inn í enda ljóst að ef stærri lúðunni yrði eytt yrði engin nýliðun. Lokun svæða ekki fýsileg En hvernig er hægt að friða eina tiltekna fisktegund sem syndir innan um aðrar fisktegundir í sjónum og lendir því óhjákvæmilega í veiðarfærum fiskiskipa? Eftir umfangsmikla skoðun Hafrannsóknastofnunar var einkum tvennt talið koma til greina í þessu sambandi. Í fyrsta lagi lokun veiðisvæða fyrir öllum veiðum þar sem unglúða heldur sig og í öðru lagi sleppingar á allri lífvænlegri lúðu sem veiðist sem meðafli. Skoðun leiddi í ljós að erfitt yrði að draga frekar úr lúðuveiðum nema með því að loka stórum veiðisvæðum fyrir öllum veiðum með botnvörpu, línu og dragnót. Fundað var með skipstjórnarmönnum sem töldu svæðalokanir slæman kost því sú aðgerð myndi þýða umtalsverðar hömlur á veiðum annarra tegunda. Sleppingar á lífvænlegri lúðu þóttu skárri kostur, þó að á honum væru ýmsir gallar, t.d. hvað varðar botnvörpuveiðar. Sleppingar Niðurstaðan varð sú að stjórnvöld settu reglugerð þar sem segir að við línuveiðar skuli sleppa allri lúðu með því að skera á taum línunnar og við handfæra- og sjóstangaveiðar skuli losa lúðuna varfærnislega af krókum eða skera á lykkju slóðans áður en lúðan kemur um borð. Síðast en ekki síst er svo alfarið bannað að stunda beinar veiðar á lúðu með þar til gerðri lúðulínu með stórum krókum (haukalóðum) enda er það helst stórlúða úr hrygningarstofni sem veiðist með því veiðarfæri. Smálúðan elst upp á grunnunum til 3–5 ára aldurs en heldur þá út á djúpið. Á vorin og sumrin gengur stórlúða upp á grunnið en dregur sig út á djúpið þegar haustar og kólnar. Lúður verða kynþroska seint, eða 9–10 ára gamlar, og því verða áhrif veiðibannsins lengi að koma fram. Í svari sjávarútvegsráðherra við fyr- irspurn á Alþingi nýlega kom fram að vísitölur lúðu í stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar hefðu aukist milli áranna 2014 og 2015 og hald- ist svo svipaðar síðan. Leiða mætti líkur að því að þetta væri árangur af löndunarbanni á lúðu. Skráður afli hrapar Lúðuveiðibannið hafði þau áhrif að skráður landaður lúðuafli hrapaði úr 532 tonnum síðasta árið fyrir bann (2011) í 35 tonn á fyrsta bannárinu. Næstu árin breyttist hann lítið en síðustu árin hefur hann verið í kringum 100 tonnin. Sá lúðuafli sem á land kemur skal seldur á fiskmarkaði og renna aðeins 20% andvirðisins samanlagt til útgerðar og áhafnar, en hitt er gert upptækt að frádregnum hafnargjöld- um og kostnaði. Það á því ekki að vera nein sérstök hvatning fyrir sjó- menn og útgerð að hirða lífvænlega lúðu í stað þess að sleppa henni. Að sögn Hafrannsóknastofnunar hafa rannsóknir sýnt að hlutfall þeirrar lúðu sé hátt sem lifir af við að veið- ast en er sleppt aftur. Sérstaklega eigi það við um línu- og krókaveið- ar. Hins vegar er ljóst að lúða sem dregin er upp af miklu dýpi, eins og til dæmis á botnvörpuveiðum, á sér ekki mikla lífsvon sé henni sleppt. Til þess að undirstrika það birtu togara- sjómenn eitt sinn að gamni sínu lúðu sem reynt var að lífga við með hjarta- stuðtæki. Skilaboðin voru ótvíræð. Alls voru seld 94 tonn af lúðu á fiskmörkuðunum á síðasta ári að verðmæti rösklega 40 milljónir króna. Doríuveiðar Ameríkumanna við Vestfirði Veiðar á lúðu við Ísland eiga sér ekki mjög langa sögu miðað við veiðar á til dæmis þorski. Lúðuveiðar í atvinnuskyni hér við land hófust árið 1884 þegar bandarískir sjómenn komu á Vestfjarðamið í þessu skyni. Fram að því voru litlar lúðuveiðar stundaðar við Ísland og litu sjómenn sem stunduðu veiðar á þorski, eins og Frakkar, á lúðuna sem pest og köstuðu henni. Íslendingar veiddu þó smávegis af lúðu á þessum tíma til innanlandsneyslu. Lúðuveiðar Ameríkumannanna við Vestfirði voru stórtækar. Þeir komu hingað á skonnortum sem notaðar voru sem móðurskip. Þar um borð var aflinn saltaður í tunnur, en veiðarnar sjálfar, sem voru línuveiðar, voru stundaðar á smábátum, svonefndum doríum. Ekki eru til tölur um heildarafla Bandaríkjamanna á Íslandsmiðum á tímabilinu 1884–1898, þegar þeir stunduðu þessar veiðar hér við land, en í samantekt Kristjáns Kristinssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnun, um lúðuveiðar er áætlað að afli þeirra upp úr sjó hafi numið 20–25 þúsund tonnum á þessu tímabili. Meðan á veiðunum stóð höfðu Bandaríkjamennirnir bækistöð á Þingeyri. Eins og nærri má geta olli vera hundruða aðkomumannanna nokkrum titringi. Bæði voru þeir sakaðir um rányrkju á fiskimiðunum og drykkjulæti í landlegum en ekki síst fór það fyrir brjóstið á heimamönnum þegar útlendingarnir fóru að líta kvenpeninginn á staðnum hýru auga. Nokkur börn fæddust í kjölfarið og út frá þeim er ættbogi hérlendis. Viðkvæm fyrir mikilli veiði Árið 1898 lauk lúðuútgerð Bandaríkjamanna hér við land vegna minnkandi afla. Á 20. öldinni var mikil sókn í lúðu en að sögn Kristjáns benda gögn til þess að hún sé viðkvæm fyrir mikilli veiði. Þetta lýsti sér í því að eftir að hámarki í lúðuafla var náð minnkaði aflinn jafnharðan, oft á mjög skömmum tíma. Mestur varð lúðuafli á Íslandsmiðum árið 1907, eða tæplega 8.000 tonn. Allt fram að seinni heimsstyrjöld veiddu Englendingar mest þjóða af lúðu á Íslandsmiðum en auk þeirra veiddu Skotar, Þjóðverjar og Norðmenn talsvert af lúðu hér við land. Árlegur afli Íslendinga sjálfra af lúðu var aðeins nokkur hundruð tonn frá aldamótunum 1900 og fram að fyrri heimsstyrjöld en á bilinu 1.000–2.000 tonn á árabilinu 1940–1994. Eftir það hefur hann verið undir 1.000 tonnum og var í kringum 500 tonn á árunum fyrir lúðuveiðibannið sem tók gildi árið 2012. Nú er hann um 100 tonn eins og áður sagði. Komandi ár munu leiða í ljós hversu langan tíma það tekur fyrir lúðustofninn að hjarna við með hjálp lúðuveiðibannsins. Sjávarkvikindi sem nefnist fjörulalli hefur oft sést í fjörum víða um land. Lalli gengur stundum á landi um fengitímann og hann þá verið skaðlegur sauðkindum þar sem hann reynir að gagnast ánum. Einn veturinn bar mikið á ásókn fjörulalla í sauðkindur við Breiðafjörð um brundtíðina og áttu margar þeirra ýmiss konar óskapnað vorið eftir. Til dæmis var munnur neðan á hálsi, sex eða jafnvel átta fætur á lömbum og löng rófa eins og á hundi. Öfuguggi Í þjóðsögum er talað um kvikindi sem kallast öfuguggi og mun vera fiskur sem uggarnir snúa öfugt á. Öfuguggi, sem er baneitraður, er í flestum tilfellum silungur sem veiðist í vötnum. Sagt er að Í Myrkravatni á Botnsheiði hafist ekki annar fiskur við en baneitraður öfuguggi . Einu sinn fór maður sem ekki trúði á öfugugga út á Myrkravatn um vetur til að veiða í gegnum ís. Einn fiskur beit á hjá manninum en allir uggar hans sneru aftur. Varð honum svo mikið um að hann skar á línuna og stakk fiskurinn þegar aftur niður um vökina. Allir látnir nema ein stúlka Svo bar til á hjáleigunni Kaldrana á Reykhólum, að komið var að öllu heimilisfólkinu látnu nema einni lítilli stúlku. Fólkið sat stirðnað á rúmum sínum í baðstofunni með askana á knjám sér og hafði verið að éta silung. Við athugun kom í ljós að silungur þessi var öfuguggi sem veiddur hafði verið í Grundarvatni uppi á Reykjanesfjalli ofan við Reykhóla, en öfuguggi er baneitraður, eins og flestum hefði mátt vera kunnugt. Litla stúlkan hafði ekki viljað silunginn og slapp þess vegna lífs frá málsverðinum. Ferfættur hafbúi Skeljaskrímsli er ferfætt kvikindi sem talið er að eigi sér heimkynni í sjó við Ísland og kemur stundum á land þegar tekur að skyggja. Kvikindi þetta er mjög erfitt viðureignar og sagt að blýkúlur vinni ekki á því heldur eingöngu byssukúlur úr silfri eða lambasporð. Stærð skeljaskrímslisins er sagt á við hross og er það með kryppu á bakinu. Fæturnir eru stuttir, gildir með klær og sporin nánast kringlótt. Kvikindið með langan hala. Hálsinn er digur, skoltar langir og tennur stórar. Augun rauð. Búkurinn er að mestu hulinn þéttum og litfögrum skelja- eða hreisturflögum sem stirnir á í tunglskini. Mikil fýla fylgir þessari forynju. Gælunöfn hákarls Hákarl hefur verið nefndur ýmsum nöfnum á íslensku, bæði gælunöfnum og svonefndum feluorðum. Meðal þeirra eru axskeri, blágot, blápískur, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerðingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill, skufsi. Hákarl hefur einnig gengið undir nöfnum eins og bauni, háki, háksi, láki og sá grái. Nafngiftir hákarls fóru oft eftir stærð hans og útliti. Deli var haft um stutta digra hákarla, dusi um stóran hákarl, gotungur um feitan hákarl, lopi um miðlungsstóran, níðingur um hákarl sem var styttri en fimm álnir, hundur, raddali, skauli og snókur um lítinn hákarl og ælingi var haft um hákarl sem var á mörkum þess að vera talinn nýtur. /VH Fjörulallar vilja gagnast kindum STEKKUR HLUNNINDI&VEIÐI Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Fiskur sem ekki má veiða Kampakátir sjóstangaveiðimenn á Vestfjörðum með happafeng sinn. Mynd / Hvíldarklettur Stórlúðuveiðar þóttu spennandi veiðiskapur sem gjarnan var líkt við bestu augnablikin á laxveiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.